16.07.2002

Menningarmálanefnd 16. Júlí

 
Menningarmálanefnd 16. Júlí 2002 Menningarmálanefnd 16. Júlí 2002
176. fundur menningarmálanefndar Vestmannaeyjabæjar var haldinn í Ráðhúsinu þriðjudaginn 16. júlí 2002 kl. 12.00. Mætt voru Selma Ragnarsdóttir, Ásta Halldórsdóttir og Sigríður Bjarnadóttir auk starfsmannanna Nönnu Þóru Áskelsdóttur og Sigurðar Símonarsonar.

1. Starfsmannamál.
Forstöðumaður Safnahúss greindi frá því að eftirfarandi umsóknir hefðu borist um stöðu bókavarðar á Bókasafni Vestmannaeyja, sem auglýst var laus til umsóknar með umsóknarfresti til 12. júlí s.l.:
Elva Dögg Björnsdóttir, Ásavegi 27,
Guðbjörg Sigþórsdóttir, Kirkjuvegi 53,
Guðný Anna Thorshamar, Foldahrauni 42, 2a,
Guðrún Bj. Guðjónsdóttir, Sólhlíð 3,
Halla Einarsdóttir, Hásteinsvegi 7,
Herdís Tegeder, Hrauntúni 13,
Ingibjörg F. Bernódusdóttir, Brekkuhúsi,
Kristín Jónsdóttir, Ásavegi 7,
Sigrún Guðlaugsdóttir, Eyjahrauni 7 og
Vilborg Þorsteinsdóttir, Foldahrauni 3.

Menningarmálanefnd samþykkir að Sigrún Guðlaugsdóttir verði ráðin til starfsins.

2. Rætt var um framkvæmd hátíðarinnar í “Skvísusundi” að kvöldi 6. júlí, sem þótti takast með ágætum. Menningarmálanefnd vill þakka þeim er stóðu að framkvæmd hátíðarinnar sem og bæjarbúum fyrir þátttöku þeirra í að gera hana í alla staði hina ánægjulegustu.

3. Lagt fram til kynningar bréf dags. 9. júlí 2002 frá Fjöllistarhópnum Circus Atlantis á Akureyri þar sem hópurinn kynnir starfsemi sína og gjaldskrá vegna sýningaratriða.

4. Bréf Félags Framhaldsskólanema, dags. 9. júlí 2002 þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 300.000 til þess að standa undir kostnaði við að halda námskeið til handa stjórnendum nemendafélaga framhaldsskólanna í samvinnu við Junior Chamber á Íslandi.

Menningarmálanefnd getur ekki orðið við erindinu.

5. Bréf bæjarráðs Vestmannaeyja, dags. 20. júní 2002, um erindi menntamálaráðuneytisins til SASS frá 7. júní s.l. varðandi samning um menningarmál sem ákveðið var að menningarmálanefnd tæki afstöðu til á þessum fundi.

Í ljósi aðstæðna telur menningarmálanefnd rétt að tilnefndur verði fulltrúi bæjarins til viðræðna við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga um að kanna kosti þess fyrir Vestmannaeyjabæ að gengið verði sameiginlega til samninga við menntamálaráðuneytið um menningarmál.

6. Lögð fram til kynningar skýrsla stjórnar Landskerfis bókasafna h.f., sem lögð var fram á aðalfundi félagsins 28. júní s.l.

7. Önnur mál.
a) Borist hefur bréf frá Ólafi Ásgeirssyni, þjóðskjalaverði, þar sem hann þakkar héraðsskjalaverði og öðru starfsfólki Safnahúss fyrir móttökurnar er norrænir þjóðskjalaverðir heimsóttu Eyjarnar í sumar.
b) Forstöðumaður Safnahúss minnti á fyrirlestur Steinunnar Jóhannesdóttur um “Reisubók Guðríðar Símonardóttur “ í Bókasafninu kl. 20.30 þann 18. júlí n.k. í tilefni af því að 375 ár eru liðin frá Tyrkjaráninu. Í lok fyrirlestrarins verður gestum boðið í stutta skoðunarferð í rútu um sögustaði Tyrkjaránsins. Atburður þessi er liður í að minnast 140 ára afmælis Bókasafnsins og 70 ára afmælis Byggðasafnsins á þessu ári.

 


Fleira ekki bókað og fundi slitið kl.12.40.

Sigurður R. Símonarson
Selma Ragnarsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir
Nanna Þóra Áskelsdóttir
Ásta Halldórsdóttir

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159