11.09.2002

Umhverfisnefnd 11. September

 
Umhverfisnefnd 11. September 2002 Umhverfisnefnd 11. September 2002 30. fundur miðvikudag 11. september 2002 kl. 17.00

Mætt voru: Sigurður Páll Ásmundsson, Einar Steingrímsson, Hulda Sigurðardóttir og Kristján Bjarnason.


1. mál
Verksvið umhverfisnefndar
Rætt um verksvið nefndarinnar, lög og reglugerðir sem hana varða.

2. mál
Nýtt beitiland
Nefndin óskar eftir að vera með í ráðum þegar landnytjanefnd úthlutar nýju beitilandi.

3. mál
Skansfjara
Ítrekuð er samþykkt á 24. fundi nefndarinnar varðandi efnistöku og efnisvinnslu í Skansfjöru. Þar sem dregist hefur úr hömlu að verktaki gangi endanlega frá svæðinu svo sem um var samið beinir nefndin því til skipulags- og byggingafulltrúa að hann gefi viðkomandi endanlegan frest til framkvæmda.

4. mál
Motocross í Eldfellshrauni
Óskað eftir að bæjaryfirvöld hefji viðræður við Motocrossklúbb Vestmannaeyja varðandi umgengni í Eldfellshrauni. Minnt er á að akstur utan vega og leyfilegs æfingasvæðis er með öllu bannaður.

5. mál
Mengun frá Sorpu
Nefndin óskar eftir greinargerð frá Hollustuvernd ríkisins um mengun og mengunarvarnir við Sorpu.

6. mál
Hreinsun Herjólfsdals
Þar sem Herjólfsdalur hefur ekki verið hreinsaður sem skyldi að lokinni þjóðhátíð, hvorki land, tjörn né klettur, beinir nefndin því til þjóðhátíðanefndar að bæta nú um betur hið snarasta. Skemmdir á grassvæðum m.a. vegna aksturs þungra flutningatækja, eru óvenjumiklar í ár. Nefndin telur eðlilegt að þeir sem fá Herjólfsdal lánaðan til hátíðahalda skili honum í sama ásigkomulagi eða viðgerðum að hátíðahöldum loknum og beri af því allan kostnað.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.20

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159