04.03.2003

Skipulagsnefnd 4. Mars

 
Skipulagsnefnd 4. Mars 2003 Skipulagsnefnd 4. Mars 2003 Árið 2003, þriðjudaginn 4. mars kl. 16:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja 1477. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi tæknideildar, Tangagötu 1.

Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Stefán Þór Lúðvíksson, Stefán Óskar Jónasson, Skæringur Georgsson, Helgi Bragason og Friðbjörn Valtýsson

Þetta gerðist:

Skipulagsmál
1. 5. Norræna Umhverfismatsráðstefnan, Fimmta norræna umhverfismatsráðstefnan verður haldin í Reykjavík 24.-26. ágúst 2003 Mál nr. BN030011Skjalnr.
skipul-full Skipulags- og byggingafulltrúi , Tangagötu 1 , 900 Vestmannaeyjar

Fimmta norræna umhverfismatsráðstefnan verður haldin í Reykjavík 24.-26. ágúst 2003. Ráðstefnan er haldin af Skipulagsstofnun og Nordregio í samvinnu við umhverfisráðuneytið og Háskóla Íslands. Einnig koma norræn skipulagsyfirvöld og norrænn samráðshópur um umhverfismat að undirbúningi ráðstefnunnar. Ráðstefnan er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.

Á ráðstefnunni verður fjallað um hlutverk umhverfismats m.t.t. skipulagsmála og sjálfbærrar þróunar. Áhersla verður á reynslu af umhverfismati á áætlana- og framkvæmdastigi og framtíðarþróun þess. Einnig verður fjallað um fræðilegan grundvöll umhverfismats.

Lóðarmál
2. Bessahraun 1, Umsókn um lóð að Bessahrauni 1 til byggingar parhúss Mál nr. BN030018Skjalnr.
550294-2499 Steini og Olli ehf., Litlagerði 3, 900 Vestmannaeyjar

Magnús Sigurðsson, f.h. Steina og Olla ehf. sækir um lóð að Bessahrauni 1 til byggingar íbúðarhúss, parhúss.

Nefndin samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá lóðarleigusamning við umsækjanda. Áréttað er að hafi framkvæmdir ekki hafist innan eins árs frá úthlutunardegi, fellur lóðin aftur til Vestmannaeyjabæjar.
Lóðarstærð: 1077.1 m2
Lóðargjald: kr. 258,204.-
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

3. Bessahraun 3, Umsókn um lóð að Bessahrauni 3 til byggingar parhúss Mál nr. BN030019Skjalnr.
550294-2499 Steini og Olli ehf., Litlagerði 3, 900 Vestmannaeyjar

Magnús Sigurðsson, f.h. Steina og Olla ehf. sækir um lóð að Bessahrauni 3 til byggingar íbúðarhúss, parhúss.

Nefndin samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá lóðarleigusamning við umsækjanda. Áréttað er að hafi framkvæmdir ekki hafist innan eins árs frá úthlutunardegi, fellur lóðin aftur til Vestmannaeyjabæjar.
Lóðarstærð: 1046.0 m2
Lóðargjald: kr. 251,040.-
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

4. Bessahraun 7, Umsókn um lóð að Bessahrauni 7 til byggingar íbúðarhúss Mál nr. BN030020Skjalnr.
550294-2499 Steini og Olli ehf., Litlagerði 3, 900 Vestmannaeyjar

Magnús Sigurðsson, f.h. Steina og Olla ehf. sækir um lóð að Bessahrauni 7 til byggingar íbúðarhúss.

Nefndin samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá lóðarleigusamning við umsækjanda. Áréttað er að hafi framkvæmdir ekki hafist innan eins árs frá úthlutunardegi, fellur lóðin aftur til Vestmannaeyjabæjar.
Lóðarstærð: 994.2 m2
Lóðargjald: kr. 238,608.-
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

5. Vestmannabraut 13B, Aðkeyrsla að Vestmannabraut 13b (92.330.132) Mál nr. BN030022Skjalnr.
261165-4069 Magnús Bragason, Vestmannabraut 13b, 900 Vestmannaeyjar

Magnús Bragason óskar eftir því, í meðfylgjandi bréfi, að Vestmannaeyjabær komi að því að koma fyrir aðkeyrslu að húsi hans að Vestmannabraut 13b. Eins og staðan er í dag þarf Magnús að fara yfir a.m.k. eina lóð til að komast að húsi sínu frá götu.

Nefndin frestar afgreiðslu erindis.

