04.02.2003

Skipulagsnefnd 4. Febrúar

 
Skipulagsnefnd 4. Febrúar 2003 Skipulagsnefnd 4. Febrúar 2003 Árið 2003, þriðjudaginn 4. febrúar kl. 16:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja 1476. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi tæknideildar, Tangagötu 1.

Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Stefán Óskar Jónasson, Skæringur Georgsson, Stefán Þór Lúðvíksson, Friðbjörn Valtýsson og Bjarni Guðjón Samúelsson

Eftirtaldir embættismenn kynntu mál: Jökull Pálmar Jónsson og Ólafur Ólafsson

Þetta gerðist:


Nýbyggingar
1. Áshamar 3F, Leyfi til að byggja bílskúr Mál nr. BN020131Skjalnr.
130933-3869 Gísli Halldór Jónasson, Áshamri 3F, 900 Vestmannaeyjar

Gísli Jónasson sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að byggja bílskúr framan við raðhús sitt að Áshamri 3F, skv. teikningum Páls Zóphóníassonar tæknifræðings. Bílskúr er staðsettur framan við hús eins og upphaflega var gert ráð fyrir.

Þann 3.12.2002 bókaði nefndin:
"Nefndin frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir afstöðu annara íbúðaeigenda í raðhúsalengjunni að Áshamri 3a-3f. Byggingarfulltrúa er falið að ræða við umsækjanda og aðra íbúðareigendur."

Engin hinna íbúðareigenda við Áshamar 3 svaraði grenndarkynningu og teljast því allir
hagsmunaaðilar hlyntir umræddri framkvæmd. Umsækjandi óskar hins vegar að leggja fram rök vegna skoðanna sinna um staðsetningu bílskúrs.


Nefndin hafnar beiðni umsækjanda um staðsetningu bílskúrs og vísar í fyrri bókun nefndarinnar frá 03.10.2002. Fyrirkomulag og staðsetning bílskúra framan við íbúðir í Áshamri 3 skal vera eins hjá öllum. Nefndin telur ófært að einn bílskúr skeri sig úr hvað varðar afstöðu gagnvart íbúð.
Nefndin samþykkir byggingu bílskúrs skv. teikningum frá Teiknistofu PZ ehf. sem sendar voru í grenndarkynningu og teljast samþykktar af nágrönnum.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
 

Breytingar
2. Áshamar 3F, Leyfi til að reisa vindfang við útidyr að Áshamri 3F Mál nr. BN030006Skjalnr.
130933-3869 Gísli Halldór Jónasson, Áshamri 3F, 900 Vestmannaeyjar

Gísli Jónasson óskar eftir leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að reisa vindfang úr áli og gleri framan við útidyr af húsi sínu að Áshamri 3F

Nefndin samþykkir erindið.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Nýbyggingar
3. Hásteinsvegur 37, Bygging bílskýlis við Hásteinsveg 37 (34.330.370) Mál nr. BN020054Skjalnr.
140959-5889 Már Friðþjófsson, Hásteinsvegi 37, 900 Vestmannaeyjar

Már Friðþjófsson gerir fyrirpsurn til skipulags- og byggingarnefndar um möguleika þess að byggja bílskýli við hús sitt að Hásteinsvegi 37 skv. meðfylgjandi teikningum.

Þann 20.06.2002 bókaði nefndin:
"Nefndin frestar erindinu og óskar eftir frekari upplýsingum. Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997"

Er nú skilað inn grófum teikningum af fyrirhuguðu bílskýli og samþykki nágrannanna að Hásteinsvegi 39.

Nefndin bókaði þann 30.07.2002:Nefndin er hlynnt erindinu enda komi fram á fullnaðarteikningum að fyrirhugað bílskýli uppfylli ákvæði laga og reglugerða varðandi brunamál o.fl. og endanlegar teikningar verði samþykktar af nágrönnum.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags-og byggingarlögum nr. 73/1997

Eru nú lagðar fram teikningar Ágústs Hreggviðssonar af bílgeymslu milli Hásteinsvegar 37 og 39.

Nefndin samþykkir erindið með eftirfarandi skilyrðum:
Þak bílgeymslu skal uppfylla EI60, aðskilnaður milli Hásteinsvegar 37 og bílgeymslu skal vera EI60, Aðskilnaður milli bílgeymslu og Hásteinsvegar 39 skal vera REI-M120 eldvarnarveggur. Uppdrættir sem sýna þessar breytingar skal skilað inn til byggingarfullttrúa áður en framkvæmdir hefjast ásamt skráningartöflu.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
 

4. Illugagata 29, Bygging bílskúrs (46.830.290) Mál nr. BN030009Skjalnr.
091065-5339 Viðar Sigurjónsson, Illugagötu 29, 900 Vestmannaeyjar
200768-4859 Eygló Elíasdóttir, Illugagötu 29, 900 Vestmannaeyjar

Viðar Sigurjónsson óskar eftir leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að byggja bílskúr við hús sitt að Illugagötu 29 skv. meðfylgjandi uppdráttum Teiknistofu PZ ehf. Sótt er um bílskúr vestan við hús en byggingarnefnd hafði áður samþykkt byggingu bílskúrs sunnan við hús umsækjanda. Fyrir liggur samþykki húseigenda við Illugagötu 23, 25 og 27.

