03.04.2003

Menningarmálanefnd 3. Apríl

 
Menningarmálanefnd 3. Apríl 2003 Menningarmálanefnd 3. Apríl 2003
184. fundur menningarmálanefndar Vestmannaeyjabæjar var haldinn í Ráðhúsinu fimmtudaginn 3. apríl 2003 kl. 17.

Mætt voru Óðinn Hilmisson, Selma Ragnarsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir. Auk þeirra sat Sigurður Símonarson fundinn.

Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri setti fund og stjórnaði afgreiðslu 1. máls.

1. mál. Kosningar.
Kosið var í stöðu formanns, varaformanns og ritara menningarmálanefndar. Eftirfarandi verkaskipting var samþykkt:
Formaður Sigríður Bjarnadóttir
Varaformaður Selma Ragnarsdóttir
Ritari Sigurður Vilhelmsson.

Formaður, Sigríður Bjarnadóttir tók við stjórn fundarins.

2. mál.
Borist hefur beiðni frá Ósvaldi Frey Guðjónssyni um styrk vegna tónleikahalds í Höllinni dagana 28. og 29. mars sl.
Menningarmálanefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 30.000.- til verkefnisins.

3. mál.
Lagt fram bréf Skapta Arnar Ólafssonar, dags. 1.4. 2003, þar sem óskað er eftir styrk til þess að halda jazztónleika í Höllinni 11. apríl n.k.
Menningarmálanefnd samþykkir að styrkja verkefnið með kr. 30.000.-.

4. mál.
Lagt fram bréf Sigurhönnu Friðþórsdóttur og Nödu Borosak þar sem óskað er eftir styrk frá menningarmálanefnd vegna ferðar nemenda og kennara á GLOBE-leikana í Króatíu í sumar.
Menningarmálanefnd sér sér ekki fært að samþykkja umsóknina þar sem verkefnið fellur ekki undir verksvið menningarmálanefndar, en vísar erindinu til bæjarráðs.

5. mál.
Lagt fram bréf þjóðhátíðarnefndar dags. 31.3. 2003 varðandi val á þjóðhátíðarlagi. Fram kemur í bréfinu að þjóðhátíðarnefndin sér sér ekki fært að taka upp val á þjóðhátíðarlagi á grundvelli samkeppni vegna mikils kostnaðar sem því muni fylga.

 

6. mál.
Lagður fram tölvupóstur frá Ingunni Bjarnadóttur dags. 13.3. 2003, þar sem vakin er athygli á samstarfsverkefni milli Finnlands, Svíþjóðar, Skotlands, Færeyja og Íslands.
Menningarmálanefnd samþykkir að óska eftir áliti Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja á þátttöku í verkefninu.

7. mál.
Lagt fram bréf bæjarráðs frá 17.3. 2003, varðandi vinabæjatengsl milli Vestmannaeyja og Götu í Færeyjum.
Menningarmálanefnd er hlynnt því að tengsl þessara landa og byggðarlaga verði aukin og mælir með því að þessum fyrirhuguðu vinabæjartengslum verði komið á.

8. mál.
Lagt fram bréf Menningarborgarsjóðs dags. 18.3. 2003, þar sem greint er frá því að umsókn menningarmálanefndar og afmælisnefndar gosloka hafi fengið styrk að fjárhæð 600.000.- kr. vegna verkefnisins “30 ár frá goslokum í Vestmannaeyjum”. Menningarmálanefnd vill fyrir sitt leyti flytja Menningarborgarsjóði bestu þakkir fyrir.

9. mál.
Alls bárust 5 umsóknir um starfslaun bæjarlistamanns árið 2003.
Menningarmálanefnd mun hittast á fundi fimmtudaginn 10. apríl nk. kl. 17.15 á Bókasafninu og ganga frá vali á bæjarlistamanni Vestmannaeyja ársins 2003.

10. önnur mál.
Lagt fram til kynningar bréf frá Landskerfi bókasafna.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 18.25.

Sigríður Bjarnadóttir
Óðinn Hilmisson
Selma Ragnarsdóttir
Sigurður R. Símonarson
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159