02.09.2003

Skipulagsnefnd 2. September

 
Skipulagsnefnd 2. September 2003 Skipulagsnefnd 2. September 2003
Árið 2003, þriðjudaginn 2. september kl. 16:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja 1484. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi tæknideildar, Tangagötu 1.

Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Friðbjörn Valtýsson, Skæringur Georgsson, Stefán Óskar Jónasson, Stefán Þór Lúðvíksson og Helgi Bragason

Eftirtaldir embættismenn kynntu mál: Frosti Gíslason og Jökull Pálmar Jónsson

Þetta gerðist:

Umferðarmál
1. Brekkugata, Ósk um að Brekkugata verði gerð að botnlanga Mál nr. BN030071Skjalnr.
070432-3239 Nicholína Rósa Magnúsdóttir , Brekkugötu 9, 900 Vestmannaeyjar

Nicholína Rósa Magnúsdóttir fer fram á það við skipulags- og byggingarnefnd að Brekkugata verði gerð að botnlanga í meðfylgjandi bréfi, undirritað af 10 íbúum Brekkugötu. Farið er fram á þetta vegna gegnumaksturs bifreiða á leið til og frá íþróttamiðstöð.

Á fundi sínum þann 1.7.2003 frestaði nefndin afgreiðslu málsins og fól Tæknideild að leggja fram lausn að málinu.

Nefndin hafnar erindinu.

2. Heiðarvegur 3, Ósk um einkastæði framan við Heiðarveg 3 (35.530.030) Mál nr. BN030080Skjalnr.
050246-7369 Jón Ingi Guðjónsson, Helgafellsbraut 31, 900 Vestmannaeyjar

Jón Ingi Guðjónsson óskar eftir því við Skipulags- og byggingarnefnd að Prófasturinn fái einkastæði framan við húsnæði að Heiðarvegi 3.

Á fundi sínum þann 12.08.2003 frestaði nefndin afgreiðslu erindis.

Nefndin hafnar erindinu.
 

3. Hraðatakmarkanir á Höfðavegi, Íbúar við Höfðaveg og Stapaveg óska eftir aðgerðum til að takmarka ökuhraða á Höfðavegi Mál nr. BN030058Skjalnr.
270963-5449 Björgvin Björgvinsson, Höfðavegi 57, 900 Vestmannaeyjar

Björgvin Björgvinsson f.h. 32 íbúa við Höfðaveg og Stapaveg fer þess á leit, í meðfylgjandi bréfi, við skipulags- og byggingarnefnd að gerðar verði ráðstafanir til að minnka ökuhraða á Höfðavegi með einhverjum hætti.
Á fundi sínum þann 10.06.2003 fól nefndin formanni og byggingarfulltrúa að funda með fulltrúum bréfritara.

Nefndin felur Umhverfis- og Framkvæmdasviði framvindu málsins í samræmi við umræður á fundinum.

4. Útskrift úr fundargerð bæjarráðs frá 21. júlí 2003, Afrit af bréfi frá Oddi Júlíussyni þar sem bent er á lausn varðandi bílastæði við Heimagötu Mál nr. BN030075Skjalnr.
010257-3879 Oddur Björgvin Júlíusson, Brekastígur 7b, 900 Vestmannaeyjar

Fyrir liggur bréf frá Oddi B. Júlíussyni þar sem hann bendir á að leysa megi bílastæðavanda við Heimagötu með því að útbúa bílastæði austan við hús KFUM.

Nefndin sér ekkert því til fyrirstöðu að svæðið austan við hús KFUM verði nýtt sem bílastæði enda fáist til þess samþykki nágranna og fjárveiting.

5. Vestmannabraut 27, 29 og 31, Bílastæði á lóðum við Vestmannabraut 27, 29 og 31 (92.330.270) Mál nr. BN030057Skjalnr.
200143-3459 Gísli Valur Einarsson, Birkihlíð 4, 900 Vestmannaeyjar

Gísli Valur Einarsson f.h. Þórshamars hf. óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar gagnvart því að útbúin verði bílastæði á lóð sem nær yfir Vestmannabraut 29,29 og 31.

Nefndin sér ekkert því til fyrirstöðu að útbúin verði tímabundin bílastæði á lóðunum á meðan ekki liggur fyrir umsókn um lóðirnar og þeim ekki úthlutað. Nefndin óskar eftir nánari útfærslu á bílastæðum.
 

