01.07.2003

Skipulagsnefnd 1. Júlí

 
Skipulagsnefnd 1. Júlí 2003 Skipulagsnefnd 1. Júlí 2003 Skipulagsnefnd 1. júlí 2003

Árið 2003, þriðjudaginn 1. júlí kl. 16:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja 1482. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi tæknideildar, Tangagötu 1.

Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Friðbjörn Valtýsson, Sigurður Páll Ásmundsson, Skæringur Georgsson, Stefán Óskar Jónasson og Helgi Bragason

Eftirtaldir embættismenn kynntu mál: Jökull Pálmar Jónsson og Tryggvi Kristinn Ólafsson

Þetta gerðist:

Umferðarmál
1. Brekkugata, Ósk um að Brekkugata verði gerð að botnlanga Mál nr. BN030071Skjalnr.

Nicholína Rósa Magnúsdóttir fer fram á það við skipulags- og byggingarnefnd að Brekkugata verði gerð að botnlanga í meðfylgjandi bréfi, undirritað af 10 íbúum Brekkugötu. Farið er fram á þetta vegna gegnumaksturs bifreiða á leið til og frá íþróttamiðstöð.

Nefndin frestar afgreiðslu og felur tæknideild Vestmannaeyjabæjar að leggja fram tillögu að lausn.

2. Hamarsvegur, Ósk um takmarkanir á umferð Mál nr. BN030068Skjalnr.
580169-7759 Golfklúbbur Vestmannaeyja, Torfmýrarvegi, 900 Vestmannaeyjar

F.h. Golfklúbbs Vestmannaeyja óskar Elsa Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri, að skipulags- og byggingarnefnd heimili lokun á Hamarsvegi frá gatnamótum við Áshamar að innkeyrslu að Þórsvelli, daganna 23. til og með 27. júlí n.k. Einnig er óskað eftir því að umferð um Hamarsveg, frá gatnamótum við Áshamar að gatnamótum við Búhamar, verði takmörkuð við 30 km/klst hámarkshraða dagana 26. og 27. júlí n.k. Farið er fram á ofangreindar ráðstafanir vegna komandi Íslandsmóts í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum dagana 24. - 27. júlí.

Nefndin er hlynnt erindinu og felur byggingarfulltrúa að vinna að málinu í samráði við lögregluna og GV.


Nýbyggingar
3. Kirkjuvegur 100, Leyfi til að bygga við safnaðarheimili (50.631.000) Mál nr. BN030070Skjalnr.
710169-0639 Landakirkja, Kirkjuvegi 100, 900 Vestmannaeyjar

F.h. Sóknarnenfndar Landakirkju óskar Páll Zóphóníasson eftir leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að byggja við Landakirkju skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Nefndin frestar erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna tillöguna fyrir íbúum Vallargötu og auglýsa fyrir bæjarbúum.

4. Vesturvegur 5, Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi með blandaða notkun á Baldurshagareit Mál nr. BN030065Skjalnr.
711296-3289 Teiknistofa Páls Zóphóníass ehf , Kirkjuvegi 23, 900 Vestmannaeyjar

Fyrir liggur umsókn frá Teiknistofu Páls Zóphóníassonar ehf. um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi með blandaða notkun á Baldurshagareit.

Á fundi þann 10.06.2003 frestaði nefndin afgreiðslu erindis og óskaði eftir fundi með umsækjendum.

Nefndin er hlynnt erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útfæra breytingu á deiliskipulagi í samræmi við innlagðar teikningar. Jafnframt er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að leggja fram tillögu að bílastæðum á auðu svæði milli Bárustígs og Kirkjuvegar.


Annað
5. Skildingavegur 6B, Áskorun skipulags- og byggingarnefndar um að laga húsnæði og snyrta lóð (75.630.062) Mál nr. BN020103Skjalnr.
skipul-full Skipulags- og byggingafulltrúi , Tangagötu 1 , 900 Vestmannaeyjar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram bréf sem send hafa verið eigendum að Skildingavegi 6B vegna bágs ástands húss og lóðar. Bréfin, í samræmi við 41. gr. laga nr. 73/1997, dagsett 12.07.2001, 10.09.2001, 09.10.2002 og 06.06.2003 eru áskoranir byggingarfulltrúa til eigenda Skildingavegar 6B um að grípa til viðeigandi ráðstafana vegna bágs ástands húseignar og lóðar.
Byggingarfulltrúi fer fram á að skipulags- og byggingarnefnd grípi til aðgerða til að knýja fram úrbætur sbr. heimild í 57. gr. laga nr. 73/1997 enda hafa húseigendur ekki sinnt fyrirmælum byggingarfulltrúa.

Nefndin telur ástand og útlit hússins þannig að ekki verður við unað. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt bæjarlögmanni að kanna réttarstöðu bæjarins í málinu.
 

Afgreiðsla BFTR
6. Vestmannabraut 58B, Umsókn um leyfi til að setja upp skjólgirðingu (92.330.582) Mál nr. BN030069Skjalnr.
590592-2779 Þjónustuíbúðir Vestmannabr 58 , Vestmannabraut 58B, 900 Vestmannaeyjar

Sæfinna Sigurgeirsdóttir f.h. þjónustuíbúða fatlaðra sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að setja upp skjólgirðingu við húsnæði að Vestmannabraut 58B skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 27.06.2003:
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar þjónustuíbúðum fatlaðra að setja upp skjólgirðingu skv. innlögðum uppdrætti.
byggingarleyfisgjöld kr. 4,553.-
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:40
Friðbjörn Valtýsson
Sigurður Páll Ásmundsson Skæringur Georgsson
Stefán Óskar Jónasson Helgi Bragason

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159