05.11.2002

Skipulagsnefnd 5. Nóvember

 
Skipulagsnefnd 5. Nóvember 2002 Skipulagsnefnd 5. Nóvember 2002 --------------------------------------------------------------------------------

Skipulags- og bygginganefnd
1472. fundur 2002


--------------------------------------------------------------------------------
Ár 2002, þriðjudaginn 5. nóvember kl. 16:30 var haldinn 1472. fundur skipulags- og byggingarnefndar Vestmannaeyja. Þessir sátu fundinn: Jökull Pálmar , Helgi Bragason, Stefán Þór Lúðvíksson, Skæringur Georgsson, Baldvin K Kristjánsson og Stefán Óskar Jónasson. Einnig sátu fundinn: . Ritari var Jökull Pálmar Jónsson.
--------------------------------------------------------------------------------

Þetta gerðist:

--------------------------------------------------------------------------------

1. Skólavegur 4A, Bann við að leggja framan við sund milli Skólavegs 4a og 6
(Verknúmer: BN020119)
skipul-full Skipulags- og byggingafulltrúi
Tangagötu 1 900 Vestmannaeyjar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að bannað verði að leggja á 4-5m kafla framan við sund á milli Skólavegs 4a og 6 skv. meðfylgjandi loftmynd. Umrætt sund verður notað sem bílastæði fyrir rafmagnsverkstæði sem opnað hefur verið að Skólavegi 4a. Sundið tilheyrir Skólavegi 4a skv. lóðarleigusamning.
Nefndin samþykkir erindið.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
2. Ráðhúströð, Útskrift úr fundargerð bæjarráðs frá 16.sept 2002
Verknúmer: BN020090
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902 Vestmannaeyjar

Bréf frá stjórn Alþýðuhússins dags. 11.sept s.l. þar sem bent er á slysahættu vegna gegnumaksturs bíla milli Skólavegar og Kirkjuvegar um Ráðhúströð.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
Nefndin bókaði á fundi þann 01.10.2002:
"Nefndin felur Tæknideild að koma með tillögur að umferðarskipulagi fyrir næsta fund." Nú liggja fyrir tillögur Tæknideildar.

Tillögur að breytingum á umferð í Ráðhúströð:
1. Bannað að stöðva ökutæki norðan megin í Ráðhúströð frá gatnamótum Skólavegar og Ráðhúsvegar austur að hlöðnum vegg er snýr að Stakkagerðistúni
2. Bannað að leggja ökutæki sunnan megin í Ráðhúströð frá gatnamótum Skólavegar og Ráðhúsvegar allt austur að væntanlegri innkeyrslu að nýjum bílastæðum 3 metrum austan við Alþýðuhúsið, Skólaveg 21B
3. Leyfilegur hámarkshraði um Ráðhúströð frá Skólavegi að Kirkjuvegi verður 30 km/klst
4. Ytri mörk Ráðhústraðar vestan við Safnahús að Alþýðuhúsi verði afmörkuð eins og fram kemur á nýsamþykktu deiliskipulagi Miðbæjarsvæðisins. Afmörkunin verði gerð með lágum kantsteinum eða mjög lágri girðingu. Gert er ráð fyrir áframhaldandi gegnumkeyrslu í gegnum Ráðhúströð.
5. Gengið verði frá gatnamótum á mótum Skólavegar og Ráðhústraðar eins og fram kemur í nýsamþykktu deiliskipulagi Miðbæjarsvæðisins. Með hellulögn á gatnamótunum fæst fram hæðarmismunur sem virkar sem hraðahindrun á umferð vélknúinna ökutækja.
6. Rætt hefur verið við forsvarsmann Alþýðuhússins að gengið verði á komandi sumri frá skipulögðum bílastæðum austan við Alþýðuhúsið eins og fram kemur í nýsamþykktu deiliskipulagi Miðbæjarsvæðisins.

Nefndin samþykkir tillögur bæjartæknifræðings.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
3. Umferð við Höllina, Bréf frá Sigmari Georgssyni v. umferðarmála við Höllina
Verknúmer: BN020113
010450-3309 Sigmar Georgsson
Smáragata 18 900 Vestmannaeyjar

Í meðfylgjandi bréfi mótmælir Sigmar Georgsson, f.h. Karató, harðlega þeim tillögum um umferðarmál í kringum Höllina sem teknar voru fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 03.10.2002.
Nefndin hefur móttekið erindið

--------------------------------------------------------------------------------
4. Strembugata 13, Höllin, Umferðarskipulag við Höllin
Verknúmer: BN020122

Þann 3.10.2002 bókaði skipulags- og byggingarnefnd "Bæjartæknifræðingi verður falið að vinna að tillögu að bílastæði fyrir fatlaða, rútur og leigubíla í samræmi við umræður á fundi" fyrir bílastæði vestan Hallarinnar.