Bréf
6. Norðurgarður, Bréf vegna hæðarkóta Norðurgarðs og jarðvegsmanar sunnan við Norðurgarð Mál nr. BN030028Skjalnr.
020244-4619 Valgeir Jónasson, Ofanleitisvegur 2, 900 Vestmannaeyjar

Í meðfylgjandi bréfi til skipulags- og byggingarnefndar óskar Valgeir Jónasson eftir skýringum á hæðarkótum íbúðarhússins sem er í smíðum að Norðurgarði. Bendir Valgeir einnig á að grenndarkynning hafi ekki farið fram á jarðvegsmön sem komin er sunnan við húsið.

Nefndin frestar erindinu og felur byggingarfulltrúa að afla frekari upplýsinga fyrir næsta fund.

Nýbyggingar
7. Áshamar 3F, Leyfi til að byggja bílskúr Mál nr. BN020131Skjalnr.
130933-3869 Gísli Halldór Jónasson, Áshamri 3F, 900 Vestmannaeyjar

Gísli Jónasson sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að byggja bílskúr framan við raðhús sitt að Áshamri 3F, skv. teikningum Páls Zóphóníassonar tæknifræðings. Bílskúr er staðsettur framan við hús eins og upphaflega var gert ráð fyrir.

Þann 3.12.2002 bókaði nefndin:
"Nefndin frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir afstöðu annara íbúðaeigenda í raðhúsalengjunni að Áshamri 3a-3f. Byggingarfulltrúa er falið að ræða við umsækjanda og aðra íbúðareigendur."

Engin hinna íbúðareigenda við Áshamar 3 svaraði grenndarkynningu og teljast því allir
hagsmunaaðilar hlynntir umræddri framkvæmd. Umsækjandi óskar hins vegar að leggja fram rök vegna skoðana sinna um staðsetningu bílskúrs.

Á fundi þann 04.02.2003 samþykkti skipulags- og byggingarnefnd byggingu bílskúrsins skv. innlögðum uppdráttum en synjaði umsækjanda um breytta staðsetningu. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til skipulags- og byggingarnefndar á fundi sínum þann 20.04.2003.

Nefndin lýsir sig hlynnta því að bílskúrinn verði færður til norðurs, þó innan lóðar, og óskar eftir nýjum teikningum sem sýna nýja staðsetningu, sem senda megi í grenndarkynningu. Nefndin setur sem skilyrði fyrir færslu bílskúrs að umsækjandi standi straum af kostnaði við hönnun og byggingu steypts stokks utan um holræsaleiðslu bæjarins. Jafnframt skuldbindi umsækjandi sig til að veita starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar aðgang að lóð sinni til viðhalds á holræsalögn. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að útbúa samning þar að lútandi sem liggja skal fyrir undirritaður áður en framkvæmdir hefjast.

Friðbjörn Valtýsson og Stefán Jónasson bókuðu: "Teljum afgreiðslu þessa ekki faglega þar sem ekki sé gætt jafnræðis gagnvart öðrum íbúum raðhúsalengjunnar."

 

8. Bessahraun 11a-11b, Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi að Bessahrauni 11a-11b Mál nr. BN030015Skjalnr.
550294-2499 Steini og Olli ehf., Litlagerði 3, 900 Vestmannaeyjar

Magnús Sigurðsson, f.h. Steina og Olla ehf. sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að byggja parhús á lóðinni að Bessahrauni 11a-11b, sem úthlutað var á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann. 4.des 2002. Meðfylgjandi eru uppdrættir frá Teiknistofu PZ ehf. Byggingarfulltrúi hefur áður veitt leyfi til byrjunarframkvæmda.

Nefndin samþykkir erindið sbr. ofangreindar teikningar segja til um.
Einnig skal miða við 113. gr. byggingareglugerðar varðandi frágang bílskúrs m.t.t. brunamála.
Hurð á milli íbúðar og bílskúrs skal vera EI-CS30 og aðskilnaður húss og bílskúr, þ.e. veggir, vera EI60. Veggur á mörkum íbúða skal vera tvöfaldur eldvarnarveggur REI-M120 með einangrun á milli, og skal þak lægri íbúðar vera a.m.k. REI60 í 6 m út frá vegg.
Opnanleg fög á herbergjum skulu vera björgunarop skv. 159. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998. Opnanlega fagið skal vera a.m.k. 0,50*0,50 m að stærð og aldrei minna en 0,50 m á breiddina.
Bygginarleyfisgjöld: kr. 53,337.- (m.v. 2 x 542,2m3)
Gatnagerðargjald: kr. 889,278.-
Afgreiðsla þessi er skv. ákvæðum skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 og byggingareglugerðar nr. 441/1998.

9. Kirkjuvegur 100, Fyrirspurn vegna stækkunar safnaðarheimilis (50.631.000) Mál nr. BN030010Skjalnr.
710169-0639 Landakirkja, Kirkjuvegi 100, 900 Vestmannaeyjar

Lögð er fram fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar vegna hugsanlegrar stækkunar á safnaðarheimili Landakirkju. Við byggingu safnaðarheimilis var á sínum tíma veitt undanþága frá kröfu um lyftu þar sem ógerlegt reyndist að koma henni fyrir.

