16.07.2002

Umhverfisnefnd 16. Júlí

 
Umhverfisnefnd 16. Júlí 2002 Umhverfisnefnd 16. Júlí 2002 29. fundur umhverfisnefndar þriðjudag 16. júlí 2002 kl. 18.00

Mætt voru: Sigurður Páll Ásmundsson, Hulda Sigurðardóttir og Kristján Bjarnason. Seinnihluti fundarins var sameiginlegur með valnefnd félaga úr Rotarýklúbbi Vestmannaeyja.


1. mál
Umhverfisverðlaun 2002.
Lokaskoðun fyrirtækja, garða og gatna. Líkt og undanfarin ár mátu og skoðuðu félagar í Rotarýklúbbi álitlegustu garða, götur og eignir bæjarins og nemendur Vinnuskólans gáfu fyrirtækjum einkunnir. Niðurstöður fundarins eru eftirfarandi:

Fallegasti garðurinn: Heiðarvegur 31.
Einnig komu til álita: Faxastígur 27, Heiðarvegur 66 og Smáragata 18.

Snyrtilegasta eignin: Strembugata 24.
Einnig komu til álita: Smáragata 30, Brattagata 16, Austurvegur 4, Brekastígur 12, Hásteinsvegur 6 og Heiðarvegur 45.

Best heppnuðu endurbætur á húsi og lóð: Kirkjuvegur 57.
Einnig kom til álita: Boðaslóð 4.

Snyrtilegasta fyrirtækið: Dala-Rafn hf. Flötum 23.

Snyrtilegasta gatan: Illugagata.

Afhending blómvanda og viðurkenningarskjala fer fram í húsnæði H.S. 22. júlí næstkomandi. Formaður umhverfisnefndar, Sigurður Páll Ásmundsson og forseti Rotarýklúbbs, Halldóra Magnúsdóttir, afhenda verðlaun og flytja ræður. Viðurkenningarskildir verða festir á viðkomandi stað.

 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.30

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159