03.10.2002

Skipulagsnefnd 3. Október

 
Skipulagsnefnd 3. Október 2002 Skipulagsnefnd 3. Október 2002 --------------------------------------------------------------------------------

Skipulags- og bygginganefnd
1471. fundur 2002


--------------------------------------------------------------------------------
Ár 2002, fimmtudaginn 3. október kl. 16:30 var haldinn 1471. fundur skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyja. Þessir sátu fundinn: Ólafur Ólafsson , Skæringur Georgsson, Baldvin K Kristjánsson, Helgi Bragason, Friðbjörn Valtýsson og Bjarni Guðjón Samúelsson. Einnig sátu fundinn: . Ritari var Ólafur Ólafsson.
--------------------------------------------------------------------------------

Þetta gerðist:

--------------------------------------------------------------------------------

1. Hafnargata 2, Leyfi til að reisa 600 m2 stálgrindarhús og klæða með segldúk
(Verknúmer: BN020102)
460290-1559 Saltkaup hf.
Fjarðargata 13-15 220 Hafnarfjörður

Sigurjón Pálsson f.h. Saltkaupa hf. óskar eftir leyfi skipulags- og byggingarnefndar til þess að reisa norskt stálgrindarhús á steyptum grunni og klæða með dúk. Húsið er framleitt af OBWiik í Noregi. Fyrir liggur umsögn slökkviliðsstjóra.
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti enda standist dúkurinn kröfur Brunamálastofnunnar og vísar erindinu til Hafnarstjórnar. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að afla upplýsinga frá Rb v. vottunar á innfluttum byggingarvörum. Gjaldtöku v. hússins og hversu lengi tjaldið má standa er vísað til bæjarráðs til ákvörðunar.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
2. Áshamar 65-71, Leyfi til að gera bilastæði austan við blokkina að Áshamri 65-71
(Verknúmer: BN020051)
490293-2569 Húsfélag Áshamri 65-71
Áshamar 65-71 900 Vestmannaeyjar

Páll Zóphóníasson f.h. húsfélags að Áshamri 65-71 sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar Vestmannaeyja til að gera bílsastæði skv. teikningum Páls Zóphóníassonar, tæknifræðings fyrir Áshamar 65-71.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur þann 22.05. 2002, lýst sig jákvæða gagnvart slíkri framkvæmd en óskaði eftir frekari teikningum.
Þann 03.september 2002 bókaði nefndin eftirfarandi:
"Nefndin samþykkir að senda innlagðan uppdrátt í grenndarkynningu til húsfélaga Áshamars 57-63.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr 73/1997."
Niðurstöður grenndarkynningar liggja nú fyrir. Afstöðu 36 íbúðaeigenda var óskað. Athugasemdir bárust frá íbúum í stigagöngum við Áshamar 57 og 59. Alls voru 12 íbúðir á móti fyrirhugaðri framkvæmd, 1 hlynnt en aðrir svöruðu ekki.
Nefndin samþykkir erindið.
Friðbjörn Valtýsson bókaði: set skilyrði fyrir samþykkt þessarar breytingar, að gerður verði veggur eða girðing, sem bætí úr ónæði, sem hugsanlega getur orðið fyrir íbúa nærliggjandi íbúða.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
3. Umferðarmál í Vestmannaeyjum, Umferðarmál við Höllina, lokun á götum ofl.
Verknúmer: BN020073
skipul-full Skipulags- og byggingafulltrúi
Tangagötu 1 900 Vestmannaeyjar

Skipulags- og byggingarfulltrúi, vegna athugasemda sem til hans hafa borist, leggur fram eftirfarandi mál til umræðu hjá skipulags- og byggingarnefnd:
1. Umferð við Höllina.
2. Lokun á götum
Bókun nefndarinnar frá 31.júlí s.l.:
"1. mál: Tænideild verður falið að gera tillögur varðandi úrbætur í samræmi við þá umræðu sem var á fundinum og kynna á næsta fundi.
2. mál: rætt var um tímabundnar lokanir á götum vegna framkvæmda og viðburða."

