28.01.2003

Menningarmálanefnd 28. Janúar

 
Menningarmálanefnd 28. Janúar 2003 Menningarmálanefnd 28. Janúar 2003 182. fundur menningarmálanefndar Vestmannaeyjabæjar var haldinn á bókasafninu þriðjudaginn 28. janúar 2003 kl. 17.15. Mætt voru Selma Ragnarsdóttir, Oddný Garðarsdóttir og Sigríður Bjarnadóttir. Auk þeirra sátu fundinn Nanna Þóra Áskelsdóttir, Hlíf Gylfadóttir og Sigurður Símonarson.

Formaður, Selma Ragnarsdóttir setti fund og stjórnaði honum.


1. mál.
Rætt um verkefni á vegum Byggðasafnsins, þar sem lögð yrði áhersla á að setja upp viðbót við goslokabásinn í tengslum við 30 ára afmæli eldgoss á Heimaey. Fram kom að erfiðlega hefur gengið að safna munum frá gostímanum til viðbótar við þá sem til eru á safninu. Ýmsar hugmyndir voru ræddar um breytingu á uppsetningu og möguleikum á tengingu við annað sýningarþema. Stefnd er að því að opna sýningu fyrir páska. Í framhaldi var rætt um sérstakt átaksverkefni í flokkun skjala er tengjast gosinu.

2. mál.
Á vegum bókasafnanna í landinu er í undirbúningi verkefni sem nefnist “Bækur og móðurmál”. Forstöðumaður gerði grein fyrir verkefninu og hluta bókasafns Vestmannaeyja í því..

3. mál.
Formaður gerði grein fyrir bréfi frá Jóhanni Jónssyni til hafnarstjórnar, sem vísað var til menningarmálanefndar og bréfi Jóhanns til hafnarstjórnar, dags. 23.01.03.

4. mál.
Formaður skýrði frá hugmyndum um að koma upp veitingaaðstöðu á Skanssvæðinu í sumar. Selma mun ræða við þá sem málið varðar.

5. mál.
Nefndin ræddi ýmsar hugmyndir um Menningarhús og þá starfsemi sem þangað á að fara.

6. mál.
Menningarmálanefnd ræddi þann möguleika að opna Blátind til sýningar í sumar. Samþykkt að fá kostnaðaráætlun fyrir tveimur möguleikum og að stefna að því að stefnt verði að því að opna sýningu á bátnum næstkomandi sjómannadag.

7. mál.
Rætt um helstu áherslur menningarmálanefndar sem óskað er eftir að tekið verði tillit til við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003.

8. önnur mál.
a) Menningarmálanefnd fagnar þeirri samþykkt bæjarráðs frá 20. janúar s.l. um að hafið skuli átak við fegrun bæjarins og hvetur til almennrar þátttöku við verkefnið.
b) Menningarmálanefnd Vestmannaeyjabæjar skorar á þjóðhátíðarnefnd IBV að taka aftur upp fyrri aðferð við val á þjóðhátíðarlagi, þ.e. að efna til samkeppni um þjóðhátíðarlag ársins.
c) Forstöðumaður safnahúss greindi frá viðræðum við Listasafn Íslands um samvinnu við sýningar á verkum Júlíönu Sveinsdóttur sem settar verði uppp í haust í Reykjavík og í Eyjum.
d) Menningarmálanefnd færir Verkalýðsfélaginu Drífanda og Verslunarmannafélagi Vestmannaeyja bestu þakkir fyrir veittan stuðning á árinu 2002 í átaksverkefni við að skrá skjöl verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyjum.

 


Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 19.00
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159