07.10.2003

Skipulagsnefnd 7. Október

 
Skipulagsnefnd 7. Október 2003 Skipulagsnefnd 7. Október 2003 Árið 2003, þriðjudaginn 7. október kl. 17:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja 1486. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi tæknideildar, Tangagötu 1.

Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Helgi Bragason, Stefán Þór Lúðvíksson, Stefán Óskar Jónasson og Skæringur Georgsson

Eftirtaldir embættismenn kynntu mál: Jökull Pálmar Jónsson og Frosti Gíslason

Þetta gerðist:

Skipulagsmál
1. Aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014, Lögð er fram 3. tillaga að Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014 frá 30. september 2003 Mál nr. BN030098Skjalnr.
690269-0159 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjar

Vinnuhópur um endurskoðun aðalskipulags leggur fyrir skipulags- og byggingarnefnd 3. tillögu að Aðalskipulagi Vestmanneyja 2002-2014 frá 30. september 2003 og óskar eftir leyfi til að auglýsa tillöguna.

Nefndin samþykkir 3.tillögu að Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014 og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. gr. 6.2.2 skipulagsreglugerðar nr.400/1998.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Umferðarmál
2. Brekkugata, Ósk um að Brekkugata verði gerð að einstefnu til norðurs Mál nr. BN030095Skjalnr.
070432-3239 Nicholína Rósa Magnúsdóttir , Brekkugötu 9, 900 Vestmannaeyjar

Nicholína R. Magnúsdóttir óskar eftir því við skipulags- og byggingarnefnd að Brekkugata verði gerð að einstefnugötu til norðurs í meðfylgjandi bréfi. Undir bréfið rita íbúar Brekkugötu 1-13.

Nefndin samþykkir að senda erindið í grenndarkynningu til þeirra íbúa Illugagötu með innkeyrslur frá Brekkugötu.
 

3. Reglubraut, Tillaga að Reglubraut verði gerð að einstefnu frá Skólavegi í vestur. Mál nr. BN030105Skjalnr.
690269-0159 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að Reglubraut verði gerð að einstefnugötu frá Skólavegi í vestur að Vestmannabraut 58B (Sambýlinu).

Nefndin samþykkir að senda erindið í grenndarkynningu til íbúa Reglubrautar.

Bréf
4. Heiðarvegur 1, Bréf frá Þorkeli Húnbogasyni vegna hávaðamála milli Prófastsins og Gistiheimilisins Heimis (35.530.010) Mál nr. BN030094Skjalnr.
240446-3249 Þorkell Andersen, Hrauntúni 29, 900 Vestmannaeyjar

Skipulags- og byggingarnefnd hefur borist bréf frá Þorkeli Húnbogasyni f.h. Gistiheimilisins Heimis, vegna hávaðamála milli Prófastsins og Gistiheimilisins.

Nefndin hefur móttekið erindið og bendir á að eftirlit með hávaðamengun er í höndum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Helgi Bragason vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Annað
5. Útskrift úr fundargerð bæjarráðs frá 22. september 2003, Bæjarráð vísar aftur til skipulags- og byggingarnefndar 1. máli úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 15.09.2003 v. ráðningu í starf skipulags- og byggingarfulltrúa Mál nr. BN030103Skjalnr.
690269-0159 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjar

Bæjarráð vísar aftur til skipulags- og byggingarnefndar 1. máli úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 15. september s.l., þar sem fjallað var umfyrirliggjandi umsóknir um starf skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem núverandi skipulags- og byggingarfulltrúi hefur dregið uppsögn sína til baka.

Nefndin samþykkir að núverandi skipulags- og byggingarfulltrúi starfi áfram.

Bréf
6. Ráðning Skipulags- og byggingarfulltrúa, Bréf frá umsækjanda um starf skipulags- og byggingarfulltrúa sem var auglýst í ágúst 2003 Mál nr. BN030100Skjalnr.

Fyrir liggur bréf frá Lofti Þorsteinssyni, öðrum umsækjanda um starf skipulags- og byggingarfulltrúa Vestmannaeyja, sem auglýst var í ágúst 2003.

Með vísan til afgreiðslu 5. máls á dagskrá fundarins verður nefndin ekki við erindinu.

Nýbyggingar
7. Eiði 3, Olíubirgðastöð á Eiðinu, nýbygging (99.982.030) Mál nr. BN030099Skjalnr.
590269-1749 Skeljungur hf, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík
660695-2069 Olíudreifing hf., Básaskersbryggja 6, 900 Vestmannaeyjar

Fyrir liggur umsókn frá Skeljungi hf. og Olíudreifingu hf. um að endurbyggja og stækka olíubirgðastöðvar sínar á Eiðinu skv. meðfylgjadi uppdráttum teiknistofunnar Tekton.

Nefndin samþykkir erindið.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
Byggingarleyfisgjald: kr. 97,365.-

Breytingar
8. Brattagata 8, Leyfi til að byggja garðstofu við Bröttugötu 8 (12.530.080) Mál nr. BN030101Skjalnr.
270941-4439 Borgþór Eydal Pálsson, Bröttugötu 8, 900 Vestmannaeyjar

Borgþór Eydal Pálsson sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að byggja garðstofu við hús sitt að Bröttugötu 8 skv. meðfylgjandi uppdráttum TPZ ehf.

Nefndin samþykkir erindið.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.
Byggingarleyfisgjald: kr. 6,589.-

9. Áshamar 25, Umsókn um leyfi til að hækka þak Mál nr. BN030090Skjalnr.
171162-4089 Garðar Rúnar Garðarsson, Ashamri 25, 900 Vestmannaeyjar

Garðar Garðarsson sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að hækka þak á íbúð sinni að Áshamri 25 skv. meðfylgjandi uppdráttum Ágústs Hreggviðssonar.