Eru nú lagðar fram tillögur skipulags- og byggingarfulltrúa og bæjartæknifræðings skv. bókun nefnfdarinnar frá 31.júlí sl. Tillögurnar eru
1. Bann við að leggja farartækjum báðum megin á Strembugötu. Frá húsi að Strembugötu 15 og upp að Dalavegi.
2. Gerð verður malbikuð gangstétt við Höfðaveg og Strembugötu, að norðan, frá Kirkjuvegi og að Dalavegi.
3. Gerður verður göngustígur frá norður mörkum lóðar Hallarinnar að Strembugötu 13 til norðurs að bílastæðum sem staðsett eru sunnan við Löngulágarvöll.
4. Bílastæði, 58 stk. inn á lóð að Strembugötu 13 verði rækilega merkt.
5. Malbikað bílaplan vestan við Höllina verði yfirborðsmerkt með bílastæðum einungis fyrir fatlaða og leigubíla og akbrautir fyrir rútur skv. afstöðuuppdrætti samþykktum af skipulags- og byggingarnefnd.
6. Bílastæði innan lóðar Strembugötu 13 verði upplýst til að draga úr slysahættu.

Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögur með þeim breytingum að bannað verði að stöðva og leggja á Strembugötu frá Strembugötu 15 og að Dalavegi. Bæjartæknifræðingi verður falið að vinna að tillögu að bílastæði fyrir fatlaða, rútur og leigubíla í samræmi við umræður á fundi.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr.73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
4. Ráðhúströð, Útskrift úr fundargerð bæjarráðs frá 16.sept 2002
Verknúmer: BN020090
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902 Vestmannaeyjar

Bréf frá stjórn Alþýðuhússins dags. 11.sept s.l. þar sem bent er á slysahættu vegna gegnumaksturs bíla milli Skólavegar og Kirkjuvegar um Ráðhúströð.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

Nefndin felur Tæknideild að koma með tillögur að umferðarskipulagi fyrir næsta fund.

--------------------------------------------------------------------------------
5. Stapavegur, Lóðir við Stapaveg
Verknúmer: BN020089
skipul-full Skipulags- og byggingafulltrúi
Tangagötu 1 900 Vestmannaeyjar

Í kjölfar fyrirspurnar til skipulags- og byggingarfulltrúa varðandi möguleika á úthlutun lóðar á Stapavegi óskar skipulags- og byggingarfulltrúi eftir afstöðu nefndarinnar gagnvart úthlutun lóða við Stapaveg

Nefndin hefur móttekið erindið.

--------------------------------------------------------------------------------
6. Ofanleitisvegur 161253, Sótt um land til haustbeitar.
(Verknúmer: BN020099)
520899-2949 Breiðabakki sf
Brimhólabraut 4 900 Vestmannaeyjar

Hallgrímur Rögnvaldsson f.h. Breiðabakka sf. sækir um leyfi til skipulags- og byggingarnefndar til að nýta landskika í ofanleitislandi til haustbeitar á hrossum. Umrætt land hefur verið deiliskipulagt sem sumarbústaðaland en ekki verið úthlutað enn sem komið er til byggingar á sumarbústöðum. Óskar umsækjandi eftir því að fá að nýta landið þangað til því verður úthlutað til væntanlegra byggjenda sumarbústaða eins og skipulag gerir ráð fyrir.

Nefndin frestar erindinu og vísar til umsagnar landnytjanefndar.

--------------------------------------------------------------------------------
7. Heiðarvegur 1, Afrit af bréfi til heilbrigðiseftirlits Suðurlands vegna hávaða frá veitingastaðnum Prófastinum.
(Verknúmer: BN020093)
240446-3249 Þorkell Andersen
Hrauntúni 29 900 Vestmannaeyjar

Skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja hefur borist meðfylgjandi afrit af bréfi Þorkels Húnbogasonar f.h. Gistiheimilisins Heimis, til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.


Nefndin hefur móttekið erindið.

--------------------------------------------------------------------------------
8. Áshamar 3F, Fyrirspurn v. byggingu bílskúrs
Verknúmer: BN020087
130933-3869 Gísli Halldór Jónasson
Bröttugötu 33 900 Vestmannaeyjar

Gísli Jónasson leggur fyrir skipulags- og byggingarnefnd fyrirspurn varðandi byggingu bílskúrs við Áshamar 3F. Meðfylgjandi eru uppdrættir Gísla sem sýna hugsanlegt fyrirkomulag bílskúra við norðurenda raðhúsana að Áshamri 3A-3F.
Nefndin hafnar útfærslum umsækjanda en bendir á að skv. samþykktum byggingarnefndarteikningum er gert ráð fyrir bílskúrum inn á lóð hverrar íbúðar.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
9. Bárustígur 9, Fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar vegna byggingar bílskúrs
(Verknúmer: BN020096)
240840-2359 Gísli Engilbertsson
Tjarnarbraut 27 220 Hafnarfjörður

Gísli Engilbertsson óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar vegna byggingar bílskúrs á lóðinni að Bárustíg 9. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Nefndin er hlynnt erindinu en beinir því til umsækjanda af hafa skúrinn eins norðarlega og við verður komið.

