23.05.2002

Menningarmálanefnd 23. Maí

 
Menningarmálanefnd 23. Maí 2002 Menningarmálanefnd 23. Maí 2002 Fundur nr.173
fimmtudaginn 23. maí 2002 kl. 16.00 í Ráðhúsinu.

Mætt voru: Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Hjálmfríður Sveinsdóttir, Ólafur Lárusson, menningarmálafulltrúi Sigurður R. Símonarson, forstöðumaður safnanna Nanna Þ. Áskelsdóttir,héraðsskjalavörður Jóna Guðmundsdóttir, safnvörður Byggðasafns Hlíf Gylfadóttir, og forstöðumaður Náttúrugripasafns Kristján Egilsson.

1. mál:
17. júní hátíðarhöldin rædd. Margrét Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri hátíðarhaldanna gerði grein fyrir drögum að dagskrá hátíðarinnar sem verður haldin í Herjólfsdal.

2. mál:
Starfsmannamál rædd.

3.mál.
Ársskýrsla safnanna lögð fram.

4. mál.
Bréf stjórnar L.V. dags. 15.04. 2002. Andrés Sigurvinsson leikstjóri mun fara sem fararstjóri með ungu fólki tengdu leiklist til Noregs í ágúst nk. Andrés mun fara sem fulltrúi menningarmálanefndar Vestmannaeyjabæjar.

5.mál.
Lagt var fram til kynningar afrit af bréfi menntamálaráðuneytisins frá 22. apríl sl. til Landssambands sunnlenskra sveitarfélaga, um gerð samnings um menningarmál. Afgreiðslu erindisins vísað til næstu menningarmálanefndar.

6. mál.
Bréf Guðmundar H. Guðjónssonar, dags. 16.05. 2002.
Menningarmálanefnd samþykkir erindið.

7. mál.
Önnur mál.
Haldin verður sýning Ingibjargar Heiðarsdóttur (Ibba) í Safnahúsinu sjómannadagshelgina 1. og 2. júni 2002 og eru allir velkomnir.

Keypt hefur verið verk eftir Kristínu Þorkelsdóttur myndlistarmann.

Afmæli safnanna: Í tilefni af 140 ára afmælis Bókasafns Vestmannaeyja mun
Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður verða með erindi um sögu íslenskra bókasafna 22. júní.

Fimmtudaginn 18. júlí mun Steinunn Jóhannesdóttir verða með fyrirlestur úr Reisubók Guðríðar Símonardóttur, Tyrkja-Guddu.

Formaður menningarmálanefndar þakkar forstöðumönnum, menningarfulltrúa
og samnefndarmönnum fyrir samstarfið á kjörtímabilinu.

Fleira ekki gert. Fundið slitið kl. 17.00.
Ólafur Lárusson
Hjálmfríður Sveinsdóttir
Jóna Björg Guðmundsdóttir
Hlíf Gylfadóttir
Nanna Þ. Áskelsdóttir
Kristján Egilsson
Sigurður R. Símonarson
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159