06.05.2003

Skipulagsnefnd 6. Maí

 
Skipulagsnefnd 6. Maí 2003 Skipulagsnefnd 6. Maí 2003
Árið 2003, þriðjudaginn 6. maí kl. 16:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja 1479. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi tæknideildar, Tangagötu 1.

Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Friðbjörn Valtýsson, Sigurður Páll Ásmundsson, Stefán Þór Lúðvíksson, Stefán Óskar Jónasson og Skæringur Georgsson

Eftirtaldir embættismenn kynntu mál: Jökull Pálmar Jónsson, Ólafur Ólafsson og Jóhannes Ólafsson

Þetta gerðist:

Umferðarmál
1. Útskrift frá fundargerð bæjarráðs frá 28. apríl s.l., Bréf Odds Björgvins Júlíussonar þar sem farið er fram á að Heimagata verði gerð að einstefnugötu Mál nr. BN030049Skjalnr.
690269-0159 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjar
010257-3879 Oddur Björgvin Júlíusson, Brekastígur 7b, 900 Vestmannaeyjar

Bæjarráð vísaði til skipulags- og byggingarnefndar erindi Odds Björgvins Júlíussonar þar sem farið er fram á að Heimagata verði gerð að einstefnugötu. Rökin sem færð eru fyrir þessu eru að þannig megi leyfa bílastæði austan megin í götunni.

Nefndin þakkar Oddi fyrir ábendinguna en telur breytingu sem þessa ekki til bóta. Erindinu er synjað.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Skipulagsmál
2. Útskrift úr fundargerð bæjarráðs frá 7. apríl 2003, Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 28. mars sl. þar sem leitar er eftir upplýsingum um námur og framkvæmdaleyfi. Mál nr. BN030043Skjalnr.
690269-0159 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjar

Bæjarráð vísar til skipulags- og byggingarnefndar erindi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 28. mars sl. þar sem leitað er upplýsinga um námur og framkvæmdaleyfi.

Nefndin hefur móttekið erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara bréfi Heilbrigðiseftirlits.
 

3. Útskrift úr fundargerð bæjarráðs frá 7. apríl 2003, Bréf frá formanni skógræktarfélags Vestmannaeyja, dags. 31.03.03 þar sem leitað er álits á hugmyndum um gerð samnings við Skógræktarfélag Íslands um landgræðsluskóga á Haugum. Mál nr. BN030042Skjalnr.
690269-0159 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjar

Bæjarráð vísar til skipulags- og byggingarnefndar erindi frá Kristjáni Bjarnasyni, formanni skógræktarfélags Vestmannaeyja. Í meðfylgjandi bréfi óskar skógræktarfélag Vestmannaeyja álits á þeirri hugmynd að gera samning við Skógræktarfélag Íslands um nýjan landgræðsluskóg á Haugum austan Helgafells og austan gígaraðar frá 1973.

Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu og er tilbúin að skoða að úthluta skika á uppblásturssvæði meðfram bjargbrún í tilraunaskyni.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Lóðarmál
4. Dalavegur / Sóleyjargata, íbúðabyggð norðan Sóleyjargötu Mál nr. BN030050Skjalnr.
skipul-full Skipulags- og byggingafulltrúi , Tangagötu 1 , 900 Vestmannaeyjar

Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar álits skipulags- og byggingarnefndar á því að koma fyrir götu milli Sóleyjargötu og Kirkjugarðsins þar sem hægt væri að byggja íbúðarhúsnæði.

Nefndin telur ekki tímabært að svo stöddu að byggt sé á þessu svæði. Enn eru lausar lóðir í austurbænum. Nefndin vísar erindinu til vinnuhóps um endurskoðun Aðalskipulags Vestmannaeyja.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

5. Miðstræti 20-24, Umsókn um byggingarlóð og fyrirspurn vegna nýbyggingar. Mál nr. BN030030Skjalnr.
450789-6079 Tvö Þ hf., Asavegi 23, 900 Vestmannaeyjar

Þór Engilbertsson, f.h. 2-Þ ehf sækir um úthlutun á lóðum að Miðstræti 20 -24 til byggingar íbúðar- og verslunarhúsnæðis. Hugmyndin er að sameina í byggingunni íbúðir með bílskúrum, bílskúra fyrir íbúðir að Vesturvegi 10 og verslunarhúsnæði sem snýr að göngustíg milli Strandvegar og Skólavegar, skv. meðfylgjandi uppdráttum Þórs Engilbertssonar.

Nefndin frestaði afgreiðslu erindis á síðasta fundi.


Nefndin telur rétt að svæðið norðan Miðstrætis frá Miðstræti 20 til 28 verði deiliskipulagt í heild sinni og felst því ekki á að úthluta lóðum þar að sinni. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir fjárveitingu bæjarráðs til að vinna að deiliskipulagningu svæðisins.

6. Miðstræti 22 og 24, Umsókn um lóðir undir bílastæði Mál nr. BN030052Skjalnr.
490389-2459 Herjólfur stúka nr.4 I.O.O.F., Strandvegi 45, 900 Vestmannaeyjar

Þorkell Húnbogason f.h. Oddfellow stúkanna í Vestmannaeyjum óska eftir því að fá úthlutað lóð fyrir bílastæði á lóð nr. 24 og að hluta nr. 22 við Miðstræti í Vestmannaeyjum.

