03.09.2002

Skipulagsnefnd 3. September

 
Skipulagsnefnd 3. September 2002 Skipulagsnefnd 3. September 2002 Skipulags- og bygginganefnd
1470. fundur 2002


--------------------------------------------------------------------------------
Ár 2002, þriðjudaginn 3. september kl. 16:30 var haldinn 1470. fundur skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyja. Þessir sátu fundinn: Stefán Óskar Jónasson, Skæringur Georgsson, Helgi Bragason, Friðbjörn Valtýsson og Bjarni Guðjón Samúelsson. Einnig sátu fundinn: Jökull Pálmar Jónsson, Ólafur Ólafsson og Ingi Sigurðsson Ritari var Jökull Pálmar Jónsson.
--------------------------------------------------------------------------------

Þetta gerðist:

--------------------------------------------------------------------------------

1. Deiliskipulag Miðbæjarins., Athugasemdir sem bárust við auglýstri deiliskipulagstillögu fyrir miðbæ vestmannaeyja.
Verknúmer: BN020079
260624-2459 Freyja Stefanía Jónsdóttir
Vestmannabraut 42 900
031042-2599 Magnús Bergsson
Vesturvegur 11b 900
260142-6239 Hermann Einarsson
Heiðarvegi 27 900
121172-3729 Elfar Freyr Sigurjónsson
Vestmannabraut 44 900
060850-2839 Hanna María Siggeirsdóttir
Vestmannabraut 24 900

Eftirfarandi athugasemdir bárust innan tiltekins frests vegna auglýsingar á deiliskipulagstillögu fyrir miðbæ Vestmannaeyja

Tillaga að deiliskipulagi miðbæjar Vestmannaeyja, var auglýst frá 10. júlí til 14. ágúst 2002. Alls bárust 5 athugasemdir við tillöguna.

Auk kynningar skv. auglýsingu var haldinn einn borgarafundur, þar sem skipulagstillagan var kynnt.

Hér á eftir verður fjallað um einstakar athugasemdir.

1. Freyja Stefanía Jónsdóttir, Vestmannabraut 42 mótmælir skerðingu lóðar nr. 42 við Vestmannabraut og fyrirhugaðri byggingu íbúðarhúss á Reglubraut 1.

Bæjaryfirvöld geta ekki fallist á ofangreinda athugasemd og er vísað til eftirfarandi röksemdafærslu.
Grundvallaratriði deiliskipulagsins er varðar Reglubraut, byggir á að endurgera eldri götumynd og styrkja hana með nýjum lóðum og húsum sem taka mið af þeim byggingum sem til staðar eru. Nýtt hús á horni Reglubrautar og Skólavegs styrkir verulega ásýnd götumyndarinnar. Réttur húseiganda er tryggður skv. 33. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Ekki liggur hins vegar fyrir hvenær farið verður í framkvæmdir við Reglubraut 1 þar sem enginn hefur lýst yfir áhuga á að fá lóðinni úthlutað enn sem komið er. Bæjaryfirvöld tryggja að umræddri lóð að Reglubraut 1 verður ekki úthlutað á meðan núverandi íbúar Vestmannabrautar 42 búa þar.

 

 

2. Elfar Sigurjónsson og Alma Gylfadóttir, Vestmannabraut 44, mótmæla byggingu íbúðarhúss á reit sem merktur er Reglubraut 1. Telja þau að þetta muni þrengja að útsýni og skapa aukna hættu á umferð um Reglubrautina.

Bæjaryfirvöld geta ekki fallist á ofangreinda athugasemd. Vísað er í 1. lið. Varðandi missir á útsýni er vert að taka fram að engin leið er að tryggja öllum íbúum bæjarins útsýni í þéttbýli. Gert er ráð fyrir einnar íbúðar einbýlishúsi á einni hæð + rishæð með hámarkshæð 5.00m og í stíl við þau hús sem fyrir eru í Reglubraut þ.a. ekki verður um að ræða stórt hús að grunnfleti né hæð. Ekki er talið að aukin hætta skapist vegna umferðar þar sem skipulagstillaga gerir ráð fyrir að Reglubraut verði vistgata, sem tryggja á hæga umferð og öryggi vegfarenda í götunni.


3. Magnúsi Bergsson, Vesturvegi 11 mótmælir harðlega fyrirhugaðri byggingu á Reglubraut 1.

Bæjaryfirvöld geta ekki fallist á ofangreinda athugasemd . Vísað er til 1. og 2. liðs.