Fyrir liggur tillaga að umferðarskipulagi í samræmi við umræður á síðasta fundi og samþykkta afstöðumynd af Höllinni frá maí 2001, skv. meðfylgjandi uppdrætti Tækni- og umhverfissviðs.
Nefndin samþykkir tillöguna.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
5. Strembugata 13, Höllin, Útskrift úr fundargerð bæjarráðs frá 4.nóvember 2002
Verknúmer: BN020120

Úr fundargerð bæjarráðs frá 4.11.2002:
"Fyrir lá greinargerð skipulags- og byggingafulltrúa dags 4. nóv. varðandi Höllina, veitinga- og ráðstefnuhús.
Bæjarráð felur skipulags- og bygginganefnd að þrýsta á að ljúka þeim atriðum sem eftir standa skv. greinargerð skipulags- og byggingafulltrúa dags. 4. nóv. 2002. Jafnframt að haldinn verði fundur með forsvarsmönnum Hallarinnar annars vegar og þeim íbúum hins vegar er sendu bæjarráði erindi um málið á síðasta fundi bæjarráðs. Bæjarráð og bæjarstjóri munu jafnframt sitja viðkomandi fundi."


Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera stöðuúttekt á húsinu að Strembugötu 13 og í kjölfarið á því boða til funda með
forsvarsmönnum Hallarinnar annars vegar og þeim íbúum hins vegar er sendu bæjarráði erindi um málið á síðasta fundi bæjarráðs. Jafnframt skal boða bæjarráð og bæjarstjóra á viðkomandi fundi.

--------------------------------------------------------------------------------
6. Trúnaðarmál,
Verknúmer: BN020114

 

--------------------------------------------------------------------------------
7. Heiðarvegur 1, Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna hávaðamála við Prófastinn.
(Verknúmer: BN020115)

Skipulags- og byggingarnefnd hefur borist afrit af svarbréfum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til Vestmannaeyjabæjar, Prófastsins og Gistiheimilisins Heimis vegna bréfs Þorkels Húnbogasonar f.h. Gistiheimilisins Heimis til Heilbrigðisnefndar Suðurlands þar sem farið er fram á úrbætur í hljóðmálum Prófastsins.
Nefndin hefur móttekið erindin.

--------------------------------------------------------------------------------
8. Lyngfell 160205, Framkvæmdaleyfi til að gera skeiðvöll
(Verknúmer: BN020117)
031250-3749 Magnús Kristinsson
Búhamar 11 900 Vestmannaeyjar

Magnús Kristinsson sækir um framkvæmdaleyfi til skipulags- og byggingarnefndar fyrir skeiðvelli sem koma skal á landi Lyngfells skv. meðfylgjandi afstöðumynd. Í umsókn sinni tekur Magnús fram að hann sé eini eigandi landsins og nærliggjandi íbúðarhúss.
Nefndin frestar afgreiðslu erindis.

--------------------------------------------------------------------------------
9. Bessahraun 13, Lóð afsalað til Vestmannaeyjabæjar
Verknúmer: BN020112
130578-5869 Bjarni Halldórsson
Höfðavegi 37 900 Vestmannaeyjar


Bjarni Halldórsson afsalar sér lóð að Bessahrauni 13 sem var úthlutað af skipulags- og bygginganefnd þann 12. febrúar 2002.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 10.10.2002:
Skipulags- og byggingarfulltrúi móttekur ósk Bjarna um afsal lóðar að Bessahrauni 13 og innleysir lóðina til Vestmannaeyjabæjar.

--------------------------------------------------------------------------------
10. Heiðarvegur 51, Leyfi til að fjarlægja skorstein
(Verknúmer: BN020106)
300566-3249 Guðný Þórey Stefnisdóttir
Heiðarvegi 51 900 Vestmannaeyjar

Guðný Stefnisdóttir sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að fjarlægja skorstein á húsi sínu að Heiðarvegi 51.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 16.10.2002:

Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar umsækjanda að fjarlægja skorstein af Heiðarvegi 51.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
11. Hrauntún 45, Leyfi til að breyta gluggum
(Verknúmer: BN020111)
270152-2799 Finnbogi Halldórsson
Hrauntúni 45 900 Vestmannaeyjar

Finnbogi Halldórsson sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að breyta gluggum á húsi sínu að Hrauntúni 45 skv. teikningum Páls Zóphóníassonar, tæknifræðings.
Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 21.10.2002: Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Finnboga Halldórssyni að breyta gluggum skv. teikningum Páls Zóphóníassonar, tæknifræðings. Stærðir opnanlegra faga skulu vera skv. 159. gr. byggingarreglugerðar 441/1998.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
12. Hrauntún 46, Leyfi til að breyta gluggum og þakkassa.
(Verknúmer: BN020110)
271236-4689 Sævald Pálsson
Hrauntúni 46 900 Vestmannaeyjar

