16.10.2003

Umhverfisnefnd 16. Október

 
Umhverfisnefnd 16. Október 2003 Umhverfisnefnd 16. Október 2003
41. fundur fimmtudag 16. október 2003 kl. 17:00.

Mætt voru: Hallgrímur Rögnvaldsson, Steinunn Jónatansdóttir, Sigurður Páll Ásmundsson.
Embættismenn: Bergur Ágústsson bæjarstjóri, Frosti Gíslason framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs og Kristján Bjarnason garðyrkjustjóri.

1. mál
Náttúruverndaráætlun

Frosti greindi frá nýafstöðnu Umhverfisþingi sem haldið var í Reykjavík dagana 14.-15.nóvember.
Umhverfisnefnd fagnar því að Vestmannaeyjar séu hluti af Náttúruverndaráætlun og felur framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar að framgangi málsins og undirbúningi verkefnisins í samvinnu við hagsmunaaðila.
2. mál
Borist hefur afriti af bréfi Gunnars Árnasonar til landbúnaðarráðherra um gróðurfarsrannsóknir.
Bréfið var upplesið.
Bókun Sigurðar Páls: ,,Skil ekki alveg hvernig vísindaleg niðurstaða getur fengist af sögusögnum manna, eða hvernig hugsanlega væri hægt að byggja einhverja rannsókn á slíkum forsendum.”

3. mál
Staðardagskrá 21 (www.samband.is/stadardagskra )
Umhverfisnefnd felur framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs í samvinnu við garðyrkjustjóra að vinna frekari framkvæmd málsins.

4. mál
Samþykkt um búfjárhald í Vestmannaeyjum
Umhverfisnefnd fagnar því að ný samþykkt um búfjárhald í Vestmannaeyjum skuli loks hafa verið undirrituð.

5. mál
Sorpa-Búastaðagryfja

Sigurður Páll óskaði eftir upplýsingum varðandi sorpförgunarmál, Frosti greindi frá stöðu mála.
Umhverfisnefnd leggur til að lögð verði aukin áhersla á flokkun úrgangs. Nefndin felur garðyrkjustjóra að kanna leiðir til nýtingar á lífrænum úrgangi.

6. mál
Mótorkrossfélag og umgengni um hraunið
Tillaga Sigurðar Páls: ,,Legg til að gerður verði skriflegur samningur við Mótorkrossfélag Vestmannaeyja um nýtingu svæðisins.”
Umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og felur framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna að framgangi málsins.

Önnur mál

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl: 19:10.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159