08.04.2003

Árið 2003, þriðjudaginn 8.

 
Árið 2003, þriðjudaginn 8. apríl kl. 16:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja 1478. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi tæknideildar, Tangagötu 1.
Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Friðbjörn Valtýsson, Helgi Bragason, Stefán Óskar Jónasson, Stefán Þór Lúðvíksson og Skæringur Georgsson
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál: Jökull Pálmar Jónsson
Aðrir sem voru viðstaddir:
Þetta gerðist:
Nefndir og ráð
1.
 Kosning í skipulagsnefnd, Kosning í skipulagsnefnd 
 
 Mál nr. BN030036
Skjalnr.
690269-0159 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjabær óskar eftir kosningu fyrir formann, varaformann og ritara í skipulagsnefnd Vestmannaeyja.  Þetta er gert samkvæmt bæjarmálasamþykkt sem samþykkt var í bæjarstjórn Vestmannaeyja þann 27. júní 1996.
Tillaga um eftirfarandi skipan embætta:
Formaður: Friðbjörn Valtýsson
Varaformaður: Helgi Bragason
Ritari: Skæringur Georgsson
Nefndin samþykkir tillöguna.
Nýbyggingar
2.
 Vestmannabraut 22B, Kynning á fyrirhugaðri byggingu að Vestmannabraut 22B 
 
 Mál nr. BN030037
Skjalnr.
060850-2839 Hanna María Siggeirsdóttir    , Vestmannabraut 24, 900 Vestmannaeyjar
260448-4129 Erlendur Jónsson, Vestmannabraut 24, 900 Vestmannaeyjar
Erlendur Jónsson og Hanna María Siggeirsdóttir hafa fyrir hönd apóteks Vestmannaeyja óskað eftir að fá að kynna fyrir skipulags- og byggingarnefnd hugmyndir að fyrirhugaðri nýbyggingu að Vestmannabraut 22B.
Nefndarmenn fóru í kynnisferð um Vestmannabraut 22-24.
Skipulagsmál
3.
 Viðlagafjara, Bygging fiskeldisstöðvar 
 
 Mál nr. BN030040
Skjalnr.
500902-2130 Þorskur á þurru landi ehf , Hlíðarvegi 3, 900 Vestmannaeyjar
Eygló Harðardóttir f.h. Þorsks á Þurru landi ehf. leggur fram fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar varðandi byggingu fiskeldisstöðvar í Viðlagafjöru.  Skv. gildandi Aðalskipulagi Vestmannaeyja 1988-2008 er svæðið, merkt Y-8.4, skilgreint sem "Malarnám, sjávarmöl"
Fram kemur að Þorskur á Þurru landi stefnir á að starfsemi hefjist haustið 2003 og því þurfi að fara í framkvæmdir í vor.
Nefndin lýsir sig hlynnta erindinu og vísar í endurskoðun Aðalskipulags Vestmannaeyja 2002-2014 sem nú er í gangi, en þar er gert ráð fyrir fiskeldi í Viðlagavík.
Lóðarmál
4.
 Bessahraun 5, Lóð til byggingar íbúðarhúss 
 
 Mál nr. BN030031
Skjalnr.
190764-7299 Börkur Grímsson, Höfðavegi 29, 900 Vestmannaeyjar
Börkur Grímsson sækir um lóð til skipulags- og byggingarnefndar að Bessahrauni 5 til byggingar íbúðarhúss, einbýlishúss.  Stærð lóðarinnar er 994,2m2
Nefndin samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá lóðarleigusamning við umsækjanda.  Áréttað er að hafi framkvæmdir ekki hafist innan  eins árs frá úthlutunardegi, fellur lóðin aftur til Vestmannaeyjabæjar.
Lóðarstærð: 994.2 m2
Lóðargjald: kr. 238,608.-
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
5.
 Birkihlíð 10, Lóðarmörk milli Birkihlíðar 8 og 10 
 (08.530.100)
 Mál nr. BN030035
Skjalnr.
skipul-full Skipulags- og byggingafulltrúi          , Tangagötu 1                 , 900 Vestmannaeyjar
Vegna ágreinings íbúa Birkihlíðar 8 og 10 um lóðarmörk þar á milli óskar skipulags- og byggingarfulltrúi eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til málsins.
Nefndin felur formanni nefndarinnar og byggingarfulltrúa að ræða við lóðarhafa.
6.
 Miðstræti 20-24, Umsókn um byggingarlóð og fyrirspurn vegna nýbyggingar. 
 
