28.11.2002

Umhverfisnefnd 28. Nóvember

 
Umhverfisnefnd 28. Nóvember 2002 Umhverfisnefnd 28. Nóvember 2002
34. fundur fimmtudag 28. nóvember 2002 kl. 12.00

Mætt voru: Sigurður Páll Ásmundsson, Einar Steingrímsson og
Hulda Sigurðardóttir.
 


1. mál
Landnýting við Norðurgarð
Borist hefur bréf frá Valgeiri Arnórssyni um nýtingu lands við Norðurgarð. Nefndin er eindregið hlynnt erindi bréfritara, þar sem fjölnýting er hagstæðasta landnýtingin og trjárækt og ræktun almennt eykur verðgildi lands til muna. Valgeir Arnórsson er hvattur áfram í störfum í þágu umhverfis- og náttúruverndar.


2. mál
Rafgirðingar
Nefndin áréttar enn á ný ályktun um rafgirðingar við gönguleiðir, sbr. fundargerð 2. maí 2000. Samkvæmt henni er ekki leyfð uppsetning rafgirðinga við fólkvanga og gönguleiðir.


3. mál
Samþykkt um búfjárhald
Borist hafa tvær tillögur til umsagnar frá bæjarráði að Samþykkt um búfjárhald í Vestmannaeyjum. Nefndin fagnar fram komnum tillögum og leggur til að tillaga B verði samþykkt svo fremi að meirihluti innan landnytjanefndar styðji hana. Nefndin telur að tillaga B sé betur unnin og á faglegri grunni en tillaga A.

 

 

 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.00

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159