26.11.2003

Fundur haldinn hjá félagsmálaráði

 
Fundur haldinn hjá félagsmálaráði Vestmannaeyja félagsmálaráð Vestmannaeyja 26. nóvember 2003 kl. 17.15.

Mætt voru: Steinunn Jónatansdóttir, Ágústa Kjartansdóttir, Auður Einarsdóttir, Elsa Valgeirsdóttir, Sigrún Gísladóttir, Guðrún Jónsdóttir, Thelma Gunnarsdóttir og Hera Einarsdóttir.

1. – 19. mál Trúnaðarmál

20. mál Framkvæmdastjóri félags-og fjölskyldusviðs gerði grein fyrir stöðu fjárhagsáætlunar ársins 2003, vegna þarfar á aukafjárveitingu vegna fjárhagsaðstoðar og barnaverndar, samtals að upphæð kr: 2.700.000,-
Félagsmálaráð vísar umsókninni til afgreiðslu bæjarráðs.

21. mál Lagt fram til kynningar bæklingur Nordic Ligths um fræðslu og ráðgjöf um heilabilunarsjúkdóma og afleiðingar þeirra. Áhugi er á því að fá námskeið um þetta efni fyrir starfsfólk í öldrunarþjónustu hjá Vestmannaeyjabæ árið 2004.

22. mál Lögð fram dagskrá málþings um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra sem Greiningar og ráðgjafastöð ríkisins heldur 28. nóvember nk. Hanna R. Björnsdóttir deildarstjóri málefna fatlaðra, mun sækja málþingið.

23. mál Lögð fram dagskrá málþings um húsaleigubætur, húsnæðismál og hlutverk sveitarfélaga sem félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga heldur í samvinnu við Samráðsnefnd um húsaleigubætur 28. nóvmember nk.

24. mál Borist hefur erindi frá Barnaverndarstofu vegna bakvakta í barnaverndanefndum. Barnaverndarstofa hefur veirð að skoða vilja barnaverndarnefnda til þeirrar hugmyndar að Neyðarlínan 112 taki við barnaverndartilkynningum. Í tengslum við þær hugmyndir bíður Neyðarlínan fulltrúum barnaverndarnefnda að skoða starfsemi sína þann 1. desember nk. Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi mun sækja fundinn.

25. mál Lögð fram dagskrá máþings rektors Háskóla Íslands í samstarfi við félagsmálaráðuneytið, Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæjar og Samtök atvinnulífsins í tilefni af Evrópuári fatlaðs fólks 2003.

26. mál Lögð fram dagskrá ráðstefnu Idego um rafræna stjórnsýslu 4. desember nk.


FLEIRA EKKI BÓKAÐ. FUNDI SLITIÐ KL. 19.10.
Steinunn Jónatansdóttir Ágústa Kjartansdóttir
Auður Einarsdóttir Elsa Valgeirsdótti
Sigrún Gísladóttir Guðrún Jónsdóttir
Thelma Gunnarsdóttir Hera Einarsdóttir.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159