Fyrir liggur samþykki nágranna Garðars á Áshamri 17-23 og Áshamri 37-35

Nefndin samþykkir erindið.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.
Byggingarleyfisgjald: kr. 6,986.-

10. Brekastígur 10, Leyfi til að stækka kvist á Brekastíg 10 (14.030.100) Mál nr. BN030102Skjalnr.
240947-3079 Margrét Júlíusdóttir, Brekastíg 10, 900 Vestmannaeyjar

Margrét Júlíusdóttir sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að stækka kvist á húsi sínu að Brekastíg 10, skv. meðfylgjandi uppdráttum Sigurjóns Pálssonar, byggingartæknifræðings.

Nefndin samþykkir erindið.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.
Byggingarleyfisgjald kr. 5,064.-
11. Vestmannabraut 36, Umsókn um leyfi til að starfrækja félagsmiðstöð/samkomuhús fyrir unglinga í verslunarhúsnæði að Vestmannabraut 36 (92.330.360) Mál nr. BN030104Skjalnr.

Selma Ragnarsdóttir, f.h. stjórnar Hússins, sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar fyrir breyttri starfsemi á neðri hæð Vestmannabrautar 36. Óskað er eftir að opna vímuefna- og reyklaust samkomuhús fyrir unglinga á neðri hæð Vestmannabrautar 36 skv. meðfylgjandi uppdrætti og bréfi.

Nefndin samþykkir að senda erindið í grenndarkynningu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa framgang málsins.

Annað
12. Brattagata 31, Fyrirspurn um stækkun bílskúrs við Bröttugötu 31 (12.530.310) Mál nr. BN030106Skjalnr.
281271-4669 Annika V. Geirsdóttir, Faxastíg 43, 900 Vestmannaeyjar
220875-5989 Jón Gísli Benónýsson, Faxastíg 43, 900 Vestmannaeyjar

Annika Geirsdóttir og Jón Benónýsson óska eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til stækkunar á bílskúr við Bröttugötu 31 skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Nefndin er hlynnt erindinu enda falli útlit skúrsins að umhverfinu. Taka skal mið af 113. gr. byggingarreglugerðar 441/1998. Erindið verður tekið fyrir þegar fullnaðarteikningar liggja fyrir.

Afgreiðsla BFTR
13. Bessahraun 13, Heimild til byrjunarframkvæmda á lóðinni að Bessahrauni 13 Mál nr. BN030096Skjalnr.
061074-3339 Magnús Sigurðsson, Hólagötu 10, 900 Vestmannaeyjar

Magnús Sigurðsson óskar eftir leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að hefja byrjunarframkvæmdir á lóðinni að Bessahrauni 13.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 30.09.2003:
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Magnúsi Sigurðssyni, að kanna jarðveg á byggingarlóð sinni að Bessahrauni 13, þ.e. fyrir byggingu íbúðarhúss, einbýlishúss, og fer sú könnun fram á ábyrgð lóðarhafa. Umsækjanda var úthlutað ofangreindri lóð á fundi skipulagsnefndar þann 03. desember 2002, sbr. uppdráttur tæknideildar frá árinu 2002. Heimild þessi nær til graftrar og aðstöðusköpunar, en áður en bygging rís úr jörðu skulu liggja fyrir samþykktir uppdrættir. Afgreiðsla þessi er skv. ákvæðum byggingarreglugerðar nr. 441/1998, 1. kafli gr. 13.2.
Formleg afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar á erindinu verður send til umsækjanda að lokinni umfjöllun nefndarinnar. Sú afgreiðsla verður í framhaldinu tekin fyrir í bæjarstjórn og ef nefndin og bæjarstjórn eru samþykkar framkvæmdum, er byggingarleyfi gefið út sbr. gr. 13.1. í byggingareglugerð nr. 441/1998.
Gjald: kr. 7,954.-
14. Höfðavegur 2, Leyfi til að fjarlægja skorstein (46.030.020) Mál nr. BN030097Skjalnr.
010827-4779 Sveinn Hjörleifsson, Höfðavegur 2, 900 Vestmannaeyjar

Sveinn Hjörleifsson sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að fjarlægja skorstein á húsi sínu að Höfðavegi 2.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 30.09.2003:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi heimiliar Sveini Hjörleifssyni að fjarlægja skorstein af húsi sínu að Höfðavegi 2."
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
Byggingarleyfisgjald kr. 4,545.-

15. Stóragerði 4, Stöðuleyfi fyrir gám/vinnuskúr að Stóragerði 4 Mál nr. BN030060Skjalnr.
450789-6079 Tvö Þ hf., Asavegi 23, 900 Vestmannaeyjar

Þór Engilbertsson f.h. 2-Þ ehf. sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir gám/vinnuskúr að Stóragerði 4. 2-Þ ehf. er um þessar mundir að byggja tvö parhús við Stóragerði 1-5 og þarf að rýma lóðirnar svo hægt sé af fara í lóðarfrágang.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 15.09.2003: "Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar 2-Þ ehf. að koma fyrir gám/vinnuskúr tímabundið á lóðinni að Stóragerði 4. Leyfi þetta gildir frá 15. september 2003 til 31. október 2003."
Afgreiðslugjald stöðuleyfis: kr. 7,946.-


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30
Helgi Bragason
Stefán Þór Lúðvíksson Stefán Óskar Jónasson
Skæringur Georgsson

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159