03.12.2002

Skipulagsnefnd 3. Desember

 
Skipulagsnefnd 3. Desember 2002 Skipulagsnefnd 3. Desember 2002 --------------------------------------------------------------------------------

Skipulags- og bygginganefnd
1473. fundur 2002


--------------------------------------------------------------------------------
Ár 2002, þriðjudaginn 3. desember kl. 17:00 var haldinn 1473. fundur skipulags- og byggingarnefndar Vestmannaeyja. Þessir sátu fundinn: Jökull Pálmar , Helgi Bragason, Stefán Þór Lúðvíksson, Stefán Óskar Jónasson, Sigurður Páll Ásmundsson og Baldvin K Kristjánsson. Einnig sátu fundinn: . Ritari var Jökull Pálmar Jónsson.
--------------------------------------------------------------------------------

Þetta gerðist:

--------------------------------------------------------------------------------

1. Skildingavegur 10, Útbúa íbúð í iðnaðarhúsnæði
(Verknúmer: BN020123)
020371-3749 Jakob Smári Erlingsson
Áshamar 28 900 Vestmannaeyjar

Borist hefur fyrirspurn frá Jakobi Smára Erlingssyni til skipulags- og byggingarnefndar um álit nefndarinnar á því hvort íbúð skuli leyfð í iðnaðarhúsnæði og á landi sem telst iðnaðarsvæði skv. gildinandi aðalskipulagi Vestmannaeyja 1988-2008.
Nefndin getur ekki orðið við erindinu en vísar málinu til vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulags Vestmannaeyja.

--------------------------------------------------------------------------------
2. Bessahraun 11, Umsókn um lóð til byggingar parhúss
Verknúmer: BN020130
550294-2499 Steini og Olli ehf.
Litlagerði 3 900 Vestmannaeyjar

Magnús Sigurðsson f.h. Steina og Olla ehf. sækir um lóð að Bessahrauni 11 til byggingar parhúss.

Lóðarstærð: 1130.5 m2
Nefndin samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá lóðarleigusamning við umsækjanda. Áréttað er að hafi framkvæmdir ekki hafist innan eins árs frá úthlutunardegi, fellur lóðin aftur til Vestmannaeyjabæjar.
Lóðarstærð: 1130.5 m2
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
3. Bessahraun 13, Umsókn um lóð til byggingar einbýlishúss, íbúðarhúss.
Verknúmer: BN020124
270476-5979 Ester Sigríður Helgadóttir
Hólagata 10 900 Vestmannaeyjar
061074-3339 Magnús Sigurðsson
Hólagötu 10 900 Vestmannaeyjar

Magnús Sigurðsson og Ester Helgadóttir óska eftir að skipulags- og byggingarnefnd úthluti þeim byggingarlóð að Bessahrauni 13 til byggingar íbúðarhúss.

Lóðarstærð: 743 m2
Nefndin samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá lóðarleigusamning við umsækjanda. Áréttað er að hafi framkvæmdir ekki hafist innan eins árs frá úthlutunardegi, fellur lóðin aftur til Vestmannaeyjabæjar.
Lóðarstærð: 743 m2
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
4. Illugagata 31, Bréf vegna bifreiðastöðu stórra farartækja
(Verknúmer: BN020132)
130338-3489 Haukur Guðjónsson
Illugagötu 31 900 Vestmannaeyjar

Í meðfylgjandi bréfi óskar Haukur Guðjónsson eftir því að skipulags- og byggingarnefnd haldi í óbreytt fyrirkomulag hvað varðar stöður stórra farartækja. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillögu um svæði fyrir birfreiðastöður stórra farartækja á fundi þann 1.10.2001.
Nefndin getur ekki orðið við erindinu og vísar til fyrri samþykktar frá 1.10.2002. Byggingarfulltrúa er falið að ræða við bréfritara um bifreiðastæði.

--------------------------------------------------------------------------------
5. Norðurgarður, Umsókn um land til ræktunar
Verknúmer: BN020127
270970-5679 Valgeir Arnórsson
Hrauntúni 57 900 Vestmannaeyjar

Valgeir Arnórsson sækir um til skipulags- og byggingarnefndar að fá land við Norðurgarð úthlutað til ræktunar. Valgeir er sem stendur að byggja einbýlishús á 900m2 lóð í landi Norðurgarðs. Valgeir hefur hugmyndir um að loka svæðinu fyrir ágangi búfjár og stuðla að ræktun svæðisins í samráði við garðyrkjustjóra Vestmannaeyja. Svæðið yrði opið fyrir alla Eyjamenn til eðlilegrar útivistar.
Nefndin er hlynnt erindinu en óskar eftir skýrri afstöðumynd af því landi sem sótt er um áður en endanleg afstaða verður tekin.

