03.10.2002

Umhverfisnefnd 3. Október

 
Umhverfisnefnd 3. Október 2002 Umhverfisnefnd 3. Október 2002
32. fundur fimmtudag 3. október 2002 kl. 16.00

Mætt voru: Sigurður Páll Ásmundsson, Einar Steingrímsson, Hulda Sigurðardóttir og Kristján Bjarnason.

Áréttað skal að starfssvið umhverfisnefndar markast m.a. af ákvæðum 11. gr. laga um náttúruvernd nr. 44/1999.

 


1. mál
Úrræði vegna lausagöngu búfjár
Nú hefur umhverfisnefnd orðið vör við búfé á Heimaey. Er þá einboðið að ráða búfjáreftirlitsmann samkvæmt Lögum um búfjárhald o.fl. nr. 103/2002.
Á meðan leitað er að hæfum manni til starfans beinir nefndin því til bæjarstjórnar sem bráðabirgðalausn á ófremdarástandi að nú þegar verði maður ráðinn sem hafi það verkefni að handsama fé á flandri um friðlönd og garða. Er það gert með tilvísan í lögreglusamþykkt og fundargerðir landnytjanefndar. Viðkomandi skal hafa ágangsfénaðinn í öruggri vörslu og auglýsa eftir eiganda hans. Eigandi beri fullan kostnað af smölun og vörslu og skal bæjargjaldkeri innheimta skuldina. Fyrirkomulag þetta gildi þar til lögbundinn búfjáreftirlitsmaður kemur til starfa.

 

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00

 

 

Afrit sent landnytjanefnd 4/10 2002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159