15.09.2003

Skipulagsnefnd 15. September

 
Skipulagsnefnd 15. September 2003 Skipulagsnefnd 15. September 2003
Árið 2003, mánudaginn 15. september kl. 08:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja 1485. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi tæknideildar, Tangagötu 1.

Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Friðbjörn Valtýsson, Stefán Þór Lúðvíksson, Stefán Óskar Jónasson, Helgi Bragason og Hallgrímur S Rögnvaldsson

Eftirtaldir embættismenn kynntu mál: Jökull Pálmar Jónsson og Frosti Gíslason

Þetta gerðist:

Annað
1. Starf skipulags- og byggingarfulltrúa Vestmannaeyja, Fyrirliggjandi umsóknir um starf skipulags- og byggingarfulltrúa Vestmannaeyja Mál nr. BN030082Skjalnr.
skipul-full Skipulags- og byggingarfulltrúi , Tangagötu 1 , 900 Vestmannaeyjar

Vestmannaeyjabær leggur fyrir skipulags- og bygginganefnd fyrirliggjandi umsóknir um starf skipulags- og byggingafulltrúa. Alls bárust tvær umsóknir og hafa bæjarstjóri, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs , formaður nefndarinnar, Stefán Lúðvíksson nefndarmaður og starfandi skipulags- og byggingarfulltrúi rætt við umsækjendur.
Umsækjendur eru þessir:
Loftur Þorsteinsson, kt. 170754-4099 og Sigurður Smári Benónýsson, kt. 141172-4099

Nefndin samþykkir að ráðinn verði Sigurður Smári Benónýsson í starf skipulags- og byggingarfulltrúa. Tilkynna skal öðrum umsækjendum um afgreiðslu nefndarinnar og er óskað eftir að bæjarstjóri gangi frá ráðningunni.

Breytingar
2. Áshamar 25, Umsókn um leyfi til að hækka þak Mál nr. BN030090Skjalnr.
171162-4089 Garðar Rúnar Garðarsson, Áshamri 25, 900 Vestmannaeyjar

Garðar Garðarsson sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að hækka þak á íbúð sinni að Áshamri 25 skv. meðfylgjandi uppdráttum Ágústs Hreggviðssonar.

Nefndin samþykkir að senda erindið í grenndarkynningu. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að vinna að málinu.
 

Afgreiðsla BFTR
3. Hamarsvegur 160736, Umsókn um leyfi til að setja upp milliveggi og björgunarop í Þórsheimili við Hamarsveg. (34.131.000) Mál nr. BN030091Skjalnr.
690269-0159 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjar

Guðmundur Þ.B. Ólafsson sækir um leyfi f.h. Vestmannaeyjabæjar til að setja upp milliveggi og björgunarop í Þórsheimili skv. meðfylgjandi teikningu, þar sem flytja á athvarf og leikfangasafn í Þórsheimilið við Hamarsveg.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 9.9.2003:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Vestmannaeyjabæ að setja upp milliveggi og björgunarop á Þórsheimili skv. meðfylgjandi uppdrætti. Varðandi innra skipulag skal farið eftir ákvæðum 106. gr. byggingarreglugerðar 441/1998. Varðandi stærðir björgunaropa skal farið eftir ákvæðum 159. gr. byggingarreglugerðar 441/1998.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997."
Byggingarleyfisgjöld: kr. 4,545.-

4. Eldfellsvegur, Umsókn um leyfi til að setja upp skilti við Hraundælu við Eldfellsveg Mál nr. BN030092Skjalnr.
520767-0109 Byggðasafn Vestmannaeyja, Safnahúsi, 900 Vestmannaeyjar

Nanna Þ. Áskelsdóttir f.h. Byggðasafns Vestmannaeyja sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að setja upp upplýsingaskilti við hraundælu við Eldfellsveg skv. meðfylgjandi afstöðumynd.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 9.9.2003:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Byggðasafni Vestmannaeyja að setja upp upplýsingaskilti við hraundælu við Eldfellsveg skv. afstöðumund."
Byggingaleyfisgjald kr. 4,545.-
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
 

5. Heiðarvegur 47, Umsókn um leyfi til að endurnýja þakkassa, breyta gluggum og stækka bílskúrshurð að Heiðarvegi 47 (35.530.470) Mál nr. BN030093Skjalnr.
190445-4299 Grímur Magnússon, Heiðarvegi 47, 900 Vestmannaeyjar

Grímur Magnússon sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að breyta gluggum, stækka bílskúrshurð og endurnýja þakkassa á Heiðarvegi 47 skv. meðfylgjandi uppdrætti TPZ ehf.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 10.9.2003:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Grími Magnússyni að breyta gluggum, stækka bílskúrshurð og endurnýja þakkassa skv. uppdrætti TPZ ehf. Stærðir björgunaropa skulu vera skv. 159. gr. byggingarreglugerðar 441/1998."
Byggingarleyfisgjald kr. 4,545.-
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 08:45
Friðbjörn Valtýsson
Stefán Þór Lúðvíksson Stefán Óskar Jónasson
Helgi Bragason Hallgrímur S Rögnvaldsson

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159