06.05.2003

Menningarmálanefnd 6. Maí

 
Menningarmálanefnd 6. Maí 2003 Menningarmálanefnd 6. Maí 2003 186. fundur menningarmálanefndar Vestmannaeyjabæjar var haldinn í Ráðhúsinu þriðjudaginn 6. maí 2003 kl. 17.00. Mætt voru Sigríður Bjarnadóttir, Andrés Sigmundsson og Ágústa Kjartansdóttir. Auk þeirra sátu Sigurður Símonarson og Nanna Þóra Áskelsdóttir fundinn.

Formaður, Sigríður Bjarnadóttir setti fund og stjórnaði honum.
Í upphafi færði formaður öllum umsækjendum um starfslaun bæjarlistamanns þakkir fyrir góðar umsóknir er lýsa bæði áhuga og metnaði fyrir eflingu menningarlífs í Vestmannaeyjum.

1. mál.
Undirbúningur að hátíðarhöldunum 17. júní í ár. Rædd var skýrsla Margrétar Hjálmarsdóttur um framkvæmd hátíðarinnar í fyrra, sem lögð var fram á fundi nefndarinnar 2. júlí 2002. Formanni falið að ræða við aðila vegna framkvæmdastjórnar hátíðarinnar.

2. mál.
Lagðar fram upplýsingar um úthlutanir Safnasjóðs til safnanna í Vestmannaeyjum fyrir árið 2003 en þar kemur fram að Byggðasafn Vestmannaeyja og Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja fá hvort um sig 1 500 000 kr. rekstrarstyrki og Listasafn Vestmannaeyja og Ljósmyndasafn Vestmannaeyja fá hvort um sig 150 000 kr. verkefnastyrki.
Menningarmálanefnd fagnar styrkveitingunum og felur jafnframt forstöðumönnum safnanna og safnvörðum að undirbúa umsóknir fyrir árið 2004, en umsóknarfrestur vegna þeirra rennur út í byrjun júní.

3. önnur mál.
1. Lagt fram bréf frá Katrine Strøm sem barst með tölvupósti í dag, þar sem hún óskar eftir því að endurskoðuð verði sú ákvörðun að fresta til næsta árs fyrirhugaðri heimsókn norskra ungmenna til Vestmannaeyja í sumar.

2. Lagðar fram ársskýrslur Bókasafns, Byggðasafns og Héraðsskjalasafns Vestmannaeyja. Ákveðið að taka þær til umræðu á næsta fundi menningarmálanefndar.

3. Sæhamar ehf. hefur með gjafabréfi, dags. 8. apríl 2003 gefið Byggðasafni Vestmannaeyja bátinn Hlýra VE 305 til varðveislu.
Menningarmálanefnd þakkar höfðinglega gjöf.

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl.18.00.
Nanna Þ. Áskelsdóttir, Sigurður R. Símonarson, Sigríður Bjarnadóttir, Ágústa Kjartansdóttir, Andrés Sigmundsson.

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159