30.07.2002

Skipulagsnefnd 30. Júlí

 
Skipulagsnefnd 30. Júlí 2002 Skipulagsnefnd 30. Júlí 2002 --------------------------------------------------------------------------------

Skipulags- og bygginganefnd
1469. fundur 2002


--------------------------------------------------------------------------------
Ár 2002, þriðjudaginn 30. júlí kl. 16:30 var haldinn 1469. fundur skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyja. Þessir sátu fundinn: Helgi Bragason, Stefán Lúðvíksson, Stefán Jónasson, Friðbjörn Valtýsson og Sigurður Ásmundsson Einnig sátu fundinn: Jökull Pálmar Jónsson, Ólafur Ólafsson og Jóhannes Ólafsson settur yfirlögregluþjónn. Ritari var Jökull Pálmar Jónsson.
--------------------------------------------------------------------------------

Þetta gerðist:

--------------------------------------------------------------------------------

1. Umferðarmál í Vestmannaeyjum, Umferðarmál við Höllina, lokun á götum ofl.
Verknúmer: BN020073
skipul-full Skipulags- og byggingafulltrúi
Tangagötu 1 900

Skipulags- og byggingarfulltrúi, vegna athugasemda sem til hans hafa borist, leggur fram eftirfarandi mál til umræðu hjá skipulags- og byggingarnefnd:

1. Umferð við Höllina.
2. Lokun á götum

1. mál: Tænideild verður falið að gera tillögur varðandi úrbætur í samræmi við þá umræðu sem var á fundinum og kynna á næsta fundi.
2. mál: rætt var um tímabundnar lokanir á götum vegna framkvæmda og viðburða.

--------------------------------------------------------------------------------
2. Stóragerði 1a-1b og 3-5, Ósk um kvaðir veggna nýbyggingar við Stóragerði 1a-1b og 3-5
Verknúmer: BN020072
181249-2939 Gísli Jóhannes Óskarsson
Stóragerði 2 900

Nokkrir íbúar í nágrenni Stóragerðis 15 fara fram á við skipulags- og byggingarnefnd að eftirfarandi kvaðir verði settar á framkvæmdir við Stóragerði 1a-1b og 3-5 eins og þær koma fram í meðfylgjandi bréfi:

1. Byggingartími verði sá sami og að Litlagerði 2-4
2. Byggingarkrani verði tekinn niður áður en vetur gengur í garð þó eigi síðar en 20. október 2002
3. Gengið verði tryggilega frá lausu jarðefni og lausu byggingarefni fyrir 20. október 2002 þannig að nærliggjandi húsum og íbúum þeirra stafi ekki hætta af foki frá/af byggingarsvæðinu
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að gera lóðarhafa grein fyrir innihaldi bréfsins og veita honum frest til að gera athugasemdir.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
3. Íbúaþing um skipulagsmál, Íbúaþing um skipulagsmál, vísað til skipulagsnefndar frá bæjarráði.
Verknúmer: BN020068
skipul-full Skipulags- og byggingafulltrúi
Tangagötu 1 900

Bæjarráð vísar til skipulags- og byggingarnefndar tillögu um íbúaþing um skipulagsmál sem samþykkt var í bæjarráði þann 24. júní 2002.
Nefndin vísar erindinu til vinnuhóps sem vinnur að gerð nýs aðalskipulags fyrir Vestmannaeyjar.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
4. Eldfellsvegur 160600, Leyfi til að setja upp vigt á athafnasvæði Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja
(Verknúmer: BN020074)
680475-0169 Hitaveita Suðurnesja hf
Tangagata 1 900

Ívar Atlason, tæknifræðingur, f.h. Hitaveitu Suðurnesja Vestmannaeyjum óskar eftir leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að setja upp vigt á athafnasvæði Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja skv. meðfylgjandi teikningum.
Nefndin samþykkir erindið.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
Byggingarleyfisgjöld kr. 4000.-

--------------------------------------------------------------------------------
5. Illugagata 29, Sótt um leyfi til að byggja bílskúr og byggja við andyri að Illugagötu 29
(Verknúmer: BN020058)
091065-5339 Viðar Sigurjónsson
Illugagötu 29 900

Viðar Sigurjónsson sækir um leyfi til skipulags- og byggingarnefndar til að byggja bílkúr við hús sitt að Illugagötu 29 og byggja við andyri skv. meðfylgjandi teikningum Teiknistofu PZ ehf. Samþykki nágranna Viðars liggur fyrir.

Nefndin samþykkir erindið. Miðað skal við 113. grein byggingarreglugerðar 441/1998 varðandi frágang bílskúrs . Aðskilnaður á milli húss og bílgeymslu skal vera EI60 og skal þak við eldvarnarvegg vera gerð EI60, 1,2m út frá vegg. sbr. 156. gr. Byggingarreglugerð 441/1998.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
Byggingarleyfisgjöld: kr. 9.300.-

--------------------------------------------------------------------------------
6. Hásteinsvegur 37, Fyrirspurn um byggingu bílskýlis við Hásteinsveg 37
(Verknúmer: BN020054)
140959-5889 Már Friðþjófsson
Hásteinsvegi 37 900

Már Friðþjófsson gerir fyrirpsurn til skipulags- og byggingarnefndar um möguleika þess að byggja bílskýli við hús sitt að Hásteinsvegi 37 skv. meðfylgjandi teikningum.