Nefndin frestar erindinu. Sjá 5. mál á dagskrá fundarins.


7. Vestmannabraut 25, Ósk um breytt lóðarmörk (92.330.250) Mál nr. BN030048Skjalnr.
200143-3459 Gísli Valur Einarsson, Birkihlíð 4, 900 Vestmannaeyjar

Gísli Valur Einarsson f.h. Hótels Þórshamars óskar eftir breyttum lóðarmörkum að Vestmannabraut 25. Fer Gísli Valur fram á stækkun lóðar til vesturs skv. meðfylgjandi uppdrætti. Deiliskipulag miðbæjar Vestmannaeyja gerir hins vegar ráð fyrir göngustíg á umbeðnu svæði.

Nefndin frestar erindinu.

Bréf
8. Höllin, Afrit af bréfi Oddi Júlíussonar til Bæjarráðs vegna málefna Hallarinnar. Mál nr. BN030046Skjalnr.
010257-3879 Oddur Björgvin Júlíusson, Brekastígur 7b, 900 Vestmannaeyjar

Fyrir liggur meðfylgjandi afrit af bréfi sent bæjarráði Vestmannaeyja þar sem Oddur Björgvin Júlíusson fjallar um málefni Hallarinnar.

Nefndin hefur móttekið erindið.

Nýbyggingar
9. Eiði 3, Endurnýjun á byggingarleyfi v. endurbyggingar birgðastöðvar Skeljungs á Eiðinu (99.982.030) Mál nr. BN030047Skjalnr.
590269-1749 Skeljungur hf, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík

Haukur Óskarsson f.h. Skeljungs hf. sækir um endurnýjun á byggingarleyfi frá 13.05. 2002 fyrir endurbyggingu olíubirgðastöðvar Skeljungs á Eiðinu skv. meðfylgjandi uppdráttum VGK Verkfræðistofu.

Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til hafnarstjórnar. Skráningartöflu skal skila til byggingarfulltrúa fyrir 1. júní 2003.
Byggingarleyfisgjöld kr. 61,106.-
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
 

10. Skólavegur 21B, Bygging stigahúss við Alþýðuhúsið, Skólavegi 21B (77.230.212) Mál nr. BN030027Skjalnr.
670169-2439 Jötunn,sjómannafélag, Skólavegi 6, 900 Vestmannaeyjar

Páll Zóphóníasson tæknifræðingur f.h. Sjómannafélagsins Jötuns óskar eftir leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að byggja stigahús við Alþýðuhúsið, Skólavegi 21B skv. meðfylgjandi uppdráttum Páls Zóphóníassonar

Skipulags- og byggingarnefnd hefur áður fjallað um erindið á fundum sínum 4. mars 2003 og 8. apríl 2003.


Nefndin samþykkir erindið.
Byggingarleyfisgjöld kr. 7,880.-
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

 

 

Afgreiðsla BFTR
11. Friðarhöfn 160711, Leyfi til að setja upp skilti við verslun Olíufélagsins við Friðarhöfn (25.733.100) Mál nr. BN030044Skjalnr.
500269-4649 Olíufélagið hf., Básaskersbryggju, 900 Vestmannaeyjar

Kristján Ásgeirsson f.h. Olíufélagsins hf. sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að koma fyrir skilti við Verslun Olíufélagsins við Friðarhöfn skv. meðfylgjandi teikningum frá arkitektastofunni Alark ehf.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 29.04.2003: Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Olíufélaginu að reisa skilti við verslunina að Friðarhöfn 160711 skv. uppdráttum Alark arkitektar ehf. dags. 02.07.2002
Byggingarleyfisgjöld kr. 4,528.-
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
 


12. Hilmisgata / Eldfell, Leyfi til að koma fyrir upplýsingaskiltum fyrir ferðamenn á gatnamótum Hilmisgötu og Vestmannabrautar og í Eldfelli. Mál nr. BN030045Skjalnr.
510399-2699 Eyjamyndir ehf., Faxastígur 33, 900 Vestmannaeyjar

Sigurgeir Scheving f.h. Eyjamynda sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að koma fyrir skilti við gatnamót Hilmisgötu og Vestmannabrautar með upplýsingum um ferðamannabíó og aðstöðu í félagsheimili, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Einnig er sótt um leyfi til að koma fyrir skilti á planinu í Eldfelli með almennum upplýsingum eldgosið 1973 og gönguleiðir á Eldfellinu, skv. meðfylgjandi teikningu og aftöðuuppdrætti.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 29.04.2003: Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Eyjamyndum að koma fyri umsóttum skiltum tímabundið og skulu þau fjarlægð eigi síðar en 30. september 2003.
Byggingarleyfisgjald: kr. 4,528.-
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:45
Friðbjörn Valtýsson
Sigurður Páll Ásmundsson Stefán Þór Lúðvíksson
Stefán Óskar Jónasson Skæringur Georgsson

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159