Á fundi sínum þann 04.02.2003 bókaði skipulags- og byggingarnefnd: "Nefndin frestar erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma á fundi fulltrúa nefndarinnar og fulltrúum fatlaðra og eldri borgara."

Var sá fundur haldinn þann 24.01.2003

Nefndin lýsir sig hlynnta erindinu.


10. Kirkjuvegur 23, Stækkun Íslandsbanka, viðbygging við 1.hæð og endurbætur (50.630.230) Mál nr. BN030007Skjalnr.
601202-3280 Eignarhaldsfélagið Fasteign hf, Vegmúla 3, 103 Reykjavík

Í samræmi við fyrirspurn frá 4.2.2003 óskar Íslandsbanki nú eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Kirkjuvegi 23 í Vestmannaeyjum, skv. meðfylgjandi uppdráttum Glámu Kím arkitekta. Með umsókn fylgja umsagnir Brunamálastofnunnar, Vinnueftirliti Ríkisins og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

Nefndin samþykkir erindið.
Byggingarleyfisgjald: kr. 12,302.-
Gatnagerðargjald: kr. 155,561.-
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
 

11. Skólavegur 21B, Bygging stigahúss við Alþýðuhúsið, Skólavegi 21B (77.230.212) Mál nr. BN030027Skjalnr.
670169-2439 Jötunn,sjómannafélag, Skólavegi 6, 900 Vestmannaeyjar

Páll Zóphóníasson tæknifræðingur leggur fram, f.h. Sjómannafélagsins Jötuns fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar um Alþýðuhúsið, Skólavegi 21B. Eigendur hússins hefðu áhuga á að reisa stigahús utan á vesturhlið Alþýðuhússins skv. meðfylgjandi uppdráttum Páls Zóphóníassonar og óska eftir áliti skipulags- og byggingarnefndar.

Nefndin er hlynnt því að skrifstofum verði komið fyrir á 2. hæð en mælist til þess að einnig verði skoðuð lausn sem miði að því að aðkoma verði innan þess rýmis sem fyrir er.

12. Strandvegur 44, Nýbygging, stækkun Kletts ehf. (84.130.440) Mál nr. BN030021Skjalnr.
020348-4379 Magnús Sveinsson, Fjólugata 9, 900 Vestmannaeyjar

Magnús Sveinsson f.h. Kletts ehf. óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til stækkunaráforma við Strandveg 44, skv. meðfylgjandi uppdrætti Sigurjóns Pálssonar, tæknifræðings. Um er að ræða ca. 290m2 nýbyggingu og aðstöðu fyrir bensínsölu.

Nefndin frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir fundi með fyrirspyrjanda og öðrum fasteignaeigendum á svæðinu ásamt yfirlögregluþjóni.

Breytingar
13. Heiðartún 2, Breyting á hurð og gluggum suðurhliðar og byggja yfir heitan pott (35.330.020) Mál nr. BN030014Skjalnr.
080542-3219 Egill Jónsson, Heiðartúni 2, 900 Vestmannaeyjar

Egill Jónsson sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að byggja yfir heitan pott norðan við hús sitt ásamt því að breyta gluggum og hurð á suðurhlið húss síns, skv. teikningum Ágústs Hreggviðssonar frá desember 2002.

Nefndin samþykkir erindið.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
Byggingarleyfisgjald: kr. 4,539.-

Annað
14. Íbúaþing um 2.tillögu að Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014, Íbúaþing þann 1.mars 2003 um 2.tillögu að Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014 Mál nr. BN030023Skjalnr.
skipul-full Skipulags- og byggingafulltrúi , Tangagötu 1 , 900 Vestmannaeyjar

Skipulags- og byggingarnefnd vill færa þeim þakkir sem komu að og tóku þátt í íbúaþingi um Aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014, sem fram fór í Höllinni laugardaginn 1.mars s.l. Var það mat manna að vel hafi til tekist og munu framkomnar ábendingar og athugasemdir nýtast við áframhaldandi vinnu við Aðalskipulagið.

