17.12.2002

Menningarmálanefnd 17. Desember

 
Menningarmálanefnd 17. Desember 2002 Menningarmálanefnd 17. Desember 2002 181. fundur menningarmálanefndar Vestmannaeyjabæjar var haldinn í Ráðhúsinu þriðjudaginn 17. desember 2002 kl. 17.15. Mætt voru Selma Ragnarsdóttir, Oddný Garðarsdóttir og Sigríður Bjarnadóttir. Auk þeirra sátu fundinn Nanna Þóra Áskelsdóttir og Sigurður Símonarson.

Formaður setti fund, en vék síðan af fundi við afgreiðslu 1. máls.

1. Bókun skólamálaráðs á fundi 4. des. sl., þar sem mælst er til að menningarmálanefnd komi að verkefninu Listahátíðar ungs fólks í Eyjum með jafnt framlag á móti ráðinu, en menningarmálanefnd hafði styrkt þetta verkefni á síðasta ári.

Menningarmálanefnd samþykkir 60 000 kr framlag til verkefnisins á árinu 2003 og verði gert ráð fyrir þeirri upphæð á fjárhagsáætlun fyrir það ár.

Formaður tók aftur við stjórn fundarins.

2. Forstöðumaður bókasafnsins lagði fram til kynningar skýrslu um dreifingu á útlánum bókasafnanna í nóvember. Fram kemur í skýrslunni hvenær mánaðar og hvaða tíma dagsins mesta álagið er í útlánum safnanna.

3. Lagt fram afrit af bréfi fulltrúa Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja, dags. 8. nóvember 2002, en því hafði verið vísað til menningarmálanefndar frá fundi bæjarráðs 25. nóvember sl. Í bréfinu er farið fram á fjárstyrk til þess að geta lokið verkefni sem felur í sér efnistöku Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja frá upphafi og greiningu nafna þeirra er fram koma í þeirri efnistöku. Áætlað fjármagn sem vantar til þess að ná endum saman við kostnað, þar með talda útgáfu ritsins, er um 1 300 000 kr.

Menningarmálanefnd telur að hér sé um merkilegt verkefni að ræða sem tengist óhjákvæmilega varðveislu heimilda í bæjarfélaginu og samþykkir því að Skjalasafn Vestmannaeyja styrki verkefnið með 150 000 kr. framlagi af fjárhagsáætlun ársins 2002.

4. Formaður lagði fram svarbréf til Jóhanns Jónssonar ásamt fylgiskjölum um verkefnið “Hraun og fólk”. Í framhaldi af umræðum ákveður menningarmálanefnd að fara í skoðunarferð með hækkandi sól, taka myndir af verkunum og skrá ítarlegri staðsetningu þeirra.


5. Rætt um helstu áherslur menningarmálanefndar við gerð fjárhagsáætlunar 2003, en samkvæmt venju verður áætlunin í heild sinni til umfjöllunar í nefndinni að lokinni fyrri umræðu í bæjarstjórn.

 

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 16.55.
Selma Ragnarsdóttir
Nanna Þóra Áskelsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir
Oddný Garðarsdóttir
Sigurður R. Símonarson
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159