25.02.2003

Menningarmálanefnd 25. Febrúar

 
Menningarmálanefnd 25. Febrúar 2003 Menningarmálanefnd 25. Febrúar 2003
183. fundur menningarmálanefndar Vestmannaeyjabæjar var haldinn í Ráðhúsinu þriðjudaginn 25. febrúar 2003 kl. 17.15. Mætt voru Selma Ragnarsdóttir, Oddný Garðarsdóttir og Óðinn Hilmisson. Auk þeirra sátu fundinn Nanna Þóra Áskelsdóttir, Hlíf Gylfadóttir, Jóna Björg Guðmundsdóttir, Kristján Egilsson og Sigurður Símonarson.

Formaður, Selma Ragnarsdóttir setti fund og stjórnaði honum.


1. mál.
Fjárhagsáætlun safna- og menningarmála rædd. Fram kom að áætlunin gerir ráð fyrir samtals 59 698 000 kr til menningarmála á árinu 2003, þar af eru 16 104 000 kr. millifærðar til Eignarsjóðs vegna reiknaðrar leigu fyrir húsnæði safnanna. Forstöðumenn vöktu athygli á nokkrum þeim liðum sem þeir telja að þurfi sérstaklega að kanna hvort ekki er unnt að hækka.

2. mál.
Lagt fram bréf Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar og Sigmars Þórs Sveinbjörnssonar dags. 12. janúar 2003, þar sem þakkaður er styrkur vegna útgáfu Sögu og efnisskrár Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja.

3. mál.
Rætt um helstu verkefni sem framundan eru.
Farið var yfir styrkumsókn til Menningarborgarsjóðs þar sem sótt er um vegna verkefna í samstarfi við afmælisnefnd gosloka. Jafnframt var gerð grein fyrir öðrum fyrirhuguðum umsóknum til verkefna sem eru í bígerð.

4. mál.
Í ár eru liðin 150 ár frá stofnun Herfylkingarinnar í Vestmannaeyjum. Ræddar voru hugmyndir sem upp hafa komið til að minnast þess og þá einnig hverjir væru hugsanlegir samstarfsaðilar.

5. mál.
Framhald umræðu um þann möguleika að opna Blátind til sýningar í sumar. Samþykkt að stefna að því að hann verði til sýnis við bryggju í sumar og ákveðið að óska eftir kostnaðaráætlun vegna frágangs bátsins til þess að unnt verði að sýna hann.

 

 

6. mál.
Bæjarstjórn gerir ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2003 að greidd verði starfslaun bæjarlistamanns með sama hætti og síðast liðin ár. Ákveðið að auglýsa í byrjun mars eftir umsóknum með umsóknarfresti til 20. mars. skv. gildandi reglum.

7. mál.
Formaður greindi frá stöðu mála í viðræðum um samstarf um menningarmál.

8. önnur mál
a) Lögð fram tillaga um sönglagakeppni sem vísað var til nefndarinnar frá bæjarstjórn 20. febrúar s.l. Afgreiðslu frestað.
b) Formaður minnti á tillögu að aðalskipulagi Vestmannaeyjabæjar, sem er til kynningar á Bókasafninu og á Tæknideild og hvatti nefndarmenn til þess að kynna sér hana.
c) Formaður greindi frá því að Myndlistarvor Íslandsbanka hefst í næstu viku.


Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 18.55.
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159