09.04.2003

Umhverfisnefnd 9. Apríl

 
Umhverfisnefnd 9. Apríl 2003 Umhverfisnefnd 9. Apríl 2003
39. fundur miðvikudag 9. apríl 2003 kl. 16.30

Mætt voru: Hallgrímur Rögnvaldsson, Steinunn Jónatansdóttir, Sigurður Páll Ásmundsson, Ingi Sigurðsson og Kristján Bjarnason.

Ingi setti fundinn og tilnefndi Hallgrím sem formann, Sigurð Pál sem varaformann og Steinunni sem ritara. Tilnefningar voru samþykktar samhljóða. Ingi vék síðan af fundi.

 

1. mál
Tilraunaborun
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti áform Hitaveitu Suðurnesja um tilraunaborun suðaustan Helgafells. Skilyrði er að uppfyllingarsvæði verði grætt upp að lokinni borun og bent á að svæðið er að hluta til landgræðslusvæði og því nauðsynlegt að leita álits Landgræðslu ríkisins á framkvæmdunum.


2. mál
Ályktun frá Skógræktarfélagi
Rædd ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Vestmannaeyja sem varðar landnytjamál.

Sigurður Páll óskar að bóka:
Undrast dugleysi landnytjanefndar í þessum málaflokki. Hvet nefndina til að taka upp faglegri vinnubrögð.


3. mál
Dagur umhverfisins
Starfsmanni nefndarinnar falið að vekja athygli bæjarbúa á heimajarðgerð á Degi umhverfisins 25. apríl næstkomandi.


4. mál
Heimaey, hrein og sælleg
Ákveðið að árlegur hreinsunardagur verði 3. maí næstkomandi. Starfsmanni falinn undirbúningur dagsins.

 

 

5. mál
Tillögur Sigurðar Páls

1. Tilraunaborun suðaustan Helgafells.
Vísað til umræðu í fyrsta máli.
2. Nýr meirihluti umhverfisnefndar kynni sér starfsvið hennar, lög og reglugerðir, Staðardagskrá 21 og samþykktir bæjarins í umhverfismálum.
Samþykkt samhljóða.
3. Vinna við Staðardagskrá 21.
Tillögu frestað.
4. Formaður setji sig inn í starf Fegrunarátaks vegna goslokaafmælis.
Samþykkt. Auk þess samþykkt að varaformaður taki þátt í starfinu.
5. Formaður vinni við skipulagningu á uppgreftri húsa í austurbænum.
Samþykkt að formaður kynni sér málið.
6. Garðyrkjustjóri verði ráðgjafi bæjarins í málum sem snerta gróðurvernd og landnýtingu.
Upplesið.
7. Flöt á Eiði verði grædd upp og nýtt til íþróttaiðkunar á sumrin.
Vísað til hafnarstjórnar.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159