11.06.2003

Menningarmálanefnd 11. Júní

 
Menningarmálanefnd 11. Júní 2003 Menningarmálanefnd 11. Júní 2003
188. fundur menningarmálanefndar Vestmannaeyjabæjar var haldinn í Ráðhúsinu miðvikudaginn 11. júní 2003 kl. 17.00. Mætt voru Sigríður Bjarnadóttir, Andrés Sigmundsson og Selma Ragnarsdóttir. Auk þeirra sátu Sigurður Símonarson og Hlíf Gylfadóttir fundinn.

Formaður, Sigríður Bjarnadóttir setti fund og stjórnaði honum.
Vegna 1. og 2. máls mætti Andrés Sigurvinsson á fundinn.

1. mál.
Undirbúningur að hátíðarhöldunum 17. júní í ár.
Andrés greindi frá stöðu mála varðandi undirbúning að hátíðarhöldunum sem fram fer að þessu sinni á Stakkagerðistúni. Lýsti hann fyrirhugaðri dagskrá hátíðarhaldanna. Dagskráin mun verða borin í hús eigi síðar en á sunnudaginn 15. júní.

2. mál.
Greint var frá símtali við aðila í Noregi vegna “Stille-øj” verkefnisins, en Norðmenn leggja mikla áherslu á að unnt verði að halda það í Vestmannaeyjum í ár þó það verði ekki í því formi og af þeirri stærðargráðu sem upphaflega áætlunin gerði ráð fyrir.
Niðurstaða menningarmálanefndar er sú að ekki sé unnt að breyta út frá fyrri ákvörðun vegna þeirra aðstæðna sem ráða hér í sumar.

3. mál.
Borist hefur bréf til Byggðasafnsins frá Vinnumálastofnun, dags. 2. júní 2003, þar sem samþykktar eru eftirfarandi beiðnir um styrki til sérstakra verkefna á vegum svæðismiðlana og safnsins:
a) Viðgerð á trillunni Hlýra: 1 starf í 3 mánuði
b) Kynning á Skanssvæði : 2 störf í 2 mánuði.

Menningarmálanefnd þakkar Vinnumálastofnun jákvæð viðbrögð vegna framangreindra umsókna.

4. mál.
Lagt fram bréf frá Lalli Woulio og Harry Salmenniemi sem barst með tölvupósti dags. 29.05.2003 , þar sem hann greinir frá hugmyndum starfshóps um að halda sýningu með ljósmyndum, ljóðum og tónlist. Samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum um hugmyndir þeirra að stærð og umfangi sýningarinnar og tímasetningu hennar.

5. mál.
Lagt fram bréf Nýhil, sem er félagsskapur framsækinna ungra listamanna og skálda, þar sem þeir bjóða fram uppákomur undir heitinu Ljóðapartí 2003.
Menningarmálanefnd samþykkir að koma erindinu á framfæri við aðila í veitingahúsarekstri í Vestmannaeyjum, þar sem viðfangsefnin eigi “ erindi á skemmtistaði fremur en skóla og kirkjur “ að mati bréfritara.

6. mál.
Lagt fram bréf Huldu Hákon myndlistarkonu til menningarmálanefndar, dags. 03.06.2003, þar sem hún leggur til að Högnu Sigurðardóttur arkitekt verði falið að teikna fyrirhugað menningarhús í Vestmannaeyjum.
Menningarmálanefndin hefur fyrir sitt leiti ekkert við tillöguna að athuga en vísar henni til nefndar þeirrar sem fer með málið af hálfu framkvæmdaaðila.

7. mál.
Lagðar fram tölvugerðar myndir sem sýna mögulega afstöðu Blátinds til annara mannvirkja og umhverfis, yrði honum komið fyrir á Skanssvæðinu. Menningarmálanefnd telur rétt að kanna einnig aðra möguleika, t.t. með hugsanlegri tengingu með flotbryggju frá Löngu og fer þess á leit við Tæknideild bæjarins að hún athugi í samvinnu við Hafnarstjórn hvort það er unnt.

8. mál.
Svohljóðandi tillaga barst frá Selmu Ragnarsdóttur:

"Menningarmálanefnd samþykkir að leita nú þegar leiða til þess að koma upp veitinga- og leiklistaraðstöðu á Skanssvæðinu. Verkefnið sem áformað er að standi yfir í a.m.k. mánaðartíma á þessu sumri er hugsað sem tilraunaverkefni í tilefni að 30 ára goslokaafmæli. Ef verkefnið heppnast vel gæti þetta orðið til þess að efla menningartengda ferðaþjónustu í Eyjum. Bæjarsjóður taki að sér að koma upp tjaldaðstöðu ofl. Að öðru leyti verði veitingarekstur á svæðinu boðinn út."
Menningarmálanefnd samþykkir að kanna með auglýsingu hvort einhverjir eru tilbúnir til þess að taka að sér að reka aðstöðuna til reynslu.

9. mál.
Formanni er falið að hafa samband við Sýslumanninn í Vestmannaeyjum um hugmyndir hans á því með hvaða hætti er við hæfi að minnast 150 ára afmælis Herfylkingarinnar í Vestmannaeyjum.


Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 18.45.
Sigríður Bjarnadóttir
Hlíf Gylfadóttir
Selma Ragnarsdóttir
Andrés Sigmundsson
Sigurður R. Símonarson

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159