28.02.2003

Umhverfisnefnd 28. Febrúar

 
Umhverfisnefnd 28. Febrúar 2003 Umhverfisnefnd 28. Febrúar 2003 38. fundur föstudag 28. febrúar 2003 kl. 15.00

Mætt voru: Sigurður Páll Ásmundsson, Eiríkur Þorsteinsson,
Hulda Sigurðardóttir og Kristján Bjarnason.

 


1. mál
Umhverfisverðlaun
Borist hafa upplýsingar um samkeppni sveitarfélaga og verðlaun á sviði umhverfismála undir heitinu “Nations in bloom”. Nefndin telur ekki ástæðu til þátttöku í samkeppninni þar sem vinna við Staðardagskrá 21 er skammt á veg komin í Vestmannaeyjum.

2. mál
Olnbogavegur
Nefndin mótmælir fyrirhuguðum Olnbogavegi, minnir á verndargildi lands vestan N-S flugbrautar og vísar í því sambandi til 2. máls 31. fundar nefndarinnar.

3. mál
Aðalskipulag
Gerðar eru athugasemdir í 19 liðum við 2. tillögu að Aðalskipulagi og þær sendar samdægurs til skipulags- og byggingarfulltrúa.

4. mál
Helgafell
Litið er alvarlegum augum á hina óleyfilegu sauðfjárbeit á náttúruminja- og landgræðslusvæðinu í Helgafelli sem viðgengist hefur mánuðum saman. Nefndin krefst þess að viðkomandi verði látnir sæta ábyrgð vegna þessa máls.

5. mál
Trúnaðarmál

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.10.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159