Sævald Pálsson sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að breyta þakkassa og gluggum á húsi sínu að Hrauntúni 46 skv. teikningum Páls Zóphóníassonar, tæknifræðings.
Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 21.10.2002: Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Sævaldi Pálssyni að breyta þakkassa og gluggum skv. teikningum Páls Zóphóníassonar. Stærðir opnanlegra faga skulu vera skv. 159. gr. byggingarreglugerðar 441/1998.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
13. Illugagata 14, Breyting á gluggum
Verknúmer: BN020107
160230-3049 Jóna Guðlaug Óskarsdóttir
Illugagötu 14 900 Vestmannaeyjar

Jóna Guðlaug Óskarsdóttir sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til þess að breyta gluggum og staðsetningu pósta í gluggum á Illugagötu 14.
Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 17.10.2002: Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Jónu Óskarsdóttur að breyta gluggum og póstum að Illugagötu 14 skv. teikningu. Stærðir opnanlegra faga skulu vera skv. 159. gr. byggingarreglugerðar 441/1998.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
14. Kirkjuvegur 20, Sótt um leyfi til að klæða þak og setja þakglugga.
(Verknúmer: BN020056)
020839-4499 Brynjar Karl Stefánsson
Kirkjuvegur 20 900 Vestmannaeyjar

Brynjar Karl Stefánsson sækir um leyfi til skipulags- og byggingarfulltrúa til að klæða þak og setja þakglugga á hús sitt að Kirkjuvegi 20. Húsið er byggt 1906 og fellur því undir lög um Húsafriðun frá 2001. Meðfylgjandi er umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins.


Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa:
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Brynjari Stefánssyni að klæða þak og koma fyrir þakglugga.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlöguM nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
15. Skólavegur 4A, Breyting á notkun fasteignar
(Verknúmer: BN020105)
700802-2480 Rafmúli ehf.
Skólavegur 4a 900 Vestmannaeyjar

Bergsteinn Jónasson f.h. Rafmúla ehf. sækir um leyfi til skipulags- og byggingarfulltrúa til að breyta notkun á fasteign að Skólavegi 4a í Vestmannaeyjum. Áður var þar rekin hárgreiðslustofa en verður breytt í rafmagnsverkstæði.
Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 1.10.2002: Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Rafmúla ehf. að breyta notkun húsnæðis að Skólavegi 4a í rafmagnsverkstæði enda uppfylli það kröfur vinnueftirlits og heilbrigðiseftirlits.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
16. Strandvegur 55, Leyfi til að byggja nýtt anddyri og bílskúr vestan húss og stækka bílskúr austan megin og gera breytingar á hurðum og gluggum
(Verknúmer: BN020118)
270465-4559 Eggert Björgvinsson
Strandvegi 55 900 Vestmannaeyjar

Eggert Björgvinsson sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að byggja anddyri/vindfang við hús sitt að Strandvegi 55 ásamt því að stækka bílskúr og gera breytingar á hurð og gluggum skv. teikningum Ágústs Hreggviðssonar. Einnig er sótt um leyfi til að byggja bílskúr við vesturgafl hússins skv. teikningum Ágústs Hreggviðssonar ofan á grunn sem þegar hefur verið steyptur.
Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 04.11.2001:
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Eggerti Björgvinssyni að byggja nýtt anddyri og bílskúr vestan húss og stækka bílskúr austan megin og gera breytingar á hurðum og gluggum. Aðskilnaður milli húss og bílgeymslu skal vera EI60. Hurð á milli húss og vestari bílgeymslu skal vera EI-CS30 og skal hurðin ekki opnast beint inn í íbúðarrými. Veggur bílgeymslu sem er nær lóðarmörkum en 3m skal vera REI-90. Loft og veggklæðningar bílgeymslu skulu vera í flokki 1. Farið skal í öllu að ákvæðum byggingarreglugerðar 441/1998.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
17. Túngata 23, Breyting á þaki, þ.e. suður- og vesturhlið slegið út.
(Verknúmer: BN010055 01)
121164-3889 Guðmundur Agústsson
Túngötu 23 900 Vestmannaeyjar

Vegna umsóknar frá 13.06.2001 "Guðmundur Ágústsson og Andrea Sigurðardóttir sóttu um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að breyta þaki með því að slá út suður- og vesturhlið þaksins skv. teikningum Teiknistofu PZ ehf. Einnig mun rishæð verða endurskipulögð og innréttuð upp á nýtt." eru lagðar fram nýjar teikningar með þeirri breytingu að einn kvistur er stækkaður.
Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúi dags. 16.október s.l.
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Guðmundi Ágústssyni og Andreu I. Sigurðardóttur að breyta þaki með því að slá út suður- og vesturhlið þaksins sbr. teikningar segja til um.
Stærð opnanlegra faga í gluggum á rishæð skal vera skv. 159. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998, þ.e. a.m.k. 0,50 m á breidd ef um er að ræða hliðarhengdan glugga en annars 0,60 m. Hæð má aldrei vera minni en 0,60 m.
Herbergin tvö á vesturhlið rishæðar skulu vera eigi mjórri en 2,40 m sbr. 94. gr. byggingareglugerðar.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159