 Mál nr. BN030030
Skjalnr.
450789-6079 Tvö Þ hf., Asavegi 23, 900 Vestmannaeyjar
Þór Engilbertsson, f.h. 2-Þ ehf sækir um úthlutun á lóðum að Miðstræti 20 -24 til byggingar íbúðar- og verslunarhúsnæðis.  Hugmyndin er að sameina í byggingunni íbúðir með bílskúrum, bílskúra fyrir íbúðir að Vesturvegi 10 og verslunarhúsnæði sem snýr að göngustíg milli Strandvegar og Skólavegar, skv. meðfylgjandi uppdráttum Þórs Engilbertssonar.
Nefndin frestar afgreiðslu erindis.
7.
 Vestmannabraut 13B, Aðkeyrsla að Vestmannabraut 13b 
 (92.330.132)
 Mál nr. BN030022
Skjalnr.
261165-4069 Magnús Bragason, Vestmannabraut 13b, 900 Vestmannaeyjar
Magnús Bragason óskar eftir því, í meðfylgjandi bréfi, að Vestmannaeyjabær komi að því að koma fyrir aðkeyrslu að húsi hans að Vestmannabraut 13b.  Eins og staðan er í dag þarf Magnús að fara yfir a.m.k. eina lóð til að komast að húsi sínu frá götu.
Á fundi sínum þann 04.03. 2003 frestaði skipulags- og byggingarnefnd afgreiðslu erindis.
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að málið verði leyst með þeim hætti að gerður verði nýjir lóðarleigusamningur fyrir Kirkjuveg 23.  Í lóðarleigusamninginn fyrir Kirkjuveg 23 verði sett kvöð um umferðarrétt lóðarhafa Vestmannabrautar 13b frá Kirkjuvegi í gegnum lóðina að Kirkjuvegi 23.
Helgi Bragason vék af fundinum við afgreiðslu málsins.
Nefndin samþykkir tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa og felur honum að útbúa nýjan lóðarleigusamning fyrir Kirkjuveg 23 með kvöð um umferðarrétt lóðarhafa Vestmannabrautar 13b.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
Bréf
8.
 Norðurgarður, Bréf vegna hæðarkóta Norðurgarðs og jarðvegsmanar sunnan við Norðurgarð 
 
 Mál nr. BN030028
Skjalnr.
020244-4619 Valgeir Jónasson, Ofanleitisvegur 2, 900 Vestmannaeyjar
Í meðfylgjandi bréfi til skipulags- og byggingarnefndar óskar Valgeir Jónasson eftir skýringum á hæðarkótum íbúðarhússins sem er í smíðum að Norðurgarði. Bendir Valgeir einnig á að grenndarkynning hafi ekki farið fram á jarðvegsmön sem komin er sunnan við húsið.
Á fundi sínum þann 04.03.03 frestaði nefndin afgreiðslu málsins og fól byggingarfulltrúa að afla frekari upplýsinga. Byggingarfulltrúi leggur fram bréf frá lóðarhafa Norðurgarðs þar sem fram kemur að farið verði í lóðarfrágang í sumar og reynt að hafa þannig að prýði verði af.  Skipulags- og byggingarfulltrúi getur staðfest að gólfkóti efri hæðar Norðurgarðs er 7-8cm ofar en gert var ráð fyrir á samþykktum byggingarnefndarteikningum frá 03.09. 2002
Nefndin hefur móttekið erindin.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
Nýbyggingar
9.
 Áshamar 3F, Leyfi til að byggja bílskúr 
 