 

Afgreiðsla BFTR
15. Bessahraun 11a-11b, Heimild til byrjunarframkvæmda Mál nr. BN030013Skjalnr.
550294-2499 Steini og Olli ehf., Litlagerði 3, 900 Vestmannaeyjar

Magnús Sigurðsson, f.h. Steina og Olla óskar eftir leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að hefja byrjunarframkvæmdir á lóðinni að Bessahrauni 11a-11b.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 13.02.2003:
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Steina og Olla ehf., að kanna jarðveg á byggingarlóð sinni, þ.e. fyrir byggingu íbúðarhúss, parhúss, og fer sú könnun fram á ábyrgð lóðarhafa. Umsækjanda var úthlutað ofangreindri lóð á fundi skipulagsnefndar þann 04. desember s.l., sbr. uppdráttur tæknideildar frá árinu 2002. Heimild þessi nær til graftrar og aðstöðusköpunar, en áður en bygging rís úr jörðu skulu liggja fyrir samþykktir séruppdrættir. Afgreiðsla þessi er skv. ákvæðum byggingarreglugerðar nr. 441/1998, 1. kafli gr. 13.2.
Formleg afgreiðsla skipulags- og bygginganefndar á erindinu verður send til umsækjanda að lokinni umfjöllun nefndarinnar. Sú afgreiðsla verður í framhaldinu tekin fyrir í bæjarstjórn og ef nefndin og bæjarstjórn eru samþykkar framkvæmdum, er byggingaleyfi gefið út sbr. gr. 13.1. í byggingareglugerð nr. 441/1998.
Gjald: kr. 7,000.-

16. Björgunarbáturinn Þór, Skilti við landganginn að björgunarbátnum Þór. Mál nr. BN030012Skjalnr.
253253-2532 Björgunarfélag Vestmannaeyja , Faxastíg 38 , 900 Vestmannaeyjar

Adolf Þórisson, f.h. Björgunarfélags Vestmannaeyja sækir um leyfi til að koma upp skilti við landganginn að björgunarbátnum Þór. Sótt er um skilti 1m x 2m að stærð þar sem fram kemur hverjir styrkja björgunarbátinn.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 10.02.2003:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar nánari uppdrátta sem sýni afstöðumynd og útlit skiltis."

17. Löggilding iðnmeistara, Staðbundin löggilding iðnmeistara Mál nr. BN030026Skjalnr.
071245-3659 Jóhann Steinsson , Seiðakvísl 37, 110 Reykjavík

Jóhann Steinsson, umsjónarmaður fasteigna ÁTVR, sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að bera ábyrgð á byggingarframkvæmdum í lögsagnarumdæmi Vestmannaeyja, sem húsasmíðameistari, skv. gr. 37.2 í byggingareglugerð nr. 441/1998.

Afrit af meistarabréfi frá 22.04. 1970 fylgir umsókninni sem og afrit staðbundinna viðurkenninga í lögsagnarumdæmi Rangárvallarhrepps dags. 22. sept 1994, Mosfellsbæ dags. 28.04. 1994, Hafnarfjarðarbæ dags. 23.03.1994, Garðabæ dags. 14.04.1994, Kópavogi dags. 27.01.1994, Reykjavík dags. 08.06.1994, Siglufirði dags. 29.10.1993.


Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 03. mars s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi samþykkir Jóhann Steinsson kt. 071245-3656 sem löggiltan húsasmíðameistara með staðbundna viðurkenningu í Vestmannaeyjum. Húsasmíðameistari ber ábyrgð á þeim verkþáttum framkvæmdar sem kveðið er á um í 38. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998, og einnig skal iðnmeistari starfa í samræmi við 2. kafla reglugerðarinnar, 31. - 61. gr.
Afgreiðsla þessi er skv. ákvæðum skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997, byggingareglugerðar nr. 441/1998 og samþykkt um afgreiðslu byggingafulltrúans í Vestmanneyjum frá 4. janúar 1996.

18. Tangagata 7, Breyting á gluggum (86.930.070) Mál nr. BN030016Skjalnr.
691295-2579 Guðmunda ehf., Suðurgerði 4, 900 Vestmannaeyjar

Sigurmundur Einarsson, f.h. Guðmundu ehf., sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að breyta og stækka gluggum á norðurhlið Tangagötu 7, skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 20.02.2003:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Guðmundu ehf að breyta gluggum á húsi sínu að Tangagötu 7, skv. uppdrætti.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997"
Byggingarleyfisgjald: kr. 4,000.-

19. Vestmannabraut 28, Breyting á gluggum (92.330.280) Mál nr. BN030017Skjalnr.
470592-2499 Hótel Þórshamar hf, Vestmannabraut 28, 900 Vestmannaeyjar

Gísli Valur Einarsson f.h. Hótels Þórshamars sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að setja opnanleg fög á tvo glugga Vestmannabrautar 28, skv. meðfylgjandi uppdrætti.


Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 21.02.2003:
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Hótel Þórshamar að setja opnanleg fög á tvo glugga skv. uppdrætti.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
Byggingarleyfisgjald: kr. 4,000.-


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30
Helgi Bragason
Stefán Óskar Jónasson Skæringur Georgsson
Stefán Þór Lúðvíksson Friðbjörn Valtýsson

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159