--------------------------------------------------------------------------------
11. Garðavegur 12, 190m2 viðbygging við Garðaveg 12
(Verknúmer: BN020097)
500902-2130 Þorskur á þurru landi ehf
Hlíðarvegi 3 900 Vestmannaeyjar

Guðmundur Elíasson f.h. Þorsks á þurru landi ehf. óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til hugsanlegrar viðbyggingar við Garðarveg 12 skv. meðfylgjandi uppdrætti. Um er að ræða 190m2 stálgrindarhús á einni hæð fyirr starfsmannaaðstöðu og vélbúnað.
Nefndin er hlynnt erindinu en óskar skýrari teikninga til að senda í grenndarkynningu til eigenda húsa við Strandveg 89-100.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
12. Kirkjuvegur 49, Viðbygging við Kirkjuveg 49
(Verknúmer: BN020100 01)
161239-3219 Bragi Ingiberg Ólafsson
Kirkjuvegi 49 900 Vestmannaeyjar

Bragi Ólafsson sækir um leyfi til skipulags- og byggingarnefndar að byggja við hús sitt að Kirkjuvegi 49 skv. teikningum Páls Zóphóníassonar, tæknifræðings. Um er að ræða viðbyggingu upp á 13.3m2 og 30.4m3.

Nefndin samþykkir erindið.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.


--------------------------------------------------------------------------------
13. Stóragerði 1a-1b og 3-5, Breyttar teikningar lagðar fram til samþykkis skipulags- og byggingarnefndar
Verknúmer: BN020094
450789-6079 Tvö Þ hf.
Asavegi 23 900 Vestmannaeyjar

Þór Engilbertsson f.h. 2-Þ leggur fram breyttar teikningar af parhúsum við Stóragerði 1-5. Breytingar felast í því að hús eru færð til innan byggingarreits þ.a. húsalínu sunnanmegin Stóragerðis er viðhaldið.
Nefndin samþykkir breyttar teikningar.

--------------------------------------------------------------------------------
14. Skipulagsþing 2002, Kynning á Skipulagsþingi 2002, sem haldið er á vegum Skipulagsstofnunnar
Verknúmer: BN020101
skipul-full Skipulags- og byggingafulltrúi
Tangagötu 1 900 Vestmannaeyjar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram gögn til skipulags- og byggingarnefndar er varða Skipulagsþing 2002 sem haldið verður daganna 8.-9. nóvember 2002 af Skipulagsstofnunn.
Nefndin hefur móttekið erindið og bendir áhugasömum nefndarmönnum á að skrá sig hjá skipulags- og byggingarfulltrúa.

--------------------------------------------------------------------------------
15. Yfirferð og áritun séruppdrátta vegna raflagnauppdrátta, Samningur við Rafskoðun ehf. um yfirferð og samþykki raflagnauppdrátta í umdæmi byggingarfulltrúans í Vestmannaeyjum.
Verknúmer: BN020092
skipul-full Skipulags- og byggingafulltrúi
Tangagötu 1 900 Vestmannaeyjar


Varðar 11. mál frá fundi skipulagsnefndar 19. febrúar 1998.
Hjálagt er undirritaður verksamningur á milli Rafskoðunar ehf. annars vegar og byggingarfulltrúans í Vestmannaeyjum hins vegar um yfirferð raflagnauppdrátta í umdæmi byggingarfulltrúans í Vestmannaeyjum, sbr. gr. 9.13 byggingarreglugerðar 441/1998 en þar segir:
"Byggingarfulltrúa er heimilt, að fengnu samþykki sveitarstjórnar, að fela prófhönnuði eða faggiltri skoðunarstofu skoðun og samþykki séruppdrátta. Vegna skoðunar séruppdrátta skal greiða sérstakt gjald, sbr. gr. 27."
Gjaldskrá er eins og fram kemur í samningi.

Nefndin samþykkir samninginn.

--------------------------------------------------------------------------------
16. Básaskersbryggja 160295, Umsókn um leyfi til að færa upplýsingaskilti af Strandvegi 54, á austurhlið afgreiðslu Herjólfs
(Verknúmer: BN020091)
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902 Vestmannaeyjar

Ólafur Ólafsson, bæjartæknifræðingur sækir um leyfi til skipulags- og byggingarfulltrúa fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar að færa upplýsingaskilti af Strandvegi 54 á austurhlið afgreiðslu Herjólfs að Básaskersbryggju. Um er að ræða eldra skilti fyrir ferðamenn sem er 1,50 x 3,60 m að stærð.
Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 30.09.2002:
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Vestmannaeyjabæ að færa upplýsingaskilti af Strandvegi 54 á austurhlið Herjólfsafgreiðslu á Básaskersbryggju.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
17. Hafnargata 2, Sótt er um leyfi til að rífa plötuverkstæði Vinnslustöðvarinnar að Hafnargötu 2
(Verknúmer: BN020086)
700269-3299 Vinnslustöðin hf
Hafnargötu 2 900 Vestmannaeyjar

