02.12.2003

UMHVERFISNEFND42. fundur þriðjudaginn 2.

 
 

UMHVERFISNEFND

42. fundur  þriðjudaginn 2. desember 2003,  kl. 17:00.

 

Mætt voru:   Hallgrímur Rögnvaldsson, Steinunn Jónatansdóttir, Sigurður Páll Ásmundsson. Embættismenn: Frosti Gíslason framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs og Kristján Bjarnason garðyrkjustjóri. 

Fundargerð ritaði: Frosti Gíslason

1.      mál

Umsögn um 4.mál Landnytjanefndar frá 13.nóvember 2003.

Nefndin felur framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs að afla frekari upplýsinga varðandi málið.

 

2.     mál

Bréf frá Oddi Björgvin dagsett 02/12/03

Bréfið upplesið og framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að svara bréfritara.

 

3.     mál

Samningur um afnot af svæði til iðkunar vélhjólaíþrótta

Drög að samningi kynnt og framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs falið áframhald málsins og að kynna það fyrir Skipulags- og byggingarnefnd.

 

4.     mál

Umsögn bæjaryfirvalda varðandi fyrirhugaðar dýpkunarframkvæmdir í höfninni.

Framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs kynnti bréf dagsett þann 12.nóvember 2003 til Skipulagsstofnunar varðandi fyrirhugaðar dýpkunarframkvæmdir í höfninni.

 

5.     mál

Reglur um gæludýrahald

Nefndin ræddi um þörf fyrir reglum um gæludýrahald.

 

6.     mál

Ársfundur náttúruverndarnefnda og umhverfisnefnda

Nefndin leggur til að athugað verði hvort hægt verði að sækja fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

 

7.     mál

Garðyrkjustjóri kynnti niðurstöður sínar varðandi möguleika á jarðgerð.

 

Önnur mál

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl: 18:50.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159