--------------------------------------------------------------------------------
6. Áshamar 3F, Leyfi til að byggja bílskúr
Verknúmer: BN020131
130933-3869 Gísli Halldór Jónasson
Bröttugötu 33 900 Vestmannaeyjar

Gísli Jónasson sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að byggja bílskúr framan við raðhús sitt að Áshamri 3F, skv. teikningum Páls Zóphóníassonar tæknifræðings. Bílskúr er staðsettur framan við hús eins og upphaflega var gert ráð fyrir.
Nefndin frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir afstöðu annara íbúðaeigenda í raðhúsalengjunni að Áshamri 3a-3f. Byggingarfulltrúa er falið að ræða við umsækjanda og aðra íbúðareigendur.

--------------------------------------------------------------------------------
7. Strandvegur 102, Endurbygging Ísfélags Vestmannaeyja
(Verknúmer: BN020129)
660169-1219 Ísfélag Vestmannaeyja hf
Strandvegi 28 900 Vestmannaeyjar

Ísfélag Vestmannaeyja óskar eftir leyfi til að endurbyggja húsnæði sitt að Strandvegi 102 skv. teikningum Páls Zóphóníassonar, tæknifræðings dagsettum í október 2002. Uppdrættir hafa hlotið samþykki Brunamálastofnunnar, Vinnueftirlits og Heilbrigðiseftirlits.
Nefndin samþykkir erindið.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
8. Vallargata 8, Sótt um leyfi til að byggja við hús að Vallargötu 8
(Verknúmer: BN020059)
160364-2389 Sigurjón Kristinsson
Vallargötu 8 900 Vestmannaeyjar
151263-3489 Hafdís Óskarsdóttir
Vallargötu 8 900 Vestmannaeyjar

Sigurjón Kristinsson og Hafdís Óskarsdóttir sækja um leyfi til skipulags- og byggigarnefndar til að byggja við hús sitt skv. meðfylgjandi teikningum Ágústs Hreggviðssonar.

Fyrirhuguð framkvæmd hefur verið grenndarkynnt eigendum fasteigna aðliggjandi lóða og hafa ekki borist athugasemdir frá þeim.

Nefndin samþykkir erindið.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997


--------------------------------------------------------------------------------
9. Lyngfell 160205, Framkvæmdaleyfi til að gera skeiðvöll
(Verknúmer: BN020117)
560384-0179 Bergur-Huginn hf.
pósthólf 236 902 Vestmannaeyjar

Magnús Kristinsson sækir um framkvæmdaleyfi til skipulags- og byggingarnefndar fyrir skeiðvelli sem koma skal á landi Lyngfells skv. meðfylgjandi afstöðumynd. Í umsókn sinni tekur Magnús fram að hann sé eini eigandi landsins og nærliggjandi íbúðarhúss.

Nefndin hefur áður frestað afgreiðslu þessa erindis, þann 05.11.2002
Nefndin samþykkir erindið en bindur samþykkið þeim skilyrðum að frágangur verði snyrtilegur og sáð verði í fláa. Nefndin áréttar að verði byggð mannvirki á svæðinu þarf að sækja sérstaklega um það til skipulags- og byggingarnefndar.

--------------------------------------------------------------------------------
10. Skógrækt í Vestmannaeyjum, Fyrirspurn varðandi land til skógræktar og ósk um úthlutun á landi til skógræktar
Verknúmer: BN020128
010257-3879 Oddur Björgvin Júlíusson
Brekastígur 7b 900 Vestmannaeyjar

Í meðfylgjandi bréfi spyr Oddur Björgvin Júlíusson hvort til sé land í Vestmannaeyjum undir skógrækt og ef svo sé fer hann fram á að fá úthlutað landi til skógræktar.
Skv. gildandi aðalskipulagi er svæði við Helgafell sem skipulagt er undir skógrækt. Svæðið lýtur forræði garðyrkjustjóra og er bréfritara bent á að hafa samband við hann um að fá skika til trjáræktar. Einnig er bent á Skógræktarfélag Vestmannaeyja.

--------------------------------------------------------------------------------
11. Friðarhöfn 160711, Frárennslislagnir og olíuskiljur við Skýlið Friðarhöfn
(Verknúmer: BN020125)
611276-0289 Verkfræðistofa Sigurðar Thor hf
Kirkjuvegi 23 900 Vestmannaeyjar
500269-4649 Olíufélagið hf.
Básaskersbryggju 900 Vestmannaeyjar

Guðmundur Elíasson, verkfræðingur f.h. Olíufélagsins hf. óskar eftir samþykki á fyrirkomulagi olíuskilju og frárennslislagna við Skýlið í Friðarhöfn skv. meðfylgjandi uppdrætti Guðmundar.
Samþykki Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggur fyrir.
Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 11.11.2002:
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Olíufélaginu hf. að endurnýja frárennslislagnir og olíuskilju við Skýlið í Friðarhöfn skv. teikningum Guðmundar Elíassonar, verkfræðings.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
12. Hátún 8, Leyfi til að fjarlægja skorstein
(Verknúmer: BN020126)
230923-2219 Emil S Magnússon
Hátúni 8 900 Vestmannaeyjar

Kristján Eggertsson sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa f.h. Emils Magnússonar að fjarlægja skorstein að Hátúni 8
Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 13.11.2002:
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Emil Magnússyni að fjarlægja skorstein af Hátúni 8.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159