07.01.2003

Skipulagsnefnd 7. Janúar

 
Skipulagsnefnd 7. Janúar 2003 Skipulagsnefnd 7. Janúar 2003 Skipulags- og byggingarnefnd

Árið 2003, þriðjudaginn 7. janúar kl. 16:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja 1474. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi tæknideildar, Tangagötu 1.

Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Helgi Bragason, Stefán Þór Lúðvíksson, Stefán Óskar Jónasson, Sigurður Páll Ásmundsson og Friðbjörn Valtýsson.

Eftirtaldir embættismenn kynntu mál: Jökull Pálmar Jónsson og Ólafur Ólafsson.

Þetta gerðist:


Umferðarmál
1. Bifreiðastæði fyrir stórar bifreiðar, Umsókn um bifreiðastæði fyrir stórar bifreiðar Mál nr. BN020135Skjalnr.
130338-3489 Haukur Guðjónsson, Illugagötu 31, 900 Vestmannaeyjar
260957-2449 Sigurmundur Gísli Einarsson, Suðurgerði 4, 900 Vestmannaeyjar
Sigurmundur Einarsson og Haukur Guðjónsson óska eftir því við skipulags- og byggingarnefnd að útbúin verði bifreiðastæði fyrir stórar birfreiðar skv. meðfylgjandi afstöðumyndum. Sigurmundur og Haukur telja sig ekki geta haft eftirlit með atvinnutækjum sínum sé þeim lagt skv. samþykkt um um bifreiðastæði fyrir stór ökutæki sem samþykkt var í byggingarnefnd þann 1.10.2001 og sé atvinnutækjum þeirra því hætta búinn vegna skemmdarverka.

Nefndin getur ekki orðið við erindinu.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Bréf
2. Norðurgarður, Umsókn um land til ræktunar Mál nr. BN020127Skjalnr.
270970-5679 Valgeir Arnórsson, Hrauntúni 57, 900 Vestmannaeyjar
Valgeir Arnórsson sækir um til skipulags- og byggingarnefndar að fá land við Norðurgarð úthlutað til ræktunar. Valgeir er sem stendur að byggja einbýlishús á 900m2 lóð í landi Norðurgarðs. Valgeir hefur hugmyndir um að loka svæðinu fyrir ágangi búfjár og stuðla að ræktun svæðisins í samráði við garðyrkjustjóra Vestmannaeyja. Svæðið yrði opið fyrir alla Eyjamenn til eðlilegrar útivistar.

Nefndin bókaði þann 03.12.2002: Nefndin er hlynnt erindinu en óskar eftir skýrri afstöðumynd af því landi sem sótt er um áður en endanleg afstaða verður tekin.

Meðfylgjandi nú er uppdráttur er sýnir stærð lands og staðsetningu.

Nefndin frestar erindinu
 

Annað
3. Heimaklettur, Lýsa upp suðurhlið Heimakletts Mál nr. BN010086Skjalnr.
200250-2499 Friðbjörn Valtýsson, Smáragötu 2, 900 Vestmannaeyjar
Friðbjörn Ó. Valtýsson óskar eftir leyfi skipulags- og byggingarnefndar vegna fyrirhugaðrar lýsingar á suðurhlið Heimakletts. Ljósum yrði komið fyrir skv. meðfylgjandi uppdrætti Rafteikningar hf.

Nefndin samþykkir erindið.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

Afgreiðsla BFTR
4. Dverghamar 40, Leyfi til að byggja garðstofu (18.930.400) Mál nr. BN020137Skjalnr.
020356-3409 Tómas Jóhannesson, Dverghamar 40, 900 Vestmannaeyjar
170456-3359 Fanney Björk Asbjörnsdóttir, Dverghamri 40, 900 Vestmannaeyjar
Tómas Jóhannesson og Fanney Ásbjörnsdóttir sækja um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að byggja garðstofu við raðhús sitt að Dveghamri 40 skv. teikningum Sigurjóns Pálssonar, tæknifræðings. Garðstofan er 13m2 og 29,8m3 að stærð. Samþykki nágranna að Dverghamri 35, 39 og 42 liggur fyrir.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 17.12.2002:
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Fanneyju Ásbjörnsdóttur og Tómasi Jóhannessyni að byggja garðstofu skv. teikningum Sigurjóns Pálssonar.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