Nýbyggingar
6. Bárustígur 6, Fyrirspurn vegna byggingar bílskúrs (07.130.060) Mál nr. BN030084Skjalnr.
100753-2279 Steindór Árnason, Bárustíg 6, 900 Vestmannaeyjar

Steindór Árnason óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til byggingar bílskúrs á lóð sinni að bárustíg 6, skv. meðfylgjandi afstöðumynd.

Nefndin er hlynnt erindinu enda falli útlit skúrsins að umhverfinu. Taka skal mið af 113. gr. byggingarreglugerðar 441/1998. Erindið verður tekið fyrir þegar fullnaðarteikningar liggja fyrir.

7. Brekkugata 13, Fyrirspurn vegna byggingu bílskúrs (14.230.130) Mál nr. BN030088Skjalnr.
181062-2589 Sigurður Friðrik Karlsson, Brekkugötu 13, 900 Vestmannaeyjar

Sigurður Friðrik Karlsson óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til byggingar bílskúrs við hús hans að Brekkugötu 13.

Nefndin er hlynnt erindinu enda falli útlit skúrsins að umhverfinu. Taka skal mið af 113. gr. byggingarreglugerðar 441/1998. Erindið verður tekið fyrir þegar fullnaðarteikningar liggja fyrir.

Annað
8. Brattagata 12, Nýir uppdrættir af Bröttugötu 12 (12.530.120) Mál nr. BN030083Skjalnr.

Nýir aðaluppdrættir af Bröttugötu 12 eru lagðir inn til samþykktar skipulags- og byggingarnefndar. Uppdrættirnir eru unnir í tengslum við gerð eignaskiptayfirlýsingar fyrir húsnæðið. Uppmæling og uppdrættir eru unnir af TPZ ehf.

Nefndin samþykkir uppdrættina.

9. Starf skipulags- og byggingarfulltrúa Vestmannaeyja, Fyrirliggjandi umsóknir um starf skipulags- og byggingarfulltrúa Vestmannaeyja Mál nr. BN030082Skjalnr.
skipul-full Skipulags- og byggingafulltrúi , Tangagötu 1 , 900 Vestmannaeyjar

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti þær umsóknir sem liggja fyrir um starf skipulags- og byggingarfulltrúa, en umsóknarfrestur rann út þann 27. ágúst s.l.
Alls bárust tvær umsóknir og hefur verið haft samband við alla umsækjendur.

Nefndin kynnti sér fyrirliggjandi umsóknir og felur formanni nefndarinnar, bæjarstjóra, skipulags- og byggingarfulltrúa og framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs og Stefáni Lúðvíkssyni nefndarmanni að ræða við umsækjendur.

Afgreiðsla BFTR
10. Brekastígur 29, Leyfi til að klæða hús, skipta um glugga og rífa skorstein (14.030.290) Mál nr. BN030087Skjalnr.
250751-3549 Þorbjörn Númason , Brekastíg 29, 900 Vestmannaeyjar

Þorbjörn Númason sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að klæða hús sitt að Brekastíg 29 með áli og stení, rífa skorstein og skipta um og breyta gluggum.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 12.08.2003:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Þorbirni Númasyni að klæða hús sitt, rífa skorstein og skipta um glugga skv. innlögðum uppdrætti."
Byggingarleyfisgjald kr. 4,545.-

11. Foldahraun 39, Leyfi til að gera sólpall (24.130.390) Mál nr. BN030085Skjalnr.
220442-4389 Ingi Steinn Ólafsson, Foldahraun 39F, 900 Vestmannaeyjar

Ingi Steinn Ólafsson sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að gera sólpall við íbúð sína að Foldahrauni 39. Ingi lagði fram útskrift úr fundargerð húsfundar foldahrauns 39 frá 19.05.2003 þar sem það er samþykkt.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 12.08.2003:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Inga Steini Ólafssyni að reisa sólpall við íbúða sína að Foldahrauni 39F"
Byggingarleyfisgjald kr. 4,545.-

12. Vestmannabraut 28, Leyfi til breyta gluggum (92.330.280) Mál nr. BN030086Skjalnr.
470592-2499 Hótel Þórshamar hf, Vestmannabraut 28, 900 Vestmannaeyjar

Guðmundur Elíasson f.h. Hótels Þórshamars sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að breyta gluggum á norðurhlið Vestmannabrautar 28 skv. meðfylgjandi teikningu VST.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 12.08.2003:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Hótel Þórshamri breyta gluggum skv. innlögðum uppdrætti."
Byggingarleyfisgjald kr. 4,545.-

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:50
Friðbjörn Valtýsson
Skæringur Georgsson Stefán Óskar Jónasson
Stefán Þór Lúðvíksson Helgi Bragason

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159