29.08.2002

Menningarmálanefnd 29. Ágúst

 
Menningarmálanefnd 29. Ágúst 2002 Menningarmálanefnd 29. Ágúst 2002 177. fundur menningarmálanefndar Vestmannaeyjabæjar var haldinn í Bókasafninu, fimmtudaginn 29. ágúst 2002 kl. 16.00.
Mætt voru: Selma Ragnarsdóttir, Ásta Halldórsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Nanna Þóra Áskelsdóttir, Hlíf Gylfadóttir og Sigurður Símonarson.
Ólafur Kristinsson hafnarstjóri mætti vegna 1. máls.

1. mál. Blátindur.
Farið var yfir forsögu málsins og þá stöðu sem málefni Blátinds er í, í dag.
Ljóst er að ganga þarf frá málinu og taka ákvörðun um hvernig hann nýtist í samræmi við þau markmið sem fyrir lágu þegar hann var afhentur. Ólafur greindi frá þeim möguleikum sem fyrir hendi eru og ræddi sínar hugmyndir varðandi kosti þeirra og galla. Fram kom að skipið var á sínum tíma afhent Byggðasafni Vestmannaeyja og því á forræði þess.
Menningarmálanefnd ákveður að fara í skoðunarferð í bátinn og móta síðan tillögur um hvernig hann verði notaður og hvar hann verði staðsettur.

2. mál.
Lögð fram og kynnt drög að skýrslu Andrésar Sigurvinssonar um Noregsferð leikhópsins frá Vestmannaeyjum í ágúst. Lokaskýrsla er væntanleg þegar Andrés kemur til Eyja í byrjun september.

3. mál. Byggðasafnið.
Hlíf lagði fram stofnskrá “Sarps”, sem er skráningarkerfi Þjóðminjasafns.
Óskað er eftir því að heimilað verði að Byggðasafnið verði skráður stofnaðili að skráningarkerfinu, en skráning samkvæmt því er þegar hafin.
Menningarmálanefnd samþykkir.

4. Önnur mál.
Lögð fram útskrift úr fundargerð bæjarstjórnar frá 25. júlí 2002, þar sem kynnt er samþykkt um að unnið verði að uppsetningu sýningar á Skanssvæðinu um Tyrkjaránið.
Umræðu frestað til fundar í október.

Í lok fundarins fóru nefndarmenn í skoðunarferð um Byggðasafnið í fylgd
safnvarðar og forstöðumanns safnsins.

Fleira ekki gert og formlegum fundi slitið um kl. 17.45.

Sigurður R. Símonarson
Selma Ragnarsdóttir
Hlíf Gylfadóttir
Nanna Þóra Áskelsdóttir
G. Ásta Halldórsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159