5. Dverghamar 41, Leyfi til að byggja garðstofu (18.930.410) Mál nr. BN020138Skjalnr.
250643-3149 Snorri Gestsson, Dverghamri 41, 900 Vestmannaeyjar
060453-3309 Auður Ingvarsdóttir, Dverghamar 41, 900 Vestmannaeyjar
Snorri Gestsson og Auður Ingvarsdóttir sækja um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að byggja garðstofu við raðhús sitt að Dveghamri 41 skv. teikningum Sigurjóns Pálssonar, tæknifræðings. Garðstofan er 13m2 og 29,8m3 að stærð. Samþykki nágranna að Dverghamri 39 liggur fyrir.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 17.12.2002:
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Snorra Gestssyni og Auði Ingvarsdóttur að byggja garðstofu skv. teikningum Sigurjóns Pálssonar.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
 

6. Friðarhöfn 160710, Leyfi til að byggja vörurampa, koma fyrir tveimur vöruhurðum og klæða og einangra þak. (25.733.050) Mál nr. BN030002Skjalnr.
510169-1829 Eimskipafélag Íslands hf, Pósthússtræti 2, 101 Reykjavík
Eimskipafélag Íslands sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að byggja vörurampa sunnan vöruskemmu á Eiðinu og koma fyrir tveimur vöruhurðum 3x3m í stað einnar sem fyrir er. Einnig skal koma fyrir gönguhurð 1x2m og klæða þak með PROTAN-SE dúk og endurnýja þakkassa, skv. teikningum Páls Zóphóníassonar, tæknifræðings.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 20.12.2002:
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Eimskipafélagi Íslands að byggja vörurampa, koma fyrir tveimur vöruhurðum og gönguhurð ásamt því að klæða þak með PROTAN-SE dúk og endurnýja þakkassa, skv. teikningum Páls Zóphóníassonar, tæknifræðings.
Skv. leiðbeiningum Brunamálastofnunnar:
1. byggingin skal hafa viðurkenndan reyklosunarbúnað
2. Setja skal upp viðeigandi gerðir handslökkvitækja í samráði við slökkviliðsstjóra/eldvarnareftirlitsmann
3. Sjálfvirka brunaviðvörunarkerfið skal tengt viðurkenndri vaktstöð.
4. Veggir, hurðir, loft og milligólf milli brunahólfa skulu vera a.m.k. EI60, EI-CS30 og REI-60
5. Stigi skal vera a.m.k. R30
6. Ef hlaða á rafdryfna lyftara í vörugeymslum skal það fara fram í sérstöku herbergi, afmarkað með byggingarhlutum EI60 og EI-CS30 hurð.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

8. Heiðarvegur 9B, Leyfi til að innrétta 3 íbúðir á 2.hæð Heiðarvegs 9B. (35.530.092) Mál nr. BN020133Skjalnr.
201156-3519 Þorvarður V Þorvaldsson, Bröttugötu 5, 900 Vestmannaeyjar
061059-7099 Guðrún Bjarný Ragnarsdóttir , Bröttugötu 5, 900 Vestmannaeyjar
Þorvarður Þorvaldsson og Guðný Ragnarsdóttir sækja um leyfi skipualgs- og byggingarfulltrúa til að innrétta 3 íbúðir á 2. hæð Heiðarvegs 9B skv. teikningum Páls Zóphóníassonar, tæknifræðings.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 16.12.2002:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Þorvarði Þorvaldssyni að útbúa þrjár íbúðir á efri hæð Heiðarvegar 9B skv. teikningum Teiknistofu PZ ehf. Farið skal að ákvæðum byggingarreglugerðar 441/1998 í einu og öllu, en þar kemur m.a. fram að baðherbergi skal loftræsa á fullnægjandi hátt, hverri íbúð skal fylgja aðgangur að sorpgeymslu með eitt sorpílat fyrir hverja íbúð og 1 bílastæði skal fylgja hverri íbúð. Sérstaklega skal huga að ákvæðum um hljóðvist og skulu a.m.k. uppfyllt lágmarksákvæði um helstu þætti hljóðvistar í húsum skv. 8. kafla byggingarreglugerðar 441/1998."

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
 

9. Túngata 1, Leyfi til að byggja garðstofu (88.930.010) Mál nr. BN020136Skjalnr.
270853-5369 Stefán Örn Jónsson, Túngötu 1, 900 Vestmannaeyjar
Stefán Jónsson sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að byggja garðstofu við einbýlishús sitt að Túngötu 1 skv. teikningum Sigurjóns Pálssonar, tæknifræðings. Garðstofan er 20,4m2 og 46,9m3 að stærð.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 16.12.2002:
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Stefáni Jónssyni að byggja garðstofu skv. teikningum Sigurjóns Pálssonar.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:15
Helgi Bragason
Stefán Þór Lúðvíksson Stefán Óskar Jónasson
Sigurður Páll Ásmundsson Friðbjörn Valtýsson

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159