21.05.2003

Menningarmálanefnd 21. Maí

 
Menningarmálanefnd 21. Maí 2003 Menningarmálanefnd 21. Maí 2003
187. fundur menningarmálanefndar Vestmannaeyjabæjar var haldinn í Ráðhúsinu miðvikudaginn 21. maí 2003 kl. 17.00. Mætt voru Sigríður Bjarnadóttir, Andrés Sigmundsson og Selma Ragnarsdóttir. Auk þeirra sátu Sigurður Símonarson og Nanna Þóra Áskelsdóttir fundinn.

Formaður, Sigríður Bjarnadóttir setti fund og stjórnaði honum.

1. mál.
Undirbúningur að hátíðarhöldunum 17. júní í ár.
Menningarmálanefndin samþykkir að hátíðarhöldin verði að þessu sinni á Stakkagerðistúni. Samið hefur verið við Andrés Sigurvinsson um að taka að sér framkvæmdastjórn hennar.

2. mál.
Lagt fram bréf bæjarstjóra vegna erindis SASS um undirbúning vinnu við drög að stefnumótun í menningarmálum á Suðurlandi. Formanni menningarmálanefndar ásamt menningarfulltrúa er falið að taka saman umbeðnar upplýsingar og svara erindinu að þeirri upplýsingaöflun lokinni.

3. mál.
Lagt fram bréf frá Lalli Woulio sem barst með tölvupósti dags. 11.05.2003 , þar sem hann óskar eftir því að komast í samband við aðila í Vestmannaeyjum vegna hugmyndar um ljósmyndasýningu. Menningarfulltrúi hefur sent bréfritara umbeðnar upplýsingar.

4. önnur mál.
1. Fram hefur komið að verið er að vinna að því að kanna möguleika á því að staðsetja Blátind til sýninga nálægt Skanssvæðinu. Þangað til verður hann hafður til sýnis við bryggju í sumar eins og menningarmálanefnd hefur áður ákveðið.
2. Teknar til umræðu ársskýrslur safnanna í Vestmannaeyjum. Menningarmálanefnd lýsir ánægju sinni með þær og færir forstöðumanni Safnahúss þakkir fyrir greinagóðar skýrslur.
3. Ræddar ýmsar hugmyndir varðandi menningatengda ferðaþjónustu.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 18.35.

Andrés Sigmundsson
Sigríður Bjarnadóttir
Nanna Þóra Áskelsdóttir
Selma Ragnarsdóttir
Sigurður R. Símonarson
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159