07.11.2003

Skipulags- og byggingarnefndVestmannaeyjaTANGAGÖTU 1

 
 

 

Skipulags- og byggingarnefnd

Vestmannaeyja

TANGAGÖTU 1 902 VESTMANNAEYJUM  PÓSTHÓLF 340  SÍMI 488 5030  MYNDSENDIR 488 5031  KENNITALA 690269-0159

 

Árið 2003, föstudaginn 7. nóvember kl. 14:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja 1487. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi tæknideildar, Tangagötu 1.

 

Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Friðbjörn Valtýsson, Stefán Þór Lúðvíksson, Stefán Óskar Jónasson, Skæringur Georgsson og Guðríður Ásta Halldórsdóttir

 

Eftirtaldir embættismenn kynntu mál: Jökull Pálmar Jónsson og Frosti Gíslason

 

 

Þetta gerðist:

 

 

Umferðarmál

1.

Brekkugata, Ósk um að Brekkugata verði gerð að einstefnu til norðurs 

 

Mál nr. BN030095

Skjalnr.

070432-3239 Nicholína Rósa Magnúsdóttir , Brekkugötu 9, 900 Vestmannaeyjar

 

 

Nicholína R. Magnúsdóttir óskar eftir því við skipulags- og byggingarnefnd  að Brekkugata verði gerð að einstefnugötu til norðurs í meðfylgjandi bréfi.  Undir bréfið rita íbúar  Brekkugötu 1-13.

 

Nefndin samþykkti þann 7. 10. 2003 að senda erindið í grenndarkynningu.  Engar athugasemdir hafa borist úr grenndarkynningunni.

 

 

Nefndin samþykkir að Brekkugata verði að einstefnugötu í norður og felur skipulags- og byggingarfulltrúa framgang málsins.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

 

2.

Gatnamót Skólavegar og Vesturvegar, Breyting á fyrirkomulagi gatnamóta 

 

Mál nr. BN030116

Skjalnr.

skipul-full Skipulags- og byggingafulltrúi          , Tangagötu 1                 , 900 Vestmannaeyjar

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til við skipulags- og byggingarnefnd að breyting verði gerð á fyrirkomulagi gatnamóta Skólavegar og Vesturvegar.

 

Lagt er til að umferð í austur og vestur um Vesturveg hafi forgang og biðskylda verði færð af Vesturvegi yfir á Skólaveg þ.a. umferð sem fer norður Skólaveg víki fyrir umferð um Vesturveg.

 

 

Nefndin frestar erindinu. 

Lóðarmál

3.

Hásteinsvegur 37, Umsókn um viðbótarlóð 

(34.330.370)

Mál nr. BN030110

Skjalnr.

140959-5889 Már Friðþjófsson, Hásteinsvegi 37, 900 Vestmannaeyjar

 

Már Friðþjófsson sækir um viðbótarlóð til skipulags- og byggingarnefndar að stærð 69, 62 m2.  Skikinn er sunnan við núverandi lóðarmörk Hásteinsvegar 37, sbr. meðfylgjandi uppdrátt Umhverfis- og framkvæmdasviðs.

 

Nefndin samþykkir að úthluta Má 69, 62 m2 viðbót við lóð hans og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá lóðarleigusamning.

Stærð viðbótarlóðar:69,62 m2

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

 

4.

Lóðarleigusamningar, Endurnýjun útrunninna lóðarleigusamninga 

 

Mál nr. BN030112

Skjalnr.

skipul-full Skipulags- og byggingafulltrúi          , Tangagötu 1                 , 900 Vestmannaeyjar

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur mælt upp lóðir og gefið út nýja lóðarleigusamninga fyrir eftirfarandi lóðir í Vestmannaeyjum:

Brimhólabraut 12, 17, 24

Búhamar 68, 70

Faxastígur 10, 14

Hátún 2, 6

Hrauntún 2, 5, 7, 13, 15, 17, 18, 19, 22, 27, 31, 39, 41, 45,

Hásteinsveg 6, 18, 27, 39, 48, 50, 54, 56, 58

Illugagötu 54, 69, 73

Kirkjuveg 29

Miðstræti 18, 21, 25

Skólaveg 13, 25, 45

Sólhlíð 6, 8

 

Nefndin samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að ljúka vinnu við endurnýjun útrunninna lóðarleigusamninga.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
Nýbyggingar

5.

Bárustígur 6, Leyfi til að byggja bílskúr 

(07.130.060)

Mál nr. BN030114

Skjalnr.

