22.05.2002

Skipulagsnefnd 22. Maí

 
Skipulagsnefnd 22. Maí 2002 Skipulagsnefnd 22. Maí 2002 Skipulags- og bygginganefnd
1467. fundur 2002


--------------------------------------------------------------------------------
Ár 2002, miðvikudaginn 22. maí kl. 12:45 var haldinn 1467. fundur skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyja. Þessir sátu fundinn: Helgi Bragason, Skæringur Georgsson og Stefán Óskar Jónasson. Einnig sat fundinn: Jökull Pálmar Jónsson. Ritari var Drífa Kristjánsdóttir.
--------------------------------------------------------------------------------

Þetta gerðist:

--------------------------------------------------------------------------------

1. Bárustígur 1, Sótt um leyfi til að setja augýsingaskilti utan á húsnæði húsnæði kosningaskrifstofu V-listans
(Verknúmer: BN020049)

Páll Scheving f.h. Vestmannaeyjalistans sækir um leyfi til að setja upp 3 skilti á norður, suður og vesturhlið kosningaskrifstofu Vestmannaeyjalistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Sótt er um tímabunda uppsetningu fram til 1. júní 2002. Fyrir liggja umsagnir umhverfisnefndar og sýslumanns sbr. bókun skipulags- og byggingarnefndar 13.maí 2002.
Nefndin samþykkir erindið og veitir leyfi til 27. maí 2002 skv. gr. 4.3.3 og 11.1.1 í samþykkt um skilti í Vestmannaeyjum

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Byggingarleyfisgjöld kr. 4.000.-

--------------------------------------------------------------------------------
2. Strandvegur 30, Sótt um leyfi til að setja augýsingaskilti utan á húsnæði að Strandvegi 30
(Verknúmer: BN020050)

Kristinn Valgeirsson f.h. Sjálfstæðisflokksins sækir um leyfi til að setja upp skilti á suðurhlið Strandvegar 30 fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sbr. meðfylgjandi myndir. Sótt er um tímabunda uppsetningu fram til 27. maí 2002. Fyrir liggja umsagnir umhverfisnefndar og sýslumanns.
Nefndin samþykkir erindið og vísar í 1.mál.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Byggingarleyfisgjöld kr. 4.000.-

--------------------------------------------------------------------------------
2. Áshamar 65-71, Fyrirspurn um afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til bilastæða austan við blokkina að Áshamri 64-71
(Verknúmer: BN020051)

Jóhanna Andersen f.h. húsfélagsins að Áshamri 65-71 óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til bílastæða austan við blokkina skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Nefndin er jákvæð gagnvart fyrirspurn um bílastæði og óskar eftir frekari teikningum. Nánari útfærsla skulu vera í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159