18.11.2003

193. fundur í menningarmálanefnd

 
193. fundur í menningarmálanefnd haldinn í fundarsal Ráðhússins kl 16:30, þriðjudaginn 18. nóvember 2003. Mætt voru Selma Ragnarsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir og Sigurður E. Vilhelmsson. Einnig sátu fundinn Andrés Sigurvinsson, Nanna Þóra Áskelsdóttir, Hlíf Gylfadóttir, og Sigurgeir Jónsson.

1. mál.
Nýráðinn menningarfulltrúi, Sigurgeir Jónsson, boðinn velkominn til starfa.
2. mál.
Bréf frá Leikfélagi Vestmannaeyja. Leikfélagið fer fram á styrk til kaupa á nýju ljósaborði. Menningarmálanefnd samþykkir að veita leikfélaginu styrk að upphæð 500.000 kr. enda rúmist sú upphæð innan heimilda fjárhagsáætlunar.
3. mál.
Hlíf Gylfadóttir kynnti fyrirhugað samstarf við Bohusläns museum í Svíþjóð. Verkefnið heitir Waves of culture og er gert ráð fyrir að afrakstur þess verði farandsýning sem fari af stað að vori árið 2005. Byggðasafn Vestmannaeyja verður þátttakandi í verkefninu.
4. mál.
Eyjasamstarfsverkefnið „Stille oy”, staðan og framhald. Andrés fór í gegn um stöðuna og ítrekaði að gert yrði ráð fyrir verkefninu á fjárhagsáætlun.
Selma vék af fundinum kl. 17:25.
5. mál.
Erindi frá Magnúsi Matthíassyni vegna Taflfélags Vestmannaeyja. Taflfélagið fer fram á endurskoðun fjárveitingar í fjárhagsáætlun næsta árs vegna stóraukinnar starfsemi og metnaðarfullra áætlana um þátttöku í og skipulagningu móta á næsta ári. Einnig hefur mikill uppgangur verið í barna- og unglingastarfi félagsins, sem hefur aukinn kostnað í för með sér.
6. mál.
Kynning menningarfulltrúa á „Landnámsbær og langskip”, verkefni um miðlun menningarefnis á veraldarvefnum komið frá Margréti Hermanns Auðardóttur. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður 14 milljónir króna. Menningarmálanefnd telur verkefnið mjög áhugavert en felur menningarfulltrúa að afla frekari upplýsinga áður en það verður rætt frekar.

7. mál.
Bréf frá Axel Valdemar Gunnlaugssyni þar sem hann afturkallar umsókn um styrk.
8. mál.
Fjárhagsáætlun fyrir 2004. Andrés minnir á að gerð fjárhagsáætlunar stendur yfir og biður stofnanir sem heyra undir menningarmálanefnd að setja fram áætlanir sínar og forgangsröðun sem fyrst.
Önnur mál
Sigríður vakti máls á því að henni hafði verið bent á, af fagmanni, að kjölur Blátinds lægi undir skemmdum í höfninni og minnti á að báturinn er á ábyrgð Byggðasafnsins. Menningarfulltrúa var falið að kanna hvernig best er að bregðast við.

Sigurgeir lagði fram tillögu um merkingar á listaverkum sem eru hluti af verkefninu Hraun og menn. Menningarmálanefnd felur Sigurgeir að vinna málið frekar í samvinnu við yfirmann Safnahúss og kanna frekar menningartengdar merkingar í bænum.

Nanna sagði frá innbrotinu í Safnahúsið um helgina. Menningarmálanefnd beinir því til bæjarráðs að öryggismál í Safnahúsinu verði tekin til gagngerrar endurskoðunar.

Menningarmálanefnd fagnar því að fræðslu- og menningarsvið er farið að senda frá sér pistla í fjölmiðla. Í framhaldi af því varð nokkur umræða um auglýsingar og kynningu á menningarviðburðum í bænum og mögulegar úrbætur þar á.

Fleira ekki rætt og fundi slitið 18:35.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159