12.08.2003

Skipulagsnefnd 12. Ágúst

 
Skipulagsnefnd 12. Ágúst 2003 Skipulagsnefnd 12. Ágúst 2003
Árið 2003, þriðjudaginn 12. ágúst kl. 16:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja 1483. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi tæknideildar, Tangagötu 1.

Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Friðbjörn Valtýsson, Skæringur Georgsson, Stefán Óskar Jónasson, Helgi Bragason og Guðríður Ásta Halldórsdóttir

Eftirtaldir embættismenn kynntu mál: Jökull Pálmar Jónsson


Þetta gerðist:


Umferðarmál
1. Brekkugata, Ósk um að Brekkugata verði gerð að botnlanga Mál nr. BN030071Skjalnr.
070432-3239 Nicholína Rósa Magnúsdóttir , Brekkugötu 9, 900 Vestmannaeyjar

Nicholína Rósa Magnúsdóttir fer fram á það við skipulags- og byggingarnefnd að Brekkugata verði gerð að botnlanga í meðfylgjandi bréfi, undirritað af 10 íbúum Brekkugötu. Farið er fram á þetta vegna gegnumaksturs bifreiða á leið til og frá íþróttamiðstöð.

Á fundi sínum þann 1.7.2003 frestaði nefndin afgreiðslu málsins og fól Tæknideild að leggja fram lausn að málinu.

Nefndin frestar erindinu.

2. Heiðarvegur 3, Ósk um einkastæði framan við Heiðarveg 3 (35.530.030) Mál nr. BN030080Skjalnr.
050246-7369 Jón Ingi Guðjónsson, Helgafellsbraut 31, 900 Vestmannaeyjar

Jón Ingi Guðjónsson óskar eftir því við Skipulags- og byggingarnefnd að Prófasturinn fái einkastæði framan við húsnæði að Heiðarvegi 3.

Nefndin frestar erindinu.

3. Hraðatakmarkanir á Höfðavegi, Íbúar við Höfðaveg og Stapaveg óska eftir aðgerðum til að takmarka ökuhraða á Höfðavegi Mál nr. BN030058Skjalnr.
270963-5449 Björgvin Björgvinsson, Höfðavegi 57, 900 Vestmannaeyjar

Björgvin Björgvinsson f.h. 32 íbúa við Höfðaveg og Stapaveg fer þess á leit, í meðfylgjandi bréfi, við skipulags- og byggingarnefnd að gerðar verði ráðstafanir til að minnka ökuhraða á Höfðavegi með einhverjum hætti.
Á fundi sínum þann 10.06.2003 fól nefndin formanni og byggingarfulltrúa að funda með fulltrúum bréfritara.

Nefndin frestar erindinu.
4. Útskrift úr fundargerð bæjarráðs frá 21. júlí 2003, Afrit af bréfi frá Oddi Júlíussyni þar sem bent er á lausn varðandi bílastæði við Heimagötu Mál nr. BN030075Skjalnr.
010257-3879 Oddur Björgvin Júlíusson, Brekastígur 7b, 900 Vestmannaeyjar


Fyrir liggur bréf frá Oddi B. Júlíussyni þar sem hann bendir á að leysa megi bílastæðavanda við Heimagötu með því að útbúa bílastæði austan við hús KFUM.

Nefndin frestar erindinu.

Nýbyggingar
5. Heiðarvegur 56, Umsókn um leyfi til að stækka rishæð á íbúðarhúsi að Heiðarvegi 56 (35.530.560) Mál nr. BN030074Skjalnr.
070226-7669 Hallgrímur Þórðarson, Heiðarvegi 56, 900 Vestmannaeyjar

Hallgrímur Þórðarson sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að stækka rishæð á húsi að Heiðarvegi 56 skv. meðfylgjandi teikningum TPZ ehf.

Nefndin samþykkir erindið. Frestur er gefinn til 12. september 2003 til að skila inn skráningartöflu.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.
Byggingarleyfisgjöld kr. 9,160.-


6. Kirkjuvegur 100, Leyfi til að byggja við safnaðarheimili (50.631.000) Mál nr. BN030070Skjalnr.
710169-0639 Landakirkja, Kirkjuvegi 100, 900 Vestmannaeyjar

F.h. Sóknarnefndar Landakirkju óskar Páll Zóphóníasson eftir leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að byggja við Landakirkju skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Á fundi sínum þann 1.7.2003 frestaði nefndin afgreiðslu málsins. Niðurstöður grenndarkynningar liggja fyrir. Engin athugasemd barst frá húseigendum við Vallargötu.

Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Vinnueftirlitsins og Brunamálastofnunnar. Framkvæmdir skulu ekki hefjast fyrr en umsagnir Brunamálastofnunnar og Vinnueftirlits liggja fyrir.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.
Byggingarleyfisgjöld kr. 54,994.-
 

Breytingar
7. Strandvegur 102, Breyttir uppdrættir af endurbyggingu Ísfélagsins. (84.131.020) Mál nr. BN030078Skjalnr.
660169-1219 Ísfélag Vestmannaeyja hf, Strandvegi 28, 900 Vestmannaeyjar

TPZ ehf. leggur fram breyttar teikningar af endurbyggingu Ísfélags Vestmannaeyja. Breytingar felast aðallega í innkeyrslu í port Ísfélagsins og lækkun skjólvegga í kringum portið.

Nefndin samþykkir innlagðar teikningar.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997


Annað
8. Bárustígur 7, Kvartanir vegna loftrása frá bakaríi (07.130.070) Mál nr. BN030062Skjalnr.
480284-0549 Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Austurvegur 56, 800 Selfoss

Borist hefur bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna málefna Bárustígs 7. Í bréfinu er farið fram á að gerðar verði þær kröfur til bakarísins að loftrásir, sem eru á suðurgafli hússins, verði færðar upp fyrir þakbrún. Jafnframt liggur fyrir bréf frá lögfræðingi íbúðareiganda að Bárustíg 9 þar sem farið er fram á að umræddar loftrásir gangi ekki yfir lóðarmörk eins og þær gera í dag.

Rörin ná yfir lóðarmörk Bárustígs 9. Nefndin telur að úrbóta sé þörf og felur byggingarfulltrúa að kynna það fyrir eigendum Bárustígs 7 og óska eftir tillögu að úrlausn.


9. Útskrift úr fundargerð bæjarráðs frá 21. júlí 2003, Afrit af bréfi Láru Júlíusdóttur, hrl. þar sem farið er fram á að Vestmannaeyjabær gangi til samninga um kaup á Bárustíg 9. Mál nr. BN030076Skjalnr.
240840-2359 Gísli Engilbertsson, Tjarnarbraut 27, 220 Hafnarfjörður

Fyrir liggur bréf frá Láru V. Júlíusdóttur, hrl. þar sem farið er fram á að Vestmannaeyjabær gangi til samninga við íbúðareigendur að Bárustíg 9 efri hæð um kaup á íbúðinni.

Skipulags- og byggingarnefnd telur það ekki í sínum verkahring að semja um uppkaup á húsnæði og vísar málinu til bæjarráðs.

 

Afgreiðsla BFTR
10. Gatnamót Hamarsvegar/Áshamars, Tímabundin bílastæði vestan við raðhús í Áshamri Mál nr. BN030072Skjalnr.
580169-7759 Golfklúbbur Vestmannaeyja, Torfmýrarvegi, 900 Vestmannaeyjar


Vegna fyrirhugaðs Íslandsmóts í golfi sem haldið verður í Vestmannaeyjum dagana 23.- 27. júli óskar Helgi Bragason eftir leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að útbúa tímabundin bílastæði á grasflöt á gatnamótum Hamarsvegar og Áshamars vestan við raðhús.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 23.07.2003:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Golfklúbbi Vestmannaeyja að merkja bílastæði á grasflöt á gatnamótum Hamarsvegar og Áshamars á meðan íslandsmót í golfi 2003 stendur yfir í Vestmannaeyjum.
Afgreiðslugjald kr. 4,553.-"
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997


11. Strembugata 13, Umsókn um leyfi til að setja upp geymsluherbergi í norðaustur horni Hallarinnar. (84.331.000) Mál nr. BN030081Skjalnr.
480900-2780 Karató ehf, Strembugötu 13, 900 Vestmannaeyjar

Karató ehf. sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að reisa herbergi í norðausturhorni Hallarinnar skv. meðfylgjandi teikningum TPZ ehf.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 11.08.2003:
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Karató að útbúa herbergi í norðausturhorni Hallarinnar skv. teikningum TPZ ehf.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
Byggingarleyfisgjald kr. 4,560.-

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30
Friðbjörn Valtýsson
Skæringur Georgsson Stefán Óskar Jónasson
Helgi Bragason Guðríður Ásta Halldórsdóttir

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159