30.10.2003

Menningarmálanefnd 30. Október

 
Menningarmálanefnd 30. Október 2003 Menningarmálanefnd 30. Október 2003
192. fundur menningarmálanefndar Vestmannaeyjabæjar var haldinn í
Ráðhúsinu fimmtudaginn 30. október 2003 kl. 12.30. Mætt voru Sigríður
Bjarnadóttir, Sigurður E. Vilhelmsson og Selma Ragnarsdóttir. Auk þeirra
sat fundinn Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og
menningarsviðs.

1. mál
Umsókn um stöðu menningarfulltrúa. Ein umsókn barst og samþykkir
menningarmálanefnd ráðningu Sigurgeirs Jónssonar að fenginni umsögn
framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs. Selma óskar bókað að hún
samþykki ráðninguna með þeim fyrirvara að ráðningin sé frá 1.nóv 2003 -
1.ágúst 2004 og að um 50% stöðu sé að ræða, á móti nýráðnum
fræðslufulltrúa, sem verður í 50% starfi fyrst um sinn.

2. mál
Umsókn um 50% stöðu bókasafns- og upplýsingafræðings. Ein umsókn barst og
samþykkir menningarmálnefnd ráðningu Höllu Einarsdóttur að fenginni umsögn
forstöðumanns Safnahúss. Þar sem umsækjandi hefur ekki sérmenntun á
starfssviðinu verður ráðning tímabundin til 1. júní n.k. og skal staðan þá
auglýst að nýju.

3. mál
Umsókn um styrk frá Axel Valdimar Gunnlaugssyni vegna útkomu bókarinnar
"Eldgos í garðinum". Menningarmálanefnd samþykkir að styrkja útgáfu
bókarinnar um 20.000 krónur.

4. mál
Erindi frá Úlfari Þormóðssyni um styrk frá Vestmannaeyjabæ til útgáfu og
kaupa á bók hans um Tyrkjaránið 1627. Bókin kemur út í þremur bindum á
næstu árum. Menningarmálanefnd styður tillögur framkvæmdastjóra og
forstöðumann Safnahúss um kaup á verkinu enda komi fjármunir til þess af
fjárveitingu bókasafnsins til bókakaupa.

Önnur mál
Andrés ræddi frekar fyrirkomulag listamannalauna bæjarins. Nefndin telur
mikilvægt að halda áfram endurskoðun til framtíðar á reglum varðandi
veitingu þeirra.


Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 13.10.

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159