Nefndin samþykkir erindið.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997


5. Kirkjuvegur 100, Fyrirspurn vegna stækkunnar safnaðarheimilis (50.631.000) Mál nr. BN030010Skjalnr.
710169-0639 Landakirkja, Kirkjuvegi 100, 900 Vestmannaeyjar

Lögð er fram fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar vegna hugsanlegrar stækkunar á safnaðarheimili Landakirkju. Við byggingu safnaðarheimilis var á sínum tíma veitt undanþága frá kröfu um lyftu þar sem ógerlegt reyndist að koma henni fyrir.

Nefndin frestar erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma á fundi fulltrúa nefndarinnar og fulltrúum fatlaðra og eldri borgara.


6. Kirkjuvegur 23, Stækkun Íslandsbanka, viðbygging við 1.hæð (50.630.230) Mál nr. BN030007Skjalnr.
421289-8249 Íslandsbanki hf. útibú 582, Kirkjuvegi 23, 902 Vestmannaeyjar

Fyrirspurn vegna viðbyggingar við Kirkjuveg 23. Íslandsbanki óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar varðandi fyrirhugaða stækkun bankans skv. meðfylgjandi uppdráttum Glámu-Kím. Um er að ræða stækkun á einni hæð til austurs.

Nefndin er hlynnt framkvæmdinni. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kynna nágrönnum fyrirhugaða framkvæmd. Skipulags- og byggingarnefnd beinir því til húseiganda að komið verði fyrir lyftu í stofnunina sbr. 201. gr. byggingarreglugerðar 441/1998.

 

7. Klif 161605, Endurnýjun lóðarleigusamnings Vestmannaeyjabæjar við Landssíma Íslands um Klifið 161605 (99.984.400) Mál nr. BN020013Skjalnr.
561294-2409 Landssími Íslands hf. , v/Austurvöll , 150 Reykjavík

Valdimar Jónsson f.h. Símans sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi Símans í Klifinu. Vegna þessa hefur Valdimar Jónsson, forstöðumaður fasteignadeildar Símans sent skipulags- og byggingarnefnd meðfylgjandi bréf.


Nefndin frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir því að Síminn geri grein fyrir rýmisþörf og framtíðaráformum sínum á Klifinu. Telji Síminn nauðsynlegt að nýr lóðarleigusamningur nái yfir jafn stórt svæði og sá lóðarleigusamningur sem nú er útrunninn óskar nefndin eftir að færð verði rök fyrir því.

Afgreiðsla BFTR
8. Hásteinsvegur 160794, Innrétta skrifstofur og fundarherbergi á annari hæð í Týsheimili (34.331.000) Mál nr. BN030008Skjalnr.
680197-2029 ÍBV íþróttafélag , Þórsheimilinu v/Hamarsveg , 900 Vestmannaeyjar

ÍBV sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að útbúa skrifstofur og fundarherbergi á annari hæð í norður hluta Týsheimilis, skv. teikningum Teiknistofu PZ ehf.
Byggingarfulltrúi hefur yfirfarið teikningar með Slökkviliðsstjóra.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 28.01.2003:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar ÍBV að gera umsóttar breytingar á 2.hæð norðurhluta Týsheimilis við Hásteinsveg.
Veggir merktir A-120 á uppdrætti skulu vera A-EI120
Eldvarnarhurðir sem settar verða upp skulu vera frá framleiðanda sem hlotið hefur viðurkenningu á framleiðslu sinni frá Brunamálastofnun.
Viðeigandi gerðir handslökkvitækja skulu settar upp í skrifstofum, skv. gr.109.8 byggingarreglugerðar 441/1998.
Í flóttaleiðum skal vera út- og neyðarlýsing skv. gr. 109.9 byggingarreglugerðar 441/1998.
Eldvarnarveggur skal ná upp að ystu þakklæðningu og skal þak vera EI60 í 1,2m út frá vegg í báðar áttir.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

 

9. Heiðarvegur 52, Leyfi til að einangra hús og klæða og skipta um glugga. (35.530.520) Mál nr. BN030003Skjalnr.
130952-4969 Ólafur Friðriksson, Heiðarvegi 52, 900 Vestmannaeyjar
191152-2129 Þuríður Guðjónsdóttir, Heiðarvegi 52, 900 Vestmannaeyjar

Ólafur Friðriksson sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að einangra hús sitt með steinull og klæða með ímúr. Einnig er sótt um leyfi til að skipta um glugga skv. uppdrætti.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 8.1.2003:
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Ólafi Friðrikssyni að einangra og klæða hús sitt og skipta um glugga. Stærðir opnanlegra faga skulu vera skv. 159. gr. byggingarreglugerðar 441/1998.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997


10. Norðursund 7, Leyfi til að endurbyggja gaflvegg vörugeymslu (66.430.070) Mál nr. BN030004Skjalnr.
311245-2369 Ragnar Þór Baldvinsson, Illugagötu 25, 900 Vestmannaeyjar

Ragnar Þór Baldvinsson sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að endurbyggja suðurgafl geymsluhúsnæðis að Norðursundi 7. Verður gaflinn steyptur en útlit breytist ekki.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 08.01.2003:
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Ragnari Þóri Baldvinssyni að endurbyggja suðurgafl Norðursunds 7.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:20
Stefán Óskar Jónasson
Skæringur Georgsson Stefán Þór Lúðvíksson
Friðbjörn Valtýsson Bjarni Guðjón Samúelsson

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159