06.10.2003

Menningarmálanefnd 6. Október

 
Menningarmálanefnd 6. Október 2003 Menningarmálanefnd 6. Október 2003
191. fundur menningarmálanefndar Vestmannaeyjabæjar haldinn í Lesstofu Safnahússins 6. október 2003 kl. 17.15. Mætt voru Sigríður Bjarnadóttir, Selma Ragnarsdóttir, Sigurður E. Vilhelmsson, Nanna Þóra Áskelsdóttir og Andrés Sigurvinsson

1. mál
Menningarmálanefnd býður nýjan framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs, Andrés Sigurvinsson velkominn til starfa.

2. mál
Kynning á drögum á stefnu í menningarmálum á Suðurlandi .
Formaður kynnir tillögur samstarfshóps á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Vestmannaeyja og Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands. Menningarmálanefnd lýsir ánægju sinni með drögin. Nefndin mun kynna sér þau ítarlega og skila af sér athugasemdum á næsta fundi eða í síðasta lagi fyrstu vikuna í nóvember.

3. mál
Eyjasamstarfsverkefnið “Stille øy” næsta sumar. Andrés stiklaði á stóru í stöðu mála. Mikilvægt er að hefja strax undirbúning heimsóknar Norðmanna á næsta ári. Andrés leggur til að reynt verði að tengja sýningar í lok heimsóknarinnar við goslokadaginn 2004. Nefndin tekur undir það. Fjármögnun þarf að tryggja, m.a. með umsóknum í evrópska og innlenda styrktarsjóði. Nefndin samþykkti að fela Sigurði E. Vilhelmssyni að vinna með Andrési að styrkumsóknum.

4. mál
“Frændur okkar Færeyingar” Andrés kynnti færeyska daga sem haldnir verða í nóvember á vegum ferðamálaaðila og annarra. Menningarmálanefnd lýsir ánægju sinni með framtakið.

5. mál
“Sjórán í Norður Atlantshafi” / Menning 2000 – Culture 2000. Nanna Þ. Áskelsdóttir kynnti hugmyndir að ráðstefnu sept / okt 2004. Nefndin felur Nönnu og Andrési að halda áfram undirbúningi málsins.

6. mál
Andrés lagði til að drögum að dagskrá og fylgigögnum verði dreift til nefndarmanna a.m.k. tveimur dögum fyrir fund. Nefndarmenn lýstu ánægju með þessar tillögur Andrésar.

7. mál
Andrés velti upp hugmyndum um breytingar á tilhögun listamannalauna. Nefndin tekur undir með Andrési að þessi mál þurfi að taka til endurskoðunar.

8. mál
Rætt var um kaup bæjarins á listaverkum. Nefndarmenn voru sammála um að þau mál þurfi að setja í fastar skorður. Eðlilegast væri að formleg nefnd á vegum bæjarins tæki allar ákvarðanir um kaup bæjarins á listaverkum.

9. mál
Ási í Bæ hefði orðið níræður á næsta ári. Menningarmálanefnd telur mikilvægt að staðið verði vel að hátíðarhöldum í tilefni afmælisins.


10. mál
Rætt var um ástand húsnæðis Listaskólans. Nefndin telur brýnt að vélasal Listaskólans verði komið í viðunandi horf.

11. mál
Nanna kynnti viðburði næstu vikna á vegum safnanna.

Fleira ekki bókað og fundi slitið 19:43

Sigríður Bjarnadóttir
Selma Ragnarsdóttir
Andrés Sigurvinsson
Sigurður E. Vilhelmsson
Nanna Þ. Áskelsdóttir.
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159