01.10.2002

Umhverfisnefnd 1. Október

 
Umhverfisnefnd 1. Október 2002 Umhverfisnefnd 1. Október 2002
31. fundur þriðjudag 1. október 2002 kl. 15.00

Mætt voru: Sigurður Páll Ásmundsson, Einar Steingrímsson, Hulda Sigurðardóttir og Kristján Bjarnason. Gestir fundarins þegar rætt var um 1. mál voru tveir fulltrúar úr stjórn Motocrossklúbbs og einn frá lögreglu.

 

1. mál
Motocross
Rætt um óhemjulegan akstur utan vega austur á hrauni. Forsvarsmenn Motocrossklúbbs ætla að halda fund með sínum mönnum og reyna að ná til skellinöðrupeyja og annarra grunaðra.


2. mál
Óvænt girðing
Girt hefur verið öllum að óvörum norðvestan flugbrautar, austan Ofanleitis. Nefndin mótmælir þessu harðlega og einnig allri beit búfjár á þessu svæði vegna sérstæðs gróðurs og fuglalífs.


3. mál
Rafmagnsgirðingar
Rafmagnsgirðingar hafa verið settar upp án leyfis að undanförnu. Að því tilefni vísar nefndin til 3. fundar 2. maí 2000 þar sem lagt er blátt bann við slíkri uppsetningu nærri gönguleiðum. Er eigendum nefndra girðinga bent á að fjarlægja þær tafarlaust.


4. mál
Deiliskipulag Herjólfsdals
Rætt um framkvæmdir í dalnum.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.15

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159