 Mál nr. BN020131
Skjalnr.
130933-3869 Gísli Halldór Jónasson, Áshamri 3F, 900 Vestmannaeyjar
Gísli Jónasson sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að byggja bílskúr framan við raðhús sitt að Áshamri 3F, skv. teikningum Páls Zóphóníassonar tæknifræðings.  Bílskúr er staðsettur framan við hús eins og upphaflega var gert ráð fyrir.
Þann 3.12.2002 bókaði nefndin:
"Nefndin frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir afstöðu annara íbúðaeigenda í raðhúsalengjunni að Áshamri 3a-3f. Byggingarfulltrúa er falið að ræða við umsækjanda og aðra íbúðareigendur."
Engin hinna íbúðareigenda við Áshamar 3 svaraði grenndarkynningu og teljast því allir
hagsmunaaðilar hlynntir umræddri framkvæmd. Umsækjandi óskar hins vegar að leggja fram rök vegna skoðana sinna um staðsetningu bílskúrs.
Á fundi þann 04.02.2003 samþykkti skipulags- og byggingarnefnd byggingu bílskúrsins skv. innlögðum uppdráttum en synjaði umsækjanda um breytta staðsetningu. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til skipulags- og byggingarnefndar á fundi sínum þann 20.02.2003.
Á fundi þann 04.03.2003 bókaði nefndin:
"Nefndin lýsir sig hlynnta því að bílskúrinn verði færður til norðurs, þó innan lóðar, og óskar eftir nýjum teikningum sem sýna nýja staðsetningu, sem senda megi í grenndarkynningu.  Nefndin setur sem skilyrði fyrir færslu bílskúrs að umsækjandi standi straum af kostnaði við hönnun og byggingu steypts stokks utan um holræsaleiðslu bæjarins. Jafnframt skuldbindi umsækjandi sig til að veita starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar aðgang að lóð sinni til viðhalds á holræsalögn. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að útbúa samning þar að lútandi sem liggja skal fyrir undirritaður áður en framkvæmdir hefjast.
Friðbjörn Valtýsson og Stefán Jónasson bókuðu: "Teljum afgreiðslu þessa ekki faglega þar sem ekki sé gætt jafnræðis gagnvart öðrum íbúum raðhúsalengjunnar.""
Liggur nú fyrir bréf frá Gísla Jónassyni þar sem farið er fram á að byggingarnefnd samþykki meðfylgjandi uppdrætti TPZ ehf.  af undirstöðuteikningum ásamt því að Gísli býðst til þess að skipta út holræsalögninni undir bílskúrnum fyrir heila plastlögn eða að leggja heila plastlögn við hlið núverandi lagnar. Einnig liggja fyrir niðuarstöður grenndarkynningar vegna breyttrar staðsetningar bílskúrs.  Enginn gerði athugasemd.
Bæjartæknifræðingur lagði fram bréf með tillögu að lausn, dags. 08.04.2003.
Nefndin samþykkir tillögur bæjartæknifræðings og heimilar byggingu bílskúrs með eftirfarandi skilyrðum:
-Húseigandi skal leggja 600 mm heila plastlögn samhliða núverandi steinlögn. Lögnin skal ná 100 cm út fyrir sökkul og lokað vandlega. Kostnaður við framkvæmdina greiðist af húseiganda.
-Fjarlægja skal óburðarhæfan jarðveg kringum báðar lagnirnar og fylla að lögnunum með burðargóðu efni. Þjappa skal vandlega kringum og yfir lögnunum.
-Að lágmarki skal vera 200 mm frítt bil milli eldri og nýrrar lagnar í grunni og sökkuls sem fyrirhugað er að steypa.
-Ef þörf krefur skal Vestmannaeyjabær hafa fullan rétt án bóta til að lagfæra eða endurnýja fráveitulögn í sökklum nýs bílskúrs, í innkeyrslu framan við bílskúrinn ásamt í lóð vestan við bílskúrinn.
-Farið er fram á að yfirborð í bílskúrsinnkeyrslu verði hellulagt, þannig að auðvelt verði að komast að fráveitulögninni ef nauðsyn krefur
Byggingarleyfisgjöld, kr. 8,084.- hafa verið greidd.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
10.
 Básasker, Fyrirspurn um byggingu tjaldskemmu við Básasker 
 
 Mál nr. BN030032
Skjalnr.
660169-1219 Ísfélag Vestmannaeyja hf, Strandvegi 28, 900 Vestmannaeyjar
Páll Zóphóníasson, f.h. Ísfélags Vestmannaeyja, leggur fram fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar Vestmannaeyja um byggingu tjald skemmu skv. meðfylgjandi uppdráttum.  Um er að ræða stálgrindarhús á steyptum grunni klætt með segldúk.  Grunnflötur skemmu skv. meðfylgjandi uppdráttum TPZ ehf. er 882 m2.
Nefndin er hlynnt erindinu.
11.
 Brekastígur 12, Fyrirspurn vegna viðbyggingar við Brekastíg 12 
 (14.030.120)
 Mál nr. BN030041
Skjalnr.
 
