22.10.2002

Menningarmálanefnd 22. Október

 
Menningarmálanefnd 22. Október 2002 Menningarmálanefnd 22. Október 2002 179. fundur menningarmálanefndar Vestmannaeyjabæjar var haldinn í Bókasafninu þriðjudaginn 22. október 2002 kl. 17.00. Mætt voru Selma Ragnarsdóttir, Oddný Garðarsdóttir og Sigríður Bjarnadóttir. Auk þeirra sátu fundinn Nanna Þóra Áskelsdóttir, Hlíf Gylfadóttir, Kristján Egilsson og Sigurður Símonarson.

1. Stofnskrár safnanna í Vestmannaeyjum.
Lögð voru fram að nýju drög að stofnskrám fyrir Fiska- og Náttúrugripasafnið í Vestmannaeyjum og Byggðasafn Vestmannaeyja og þau rædd.
Menningarmálanefnd samþykkir drögin fyrir sitt leiti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2. Starfsmannamál.
Forstöðumaður Safnahúss greindi frá umsókn til Svæðisvinnumiðlunar Suðurlands um áframhaldandi átaksverkefni vegna Ljósmyndasafnsins.

3. Forstöðumaður bókasafnsins lagði fram til kynningar skýrslu um niðurstöður Gallup-könnunar á þjónustu almenningsbókasafna.

4. 30 ára goslokarafmæli árið 2003 var rætt og reyfaðar ýmsar hugmyndir um aðstæður og atburði tengda því. Ákveðið að vísa öllum tillögum til goslokanefndar .

5. Önnur mál.
a) Forstöðumaður Safnahúss lagði fram yfirlit yfir útlán bókasafnanna m.a. eftir aldri notenda og tímasetningu útlánanna.
b) Forstöðumaður ræddi nauðsyn þess að ganga frá markmiðslýsingum fyrir söfnin og starfslýsingum starfsfólks safnanna.

 


Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 18.15.

Selma Ragnarsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir
Oddný Garðarsdóttir
Kristján Egilsson
Hlíf Gylfadóttir
Nanna Þóra Áskelsdóttir
Sigurður R. Símonarson
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159