02.07.2002

Menningarmálanefnd 2. Júlí

 
Menningarmálanefnd 2. Júlí 2002 Menningarmálanefnd 2. Júlí 2002 175. fundur menningarmálanefndar Vestmannaeyjabæjar var haldinn í Ráðhúsinu þriðjudaginn 2. júlí 2002 kl. 16.00. Mætt voru Selma Ragnarsdóttir, Ásta Halldórsdóttir, og Sigríður Bjarnadóttir auk starfsmannanna Nönnu Þóru Áskelsdóttur og Sigurðar Símonarsonar.

1. Masterclass 2002.
Áshildur Haraldsdóttir mætti á fundinn og gerði grein fyrir undirbúningi að Masterclass námskeiðinu sem haldið verður hér í Eyjum 17.–25. ágúst n.k. Fram kom í erindi hennar að gert er ráð fyrir því að 5 kennarar og 19 nemendur munu koma og taka þátt í námskeiðinu auk 5 nemenda úr Vestmannaeyjum og gengur undirbúningur þess samkvæmt áætlun.

2. 17. júní - hátíðarhöldin.
Margrét Hjálmarsdóttir mætti á fundinn og greindi frá framkvæmd hátíðarhaldanna á þjóðhátíðardaginn17. júní s.l. Lagði hún fram skýrslu um lauslegt mat á því hvernig gekk.
Menningarmálanefnd vill færa Margréti þakkir fyrir ágætan undirbúning og framkvæmdastjórn hátíðarinnar.

3. Starfsmannamál.
Nanna Þóra sagði frá því að Viktoría Ágústa Ágústsdóttir hefði sagt starfi sínu við Bókasafn Vestmannaeyja lausu með bréfi, dags. 27. júní sl.
Samþykkt að auglýsa nú þegar eftir starfsmanni í um 50 % starf.

4. “Hátíð í bæ” 2002.
Greint var frá undirbúningi að uppákomum í “Skvísusundi” að kvöldi 6. júlí, fyrsta laugardaginn í júlí, sem verða munu með svipuðu sniði og s.l. ár. Dagurinn í heild er skipulagður í samvinnu við Sparisjóð Vestmannaeyja, sem heldur þá sinn árlega fjölskyldu- og útivistardag.

5. Vika símenntunar á bókasöfnum.
Nanna greindi frá þeirri hugmynd að fá hingað á vegum bókasafnsins þær Sigríði Pálmadóttur, lektor við KHÍ og Ásu Ketilsdóttur, sagnaþul frá Laugalandi við Djúp til þess að halda námskeið í barnagælum og þulum í viku símenntunar í haust. Samþykkt að fela Nönnu að vinna áfram að málinu.

6. Bréf stjórna L.V., dags. 15.04. 2002.
Kynnt bréf stjórnar Leikfélags Vestmannaeyja dags. 15. apríl sl. og þá einkum sá hluti þess er varðar ferð nokkurra ungmenna til Noregs í haust til þess að taka þátt í samstarfsverkefni við leikhóp ungs fólks á Andareyju í Norður Noregi, en menningarmálanefnd hafði áður samþykkt þátttöku í verkefninu sbr. bókun í 4. máli á fundi 23. maí sl.


7. Bréf bæjarráðs Vestmannaeyja, dags. 20. júní 2002, um erindi menntamálaráðuneytisins til SASS frá 7. júní sl. um samning um menningarmál. Menningarmálanefnd mun taka afstöðu til erindisins á næsta fundi sínum.

 

8. Bréf Listasafns Íslands, dags. 5. júní 2002, þar sem boðið er upp á samstarf um sýningarhald á verkum í eigu safnsins. Menningarmálanefnd felur fostöðumanni Safnahúss að kanna möguleika á því og kostnað við að fá hingað eina sýningu næsta vetur.

9. Önnur mál.
a) Kynnt fyrirhuguð ráðstefna í Finnlandi, 2.- 3. desember n.k. sem nefnist “Kultur, kreativitet och lärande”.

 


Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 17.40.

Sigurður R. Símonarson
Selma Ragnarsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir
Nanna Þóra Áskelsdóttir
Ásta Halldórsdóttir

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159