Sigurjón Pálsson fh. Vinnslustöðvar Vestmannaeyja sækir um leyfi til Skipulags- og byffingarfulltrúa, til að rífa plötuverkstæði að Hafnargötu 2 skv. innlögðum uppdrætti Sigurjóns Pálssonar tæknifræðings.
Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 16.09.2002:
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Vinnslustöðinni að rífa plötuverkstæði að Hafnargötu 2 skv. afstöðumynd Sigurjóns Pálssonar en bendir umsækjanda á að framvegis skal byggingarleyfi fengið áður er hafist er handa við framkvæmdir.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
18. Heiðarvegur 9, Umsókn um leyfi til að einangra og klæða hús að utan
(Verknúmer: BG020001)
021232-5729 Bjarni Sighvatsson
Heiðarvegur 9 900 Vestmannaeyjar

Bjarni Sighvatsson sækir um leyfi til Skipulags- og byggingarfulltrúa að klæða og einangra hús sitt að Heiðarvegi 9

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 30.09.2002

Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Bjarna Sighvatssyni að klæða og einangra hús sitt að Heiðarvegi 9 skv. teikningum Sighvatar Arnarssonar, tæknifræðings.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
19. Hólagata 21, Endurnýjun á byggingarleyfir fyrir viðbyggingu við íbúðarhús.
(Verknúmer: BN020088)

Hörður Pálsson sótti um til skipulags- og byggingafulltrúa um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við enbýlishús sitt að Hólagötu 21 skv. teikningum Björgvins Björgvinssonar, tæknifræðings.

Áður veitt leyfi er frá 27. júlí árið 2000 og mun viðbyggingin verða byggð skv. þeim aðaluppdráttum er samþykktir voru þá með smávægilegum útlitsbreytingum.
Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 17.09.2002 Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Herði Pálssyni að byggja við einbýlishús sitt að Hólagötu 21 skv. teikningum Björgvins Björgvinssonar. Björgunarop í herbergjum viðbyggingar skulu vera a.m.k. 0,50 * 0,50 metrar og skulu vera þannig útbúin að einfalt sé að opna þau á eðlilegan hátt, sbr. 159. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998.
Herbergi í núverandi húsi sem inngangur í viðbyggingu er í gegnum um, má ekki vera nýtt sem svefnherbergi sbr. 95. gr. byggingareglugerðar, þ.e. aðkoma að öðrum íbúðarherbergjum má ekki vera í gegnum svefnherbergi.
Afgreiðsla þessi miðast við að björgunarop séu í réttum stærðum og nýting herbergis verði ekki sem svefnherbergi.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
20. Kirkjuvegur 65, Umóskn um leyfi til að klæða veggi, þak og fjarlægja skorstein.
(Verknúmer: BN020085)
301171-3079 Þorvaldur Asgeirsson
Kirkjuvegi 65 900 Vestmannaeyjar

Þorvaldur Ásgeirsson sækir um leyfi til skipulags- og byggingarfulltrúa til að gera endurbætur á húseign sinni að Kirkjuveig 65. Endurbæturnar felast í því að klæða á veggi og þak með bárujárni og þannig færa húsið í upprunalegt horf. Einnig er sótt um leyfi til að taka niður skorstein. Álit Húsafriðunarnefndar Ríkisins liggur fyrir.
Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 06.09.2002:
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Þorvaldi Ásgeirssyni að klæða veggi og þak á húsi sínu með bárujárni og einangra ásamt því að fjarlægja skorstein.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
21. Stóragerði 3-5, Umsókn um leyfi til að bæta við sólstofu við hús í smíðum að Stóragerði 5
Verknúmer: BN020095
450789-6079 Tvö Þ hf.
Asavegi 23 900 Vestmannaeyjar

Þór Engilbertsson hefur sótt um leyfi til skipulags- og byggingarfulltrúa til að bætta við sólstofu við hús sem er í smíðum við Stóragerði 3-5, skv. teikningum ABS teiknistofu. Um er að ræða 18,1m2 að nettó flatarmáli.


Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 23.09.2002:
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar 2-Þ að bæta við sólstofu skv. teikningum ABS teiknistofu. Skráningartöflu skal skilað inn áður en byggt verður ofan á sökkla.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159