220431-2669 Sigmund Jóhannsson, Brekastíg 12, 900 Vestmannaeyjar
Sigmund Jóhannsson leggur fram fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar vegna hugsanlegrar viðbyggingar við hús sitt að Brekastíg 12.  Áformar Sigmund að byggja ofan á bílskúr skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Nefndin er hlynnt erindinu.
12.
 Búhamar 28, Viðbygging við Búhamar 28 
 (16.330.280)
 Mál nr. BN030034
Skjalnr.
210361-7319 Jóhannes K Steinólfsson, Búhamri 28, 900 Vestmannaeyjar
010562-3099 Bára Sveinsdóttir, Búhamar 28, 900 Vestmannaeyjar
Jóhannes Steinólfsson og Bára Sveinsdóttir sækja um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að byggja við hús sitt að Búhamri 28 skv. meðfylgjandi uppdráttum TPZ ehf. Um er að ræða stækkun á bílskúr og þvottahúsi og bygging geymslu.
Stækkun bílskúrs:  24.27 m2
Stækkun íbúðarhúss: 16.65 m2
Nefndin frestar erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda það í grenndarkynningu.
13.
 Höfðavegur 40, Leyfi til að byggja sólhús 
 (46.030.400)
 Mál nr. BN030033
Skjalnr.
010450-3069 Geir Sigurlásson, Höfðavegur 40, 900 Vestmannaeyjar
Páll Zóphóníasson, f.h. Geirs Sigurlássonar sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að byggja sólhús við Höfðaveg 40 skv. meðfylgjandi uppdráttum Teiknistofu PZ ehf. Sólhúsið yrði 33.1 m2 að grunnfleti  með álburðarvirki.
Nefndin samþykkir erindið.
Byggingarleyfisgjöld, kr. 8,862.-
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
14.
 Skólavegur 21B, Bygging stigahúss við Alþýðuhúsið, Skólavegi 21B 
 (77.230.212)
 Mál nr. BN030027
Skjalnr.
670169-2439 Jötunn,sjómannafélag, Skólavegi 6, 900 Vestmannaeyjar
Páll Zóphóníasson tæknifræðingur leggur fram, f.h. Sjómannafélagsins Jötuns fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar um Alþýðuhúsið, Skólavegi 21B. Eigendur hússins hefðu áhuga á að reisa stigahús utan á vesturhlið Alþýðuhússins skv. meðfylgjandi uppdráttum Páls Zóphóníassonar og óska eftir áliti skipulags- og byggingarnefndar.
Þann 04.03. 2003 bókaði nefndin: "Nefndin er hlynnt því að skrifstofum verði komið fyrir á 2. hæð en mælist til þess að einnig verði skoðuð lausn sem miði að því að aðkoma verði innan þess rýmis sem fyrir er."
Liggur nú fyrir byggingarleyfisumsókn ásamt breyttum uppdráttum frá TPZ ehf.
Nefndin felst á erindið með þeim skilyrðum að stigahúsið verði fært eins sunnarlega og unnt er gagnvart aðgengi að efri hæð.  Nýir uppdrættir sem sýna slíkt fyrirkomulag skulu liggja fyrir áður en byggingarleyfi verður afgreitt.
15.
 Strandvegur 44, Nýbygging, stækkun Kletts ehf. 
 (84.130.440)
 Mál nr. BN030021
Skjalnr.
020348-4379 Magnús Sveinsson, Fjólugata 9, 900 Vestmannaeyjar
Magnús Sveinsson f.h. Kletts ehf. óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til stækkunaráforma við Strandveg 44, skv. meðfylgjandi uppdrætti Sigurjóns Pálssonar, tæknifræðings.  Um er að ræða ca. 290m2 nýbyggingu og aðstöðu fyrir bensínsölu.
Á fundi sínum þann 04.03. 2003 frestaði skipulags- og byggingarnefnd afgreiðslu málsins.
Nefndin er hlynnt erindinu en óskar eftir nýrri útfærslu þar sem fækkað er bílastæðum og gert ráð fyrir einni eyju fyrir eldsneytisdælur.  Einnig óskar nefndin eftir hugmyndum að hæðarsetningu fyrirhugaðrar nýbygginu.
 
Annað
16.
 Útskrift úr fundargerð bæjarráðs frá 31. mars s.l., Bréf frá Hitaveitu Suðurnesja varðandi framkvæmd við tilraunaborun suðaustan Helgafells 
 
 Mál nr. BN030039
Skjalnr.
690269-0159 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjar
Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar vegna fyrirhugaðrar borunar tilraunaholu suðaustan Helgafells í leit að heitu vatni. Meðfylgjandi er bréf Hitaveitu Suðurnesja til Bæjarstjórnar, yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdarsvæði og greinargerð um umhverfisáhrif framkvæmdar frá mars 2003.
Nefndin er hlynnt erindinu enda gert ráð fyrir jarðborun á þessu svæði í nýrri tillögu að Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00
Friðbjörn Valtýsson
Helgi Bragason
Stefán Óskar Jónasson
Stefán Þór Lúðvíksson
Skæringur Georgsson
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159