4. Hermann Einarsson, Höfðavegi 32 andmælir því að byggt verði á lóðum Kaupangurs, Hrafnagils og Garðsauka (Vestmannabraut 29-31). Telur hann að þetta eigi að vera autt svæði er nýta mætti t.d. sem bílastæði í miðbænum. Telur Hermann að allavega megi ekki byggja vestur fyrir húsalínu Hilmisgötu 1.

Bæjaryfirvöld geta ekki fallist á ofangreinda athugasemd. Markmið deiliskipulagstillögu er að viðhalda byggðamynstri hverfisins. Á umræddum lóðum stóðu hús sem rifin voru fyrir. ca. áratug og telja bæjaryfirvöld nauðsynlegt að styrkja og bæta heildarásýnd götunnar með því að reisa hús á horni Hilmisgötu og Vestmannabrautar. Bygging á umræddri lóð, skyggir að mjög litlu leiti á sjónlínu frá Ráðhúströð til norðurs umfram þær byggingar sem fyrir eru á Vestmannabraut 30 og Hilmisgötu 1-7.


5. Hanna María Siggeirsdóttir, Vestmannabraut 24.
1. Gerð er athugasemd við stærð byggingar að Vestmannabraut 22. Deiliskipulagstillaga gerir ráð fyrir 60m2 en lóðin var keypt með það fyrir augum að auka verslunar- og þjónusturými apóteksins um a.m.k. 120m2
2. Undirrituð telur...að miðað við 8m hámarkshæð í mæni sé tæplega rúm fyrir meira en eina aðalhæð með a.m.k. 4m lofthæð ásamt rishæð með u.þ.b. 3.75m mænishæð.
3. Væri byggð íbúð eða íbúðir á efri hæð fyrirhugaðrar byggingar myndi það krefjast stigahúss í enda byggingarinnar. Kostnaður við byggingu slíkrar íbúðar/íbúða ásamt stigahúsi er umtalsverður.
4. Skv. skipulagstillögunni er ekki gert ráð fyrir sérstökum bílastæðum vegna fyrirhugaðrar byggingar, en benda má á, að 1-2 íbúðir á efri hæð hennar myndu auka álag á bílastæðum á Vestmannabrautinni, sem er töluvert nú þegar.
5. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir blandaðri notkun að Vestmannabraut 22b. Undirrituð telur að sú íbúð/íbúðir, sem gætu hugsanlega komið þar á efri hæð, skipti litlu fyrir heildarhlutfall húsnæðis með blandaða notkun í miðbænum, þar sem um svo lítið húsnæði er að ræða.

 

 


Bæjaryfirvöld geta ekki fallist á ofangreinda athugasemd og er vísað til eftirfarandi röksemdafærslu.
Hér er um einhvern misskilning að ræða milli skipulagshöfunda og skipulagsyfirvalda. Til stendur að rífa Vestmannabraut 22b, sem er hús á tveimur hæðum með risi. Hæðirnar eru 73,3m2 að grunnfleti hvor um sig skv. FMR. Að auki er 40-50m2 sund á milli Vestmannabrautar 24 og Vestmannabrautar 22b. Það rými sem skapast við það að rífa Vestmannabraut 22b ásamt rýminu á milli Vestmannabrautar 24 og 22b ætti að skapa nægilegt pláss þ.a. eigendur apóteks geti bætt við því verslunarrými sem um er rætt í athugasemd.
Segir í byggingarreglugerð 441/1998 gr. 78.5 að í atvinnuhúsnæði skal lofthæð vera a.m.k. 2,50m að innanmáli. Ekki þarf 1,5m til að leysa loftræsingu og lýsingu í fyrirhuguðu verslunarhúsnæði og er því talið að hægt sé að komast af með minna en 4m í loftæð fyrstu hæðar. Gert er ráð fyrir samnýtingu bílastæða á nærliggjandi lóðum og götum og ekki er talið að álag á þau bílastæði verði of mikið með tilkomu verslunar- og íbúðarhúsnæði að Vestmannabraut 22b í staðinn fyrir það hús sem þar stendur í dag.
Það skiptir miklu máli að það hús sem komi í staðinn fyrir Vestmannabraut 22b verði í svipuðum dúr, þ.e.a.s. 2 hæðir + ris. Til að viðhalda núverandi fastmótaðri götumynd norðanmegin í götunni er nauðsynlegt að nýbygging inn á milli eldri umlykjandi bygginga verði ekki lægri en framhlið gamla pósthússins austan við væntanlega nýbyggingu að Vestmannabraut 22B og að nýbygging verði á tveimur hæðum + risi. Að öðru leiti ver vísað til skýringa skipulagshöfunda.


Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að breyta þarf fyrirkomulagi á "Baldurshagareit". Baldurshagareitur er notað sem samheiti fyrir Vesturveg 3a (Landamót), Vesturveg 3b (Framnes), Vesturveg 5a (Baldurshaga), Vesturveg 5b (Laugardal) og Bárugötu 16a (Fagradal).
Færa þarf byggingarreit fyrir hús á suðaustur horni svæðisins um 2,5m til vesturs og minnka þarf byggingarreit fyrir samtengt hús á vestur- og norður hluta svæðisins um 2,5m meðfram Bárugötu austast á byggingarreitnum. Er þetta nauðsynlegt til að gangstétt vestanmegin Bárugötu og austan við Baldurshagareit verði eins og gert er ráð fyrir í sérteikningum deiliskipulags.


--------------------------------------------------------------------------------
2. Áshamar 65-71, Fyrirspurn um afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til bilastæða austan við blokkina að Áshamri 64-71
(Verknúmer: BN020051)
490293-2569 Húsfélag Áshamri 65-71
Áshamar 65-71 900

Páll Zóphóníasson f.h. húsfélags að Áshamri 65-71 sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar Vestmannaeyja til að gera bílsastæði skv. teikningum Páls Zóphóníassonar, tæknifræðings fyrir Áshamar 65-71.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur þann 22.05. 2002, lýst sig jákvæða gagnvart slíkri framkvæmd en óskaði eftir frekari teikningum.
Nefndin samþykkir að senda innlagðan uppdrátt í grenndarkynningu til húsfélaga Áshamars 57-63.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
3. Stóragerði 1a-1b og 3-5, Ósk um kvaðir veggna nýbyggingar við Stóragerði 1a-1b og 3-5
Verknúmer: BN020072
181249-2939 Gísli Jóhannes Óskarsson
Stóragerði 2 900

Vegna 2.máls frá fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 30.07. 2002 þar sem nokkrir íbúar í nágrenni Stóragerðis 1-5 fara fram á við skipulags- og byggingarnefnd að eftirfarandi kvaðir verði settar á framkvæmdir við Stóragerði 1a-1b og 3-5 eins og þær koma fram í meðfylgjandi bréfi:
1. Byggingartími verði sá sami og að Litlagerði 2-4
2. Byggingarkrani verði tekinn niður áður en vetur gengur í garð þó eigi síðar en 20. október 2002
3. Gengið verði tryggilega frá lausu jarðefni og lausu byggingarefni fyrir 20. október 2002 þannig að nærliggjandi húsum og íbúum þeirra stafi ekki hætta af foki frá/af byggingarsvæðinu

Bókun nefndarinnar frá 30.07.2002:
"Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að gera lóðarhafa grein fyrir innihaldi bréfsins og veita honum frest til að gera athugasemdir.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997."

Svar frá lóðarhafa Stóragerðis 1a-1b og 3-5 liggur nú fyrir.
Nefndin hefur móttekið erindin. Bent er á að byggingarleyfi er í gildi fyrir Stóragerði 1a-1b og 3-5 en um gildistíma byggingarleyfis fjallar 14. gr. byggingarreglugerðar 441/1998.

Eftirlit með krana er í höndum fulltrúa Vinnueftirlits.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
4. Stóragerði a1-1b og 3-5, Bréf þar sem Vestmannaeyjabær er lýstur ábyrgur fyrir foktjóni frá byggingarvinnustaðnum að Stóragerði 1a-1b og 3-5
Verknúmer: BN020084
181249-2939 Gísli Jóhannes Óskarsson
Stóragerði 2 900
250649-4609 Runólfur Alfreðsson
Stóragerði 8 900

Skipulags- og byggingarnefnd hefur borist bréf frá Gísla Óskarssyni og Runólfi Alfreðssyni þar sem þeir lýsa bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum ábyrg fyrir því tjóni og miska sem íbúðarhús að Stóragerði 2 og 8 og íbúar þeirra kunna að verða fyrir af völdum foks jarðefna, byggingarefnis og tækja af byggingarstað Stóragerðis 1a-1b og 3-5.
Nefndin hefur móttekið erindið.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
5. Norðurgarður, Endurnýjun á umsókn um lóð og byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Norðurgarði í Vestmannaeyjum
Verknúmer: BN020083
270970-5679 Valgeir Arnórsson
Hrauntúni 57 900