Þann 20.06.2002 bókaði nefndin:
"Nefndin frestar erindinu og óskar eftir frekari upplýsingum. Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997"

Er nú skilað inn grófum teikningum af fyrirhuguðu bílskýli og samþykki nágrannanna að Hásteinsvegi 39.
Nefndin er hlynnt erindinu enda komi fram á fullnaðarteikningum að fyrirhugað bílskýli uppfylli ákvæði laga og reglugerða varðandi brunamál o.fl. og endanlegar teikningar verði samþykktar af nágrönnum.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
7. Flugvöllur 161593, Tal hf. sækir um leyfi til að fá að koma fyrir tækjaskúr við mastur flugmálastjórnar og Flugturninn í Vestmannaeyjum
(Verknúmer: BN020077)
660397-2729 Tal hf
Síðumúla 28 108

Gautur Þorsteinsson f.h. Tals hf. sækir um leyfi til skipulags- og byggingarnefndar til að koma fyrir tækjaskýli úr tré með litaðri stálklæðningu 2.4x3.75 að stærð við mastur flugmálastjórnar sem nýverið var reist við flugturninn í Vestmannaeyjum. Fyrir liggur leigusamningur á milli Tals hf. og flugmálastjórnar um aðstöðu fyrir loftnet í mastri á fluvellinum í Vestmannaeyjum.
Nefndin samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útbúa lóðarleigusamning fyrir tækjaskýli. Ganga skal frá tengingu milli masturs og tækjaskýlis þannig að hún sé snyrtileg og lítt áberandi. Staðsetning tækjaskýlis ákvarðast í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
8. Klettsvík, Sótt er um leyfi til að koma fyrir tveimur sjókvíum í Klettsvík þar sem til stendur að stunda áframeldi þorsks.
Verknúmer: BN020076
620702-2340 Kví ehf.
Illugagötu 44 900

Sigurjón Óskarsson f.h. Kvíar ehf. sækir um leyfi til skipulags- og byggingarnefndar til að koma fyrir tveimur sjókvíum í Klettsvík þar sem til stendur að stunda áframeldi þorsks. Kvíarnar sem um ræðir eru 17 metrar að þvermáli og 227 fermetrar að flatarmáli. Fyrirhuguð staðsetning sést á meðfylgjandi uppdrætti.
Nefndin hefur móttekið og vísar til samþykkta hafnarstjórnar og bæjarstjórnar Vestmannaeyja.

--------------------------------------------------------------------------------
9. Áshamar 49, Sótt um leyfi til að skipta um glugga
(Verknúmer: BN020071)
070766-5749 Agnar Ingi Hjálmarsson
Áshamar 49 900

Agnar Ingi Hjálmarsson sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að breyta gluggum skv. meðfylgjandi teikningum Páls Zóphóníasarsonar, tæknifræðings.
Afgreiðasla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 18.07.2002
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Agnari Inga Hjálmarssyni að breyta gluggum að Áshamri 49 skv. teikningum Páls Zóphóníasarsonar, tæknifræðings . Stærð opnanlegra faga er skv. 159. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Byggingarleyfisgjöld kr. 4,000.-


------------------------------------------------------------------------------
10. Kirkjuvegur 84, Umsókn um leyfi til að klæða útidyraskúr, setja skyggni yfir útidyr og setja timburklæðningu ofan á garðvegg.
(Verknúmer: BN020070)
270762-2719 Jónatan Guðni Jónsson
Kirkjuvegi 84 900

Jónatan G Jónsson sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að klæða útidyraskúr með standandi viðarklæðningu, setja skyggni yfir útidyr að austanverðu og reisa timburklæðningu á garðvegg í lóðarmörkum við Kirkjuveg 82. Samþykki nágranna að Kirkjuvegi 82 vegna klæðningar á garðvegg liggur fyrir.
Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 17.07.2002
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Jónatani G Jónssyni að klæða útidyraskúr með standandi viðarklæðningu, setja skygni yfir dyr og klæða garðvegg.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Byggingarleyfisgjald kr. 4.000.-

--------------------------------------------------------------------------------
11. Tillaga um fastann fundartíma, Tillaga um fastann fundartíma fyrir fundi skipulags- og byggingarnefndar
Verknúmer: BN020078

Helgi Bragason, formaður skipulags- og byggingarnefndar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fastir nefndarfundir verði mánaðarlega, fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði kl. 16:30. Næsti fundur varður því 3. september nk. Byggingarfulltrúi sendir út dagskrá fyrir hvern fund og skal senda út dagskrá fyrir kl. 16:00, mánudag fyrir fund. Ekki skal taka fleiri erindi eða tillögur fyrir á fundi en þau sem fram koma í fundarboði, nema allir fundarmenn séu sammála að taka fyrir.
Ef brýn ástæða stendur til er hægt að boða til aukafundar sbr. heimild í bæjarmálasamþykkt."
Nefndin samþykkir tillöguna.

--------------------------------------------------------------------------------
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159