17.05.2002

Umhverfisnefnd 17. Maí

 
Umhverfisnefnd 17. Maí 2002 Umhverfisnefnd 17. Maí 2002 26. fundur umhverfisnefndar föstudag 17. maí 2002 kl. 12.00

Mætt voru: Drífa Kristjánsdóttir, Einar Steingrímsson, Hulda Sigurðardóttir og Kristján Bjarnason.

 

1. mál
Borist hefur bréf frá skipulags- og bygginganefnd dags. 14/5 þar sem óskað er eftir umsögn um uppsetningu skilta á vegum V-listans á Bárustíg 1.
Nefndin sér ekkert athugavert við uppsetningu skiltanna og vísar til Samþykktar um skilti í umdæmi Vestmannaeyja. (37. gr. skipulags- og bygg.l. nr. 73 1997. Byggingareglugerð nr. 441 1998). Vísað er til 4. kafla 4.3.3. og lögð áhersla á að skilti verði tekin niður eigi síðar en 27. maí 2002.


2. mál
Inn á borð nefndarinnar berst erindi kosningastjóra D-lista fyrir hönd Sjálfstæðisflokks um uppsetningu skiltis á Strandvegi 30.
Nefndin sér ekkert athugavert við uppsetningu skiltisins og vísar til 1. máls. Lögð áhersla á niðurtöku eigi síðar en 27. maí.


3. mál
Heimaey, hrein og sælleg
Félögum er þökkuð frábær þátttaka í árlegum hreinsunardegi 9. maí. Nefndin hvetur fyrirtæki í bænum til að gera hreint fyrir sínum dyrum nú á vordögum.

 

 

 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.00

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159