Í meðfylgjandi bréfi dags. 02.09.2002 endurnýjar Valgeir Arnórsson umsókn sína um lóðina að Norðurgarði og byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni. Valgeiri var áður úthlutað lóðinni þann 17.01.2002 og veitt byggingarleyfi þann 19.04.2002. Fyrri lóðarúthlutun og byggingarleyfi féllu úr gildi þar sem ekki var staðið við tímamörk sem skipulags- og bygginganefnd setti við upphaflega lóðarúthlutun.
Nefndin samþykkir úthlutun lóðar í Norðurgarði skv. Aðalskipulagi, sbr. afgreiðsla 4.máli fundar þann 08.08.2001 og 3.máli fundar þann 17.01.2002. Lóðin er 900m2. Lóðargjöldin voru greidd við fyrri úthlutun.
Nefndin setur eftirfarandi skilmála um ofangreinda lóð að Norðurgarði:
1. Lóðinni skal úthlutað til byggingar einbýlishúss úr timbri.
2. Frá úthlutun lóðar skal umsókn um byggingarleyfi ásamt aðaluppdráttum liggja fyrir innan sex vikna.
3. Frá veittu byggingarleyfi skulu framkvæmdir við byggingu hefjast innan sex vikna.
4. Ef ekki er staðið við þá skilmála mun lóðarúthlutun falla niður og lóð innleyst til Vestmannaeyjabæjar.
5. Frá veittu byggingarleyfi skal utanhússfrágangi vera að fullu lokið innan þriggja mánaða. Ef svo er ekki þá mun viðurlögum 210. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998 verða beitt með tilheyrandi dagsektum.

Nefndin samþykkir einnig að veita umsækjanda byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi skv teikningum Jóns Guðmundssonar, arkitekts og vísast til grenndarkynningar sem fram fór í mars/apríl 2002 og byggingarleyfis sem veitt var á fundi nefndarinnar þann 19.04.2002. Staðsetning húss er skv. fyrri bókun nefndarinnar frá 19.04.2002 og aðkeyrsla frá Höfðavegi skal staðsett og útfærð í samráði við Tæknideild. Bílastæði skulu staðsett neðan við hæðarbrún þ.a. þau blasi ekki við frá Höfðavegi. Varðandi byggingarhraða vísast til skilmála lóðarúthlutunar.

Byggingarleyfisgjöld: kr. 35.104.-
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr 73/1997.

 

 

 

 

 

 

 


--------------------------------------------------------------------------------
6. Áshamar 71, Handknattleiksráð kvenna Vestm sækir um leyfi til að setja upp gervihnattadisk að Áshamri 71
Verknúmer: BN020080
520491-2289 Handknattleiksráð kvenna Vestm
Faxastíg 41 900

Svavar Valtýr Stefánsson f.h. Handknattleiksráðs kvenna Vestmannaeyjum sækir um leyfi til skipulags- og byggingarfulltrúa til að setja upp lítinn gervihnattadisk ofan á skyggni við útihurð að Áshamri 71. Guðmundur Þ. B. Ólafsson hefur samþykkt staðsetningu f.h. húseigenda.
Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 21.98. 2002:
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Handknattleiksráði kvenna að setja upp lítinn gervihnattadisk ofan á skyggni við útidyrahurð að Áshamri 71 Vestmannaeyjum.
Byggingarleyfisgjöld kr. 4,000.-
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
7. Dalavegur 2, Endurbygging sólhúss
(Verknúmer: BN020082)
690981-0259 Fasteignir ríkissjóðs
Laugavegi 118 105

Páll Zóphóníasson, f.h. Fasteigna Ríkissjóðs sækir um leyfi til skipulags- og byggingarfulltrúa til að rífa og endurbyggja sólhús við Framhaldssólann í Vestmannaeyjum skv. teikningum Páls Zóphóníassonar, tæknifræðings. Endurbyggt sólhús verður 2.7m2 stærra en núverandi sólhús.
Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 30.08. 2002:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Fasteignum Ríkissjóðs að rífa sólhús sem fyrir er og endurbyggja skv. teikningum Páls Zóphóníassonar, tæknifræðings. Skráningartöflu skal skila inn eigi síðar en 1. október 2002.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997."

--------------------------------------------------------------------------------
8. Vestmannabraut 38, Umsókn um skilti á Vesturgafl Vestmannabrautar 38
(Verknúmer: BN020081)
230449-2289 Guðmunda Hjörleifsdóttir
Smáragötu 7 900

Guðmunda Hjörleifsdóttir sækir um leyfi til skipulags- og byggingarfulltrúa að koma fyrir skilti á vesturgafl Vestmannabrautar 38 þar sem hún hyggst starfrækja verslun. Skiltið er 2.54m x 1.26m eða 3.2 m2
Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 23. ágúst 2002: Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Guðmundu Hjörleifsdóttur að setja upp skilti á vesturgafl Vestmannabrautar 38, skv. teikningu.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159