20.11.2002

Menningarmálanefnd 20. Nóvember

 
Menningarmálanefnd 20. Nóvember 2002 Menningarmálanefnd 20. Nóvember 2002 180 fundur menningarmálanefndar var haldinn í Bókasafninu 20.nóv 2002
kl. 17.00

Mættar voru: Oddný Garðasdóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Selma Ragnarsdóttir, Hlíf Gylfadóttir og Nanna Þóra Áskelsdóttir.


1. Tyrkjaránið, rætt um að fresta uppsetningu á lifandi sýningu um eitt ár og beina kröftunum frekar að goslokaafmæli á næsta ári. Ræddar ýmsar hugmyndir í sambandi við goslokaafmæli.

2. Safnvörður ræddi um að lítið væri til af munum tengdum gosinu. Vöntun á öllu sem tengdist gosinu.

3. Þökkum Jóhanni fyrir fyrirspurnina frá 9/10. Verið er að vinna að upplýsingaöflun. Menningamálanefnd ákveður að sækja um átaksverkefi til að ljúka skráningu listaverka í eigu bæjarins. Þar með talin Gps hnit og myndir af verkum um Hraun og menn. Formanni falið að klára að svara bréfritara ásamt skóla og menningarfulltrúa.

4. Formaður lagði fram drög að samstarfssamningi sveitarfélaga á Suðurlandi um menningarmál til kynningar.

5. Rætt um menningarhús og ýmsar hugmyndir reifaðar.

6. Rætt um vinabæjartengsl, ákveðið að fresta frekari umræðu til næsta fundar.

7. Önnur mál. Formaður bókasafns leggur til að árgjald skírteina hækki frá og með 1 janúar 2003. Árgjaldið verði 1000 kr. Leiga á myndböndum hækki í 300 kr 1. janúar 2003


Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 18.45


 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159