26.06.2003

Menningarmálanefnd 26. Júní

 
Menningarmálanefnd 26. Júní 2003 Menningarmálanefnd 26. Júní 2003
189. fundur menningarmálanefndar Vestmannaeyjabæjar var haldinn í Ráðhúsinu fimmtudaginn 26. júní 2003 kl. 17.00. Mætt voru Sigríður Bjarnadóttir, Andrés Sigmundsson og Selma Ragnarsdóttir. Auk þeirra sat Sigurður Símonarson fundinn.

Formaður, Sigríður Bjarnadóttir setti fund og stjórnaði honum.


1. mál.
Í framhaldi af tillögu Selmu Ragnarsdóttur af síðasta fundi ( 8. mál ) var auglýst eftir tilboðum í rekstur veitingatjalds á Skanssvæðinu.
Tvær umsóknir hafa borist, frá Aldísi Atladóttur, Herjólfsgötu 7 og Rune Amundsen, Zinobervn 70, Osló.
Formanni og varaformanni er falið að ganga til samninga við Aldísi um aðstöðu og rekstur.

2. mál.
Menningarmálanefnd lýsir ánægju sinni með hvernig til tókst með hátíðarhöldin 17. júní og vill færa framkvæmdastjóra, þeim sem komu fram og bæjarbúum öllum bestu þakkir fyrir.

3. mál.
Lögð fram ljósmynd af líkani af Laufási, sem afhjúpað verður á sýningu í Gallerí Prýði, fimmtudaginn 3. júlí nk. kl. 20.00. Jafnframt var lagður fram texti sá er fylgir líkaninu.

 


Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 17.35.

Sigríður Bjarnadóttir
Selma Ragnarsdóttir
Andrés Sigmundsson
Sigurður R. Símonarson
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159