100753-2279 Steindór Árnason, Bárustíg 6, 900 Vestmannaeyjar

 

Steindór Árnason sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að byggja bílskúr við hús sitt að Bárustíg 6 skv. meðfylgjandi teikningum TPZ ehf.  Um er að ræða bílskúr 42 m2 og 115,5 m3

 

Steindór hefur áður lagt inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar varðandi byggingu bílskúrsins.  Á fundi sínum þann 02. september 2003 bókaði nefndin:

"Nefndin er hlynnt erindinu enda falli útlit skúrsins að umhverfinu.  Taka skal mið af 113. gr. byggingarreglugerðar 441/1998.  Erindið verður tekið fyrir þegar fullnaðarteikningar liggja fyrir."

 

 

Nefndin samþykkir erindið.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Byggingarleyfisgjöld kr. 9,889.-

 

Breytingar

6.

Vestmannabraut 36, Umsókn um leyfi til að starfrækja félagsmiðstöð/samkomuhús fyrir unglinga í verslunarhúsnæði að Vestmannabraut 36 

(92.330.360)

Mál nr. BN030104

Skjalnr.

 

 

Selma Ragnarsdóttir, f.h. stjórnar Hússins, sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar fyrir breyttri starfsemi á neðri hæð Vestmannabrautar 36.  Óskað er eftir að opna vímuefna- og reyklaust samkomuhús fyrir unglinga á neðri hæð Vestmannabrautar 36 skv. meðfylgjandi uppdrætti og bréfi.

 

Nefndin samþykkti þann 7. 10. 2003 að senda erindið í grenndarkynningu. Athugasemdir bárust frá þremur aðilum og eru meðfylgjandi.

 

 

Nefndin samþykkir tímabundna breytta notkun á starfsemi neðri hæðar Vestmannabrautar 36 til 15. janúar 2004. Nefndin vill að opnunartími  Hússins verði ekki lengur en til kl. 23:00 þá daga sem opið er og farið verði í hvívetna eftir Skipulags- og byggingarlögum 400/1997 og Byggingarreglugerð 441/1998. 

 

Friðbjörn Valtýsson bókaði:

"Með tilliti til mótmæla íbúa á efri hæð að Vestmannabraut 36, get ég ekki samþykkt breytta notkun á neðri hæð hússins."

 

 


 

Annað

7.

Kirkjuvegur 13, Fyrirspurn v. stækkunar á lóð og byggingu bílskúrs 

(50.630.130)

Mál nr. BN030111

Skjalnr.

240657-5899 Viðar Guðmundsson, Kirkjuvegi 13, 900 Vestmannaeyjar

 

Viðar Guðmundsson óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til byggingarbílskúrs við Kirkjuveg 13.  Bílskúrinn yrði byggður inn í hraunið en Kirkjuvegur 13 stendur við hraunjaðarinn.  Einnig þyrfti að stækka lóð sbr. meðfylgjandi afstöðumynd.

 

Nefndin frestar erindinu.

 

Afgreiðsla BFTR

8.

Garðavegur 16, Steypa vegg utan um lóð 

(26.730.160)

Mál nr. BN030113

Skjalnr.

580298-2309 Gámaþjónusta Vestmannaeyja ehf, Smáragötu 16, 900 Vestmannaeyjar

 

Gámaþjónusta Vestmannaeyja sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að steypa sökkul fyrir girðingu utan um lóð sína að Garðavegi 16 skv. uppdrætti Sigurjóns Pálssonar.

 

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 3.11.2003:

"Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Gámaþjónustu Vestmannaeyja  að steypa sökkul fyrir girðingu og girða af lóða sína skv. umsókn."

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Byggingarleyfisgjald kr. 4,576.-

 

9.

Hásteinsvegur 45, Leyfi til að breyta gluggum og þakkassa á Hásteinsvegi 45 

(34.330.450)

Mál nr. BN030107

Skjalnr.

141060-2289 Arnar Andersen, Hásteinsvegi 45, 900 Vestmannaeyjar

291160-3369 Ragnheiður Sigurkarlsdóttir, Hásteinsvegi 45, 900 Vestmannaeyjar

 

Arnar Andersen óskar eftir leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að breyta gluggum og þakkassa á húsi sínu að Hásteinsvegi 45 skv. meðfylgjandi uppdrætti TPZ ehf.

 

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 15.10.2003:

"Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Arnari Andersen að breyta gluggum og þakkassa á húsi sínu að Hásteinsvegi 45 skv. innlögðum uppdrætti. Stærðir opnanlegra faga skulu vera skv. 159. gr. byggingarreglugerðar 441/1998.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Byggingarleyfisgjald kr. 4,568.-

 

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:20

Friðbjörn Valtýsson

Stefán Þór Lúðvíksson

Stefán Óskar Jónasson

Skæringur Georgsson

Guðríður Ásta Halldórsdóttir

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159