12.05.2002

Skipulagsnefnd 12. Maí

 
Skipulagsnefnd 12. Maí 2002 Skipulagsnefnd 12. Maí 2002 --------------------------------------------------------------------------------

Skipulags- og bygginganefnd
1466. fundur 2002


--------------------------------------------------------------------------------
Ár 2002, mánudaginn 13. maí kl. 16:30 var haldinn 1466. fundur skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyja. Þessir sátu fundinn: Helgi Bragason, Skæringur Georgsson, Stefán Óskar Jónasson, Stefán Sigurþór Agnarsson og Berglind Kristjánsdóttir. Einnig sátu fundinn: Jökull Pálmar Jónsson og Ólafur Ólafsson. Ritari var Stefán Agnarsson.
--------------------------------------------------------------------------------

Þetta gerðist:

--------------------------------------------------------------------------------

1. Deiliskipulag Miðbæjarins, Nýtt deiliskipulag miðbæjarins lagt fram til samþykktar skipulags- og byggingarnefndar
Verknúmer: BN020048

Nýtt deiliskipulag miðbæjarins, unnið af Hornsteinum, er nú lagt fyrir skipulags- og byggingarnefnd til samþykktar.
Bæjartæknifræðingur kynnti einnig nánari útfærslu á hellulögn í Ráðhúströð

Nefndin samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma deiliskipulagi í auglýsingu. Haldinn verður opinn fundur til kynningar á deiliskipulagi með fulltrúa skipulagshöfunda föstudaginn 17.maí kl. 16:00.

Stefán Jónasson, fulltrúi V-listans bókaði "Ég óska eftir að málinu verði frestað og lagt fyrir nýja bæjarstjórn."

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
2. Litlagerði 2-4, Umsókn um leyfi til að byggja raðhús að Litlagerði 2-4 og athugasemdir úr grenndarkynningu
Verknúmer: BN020024
040648-2679 Þórður Sigursveinsson
Smáragata 7 900

Þórður Sigursveinsson sækir um lóðirnar að Litlagerði 2-4 til byggingar parhúss í stað raðhúss sbr. meðfylgjandi tillaga að breytingu lóðanna.
Steini og Olli ehf. sem lóðarhafar að Litlagerði 2-12, afsala sér lóðunum að Litlagerði 2-4 í meðfylgjandi bréfi.
Umræddar lóðir að Litlagerði eru skipulagðar til byggingar sex íbúða raðhúss skv. gildandi deiliskipulagi.
Stærð núverandi lóðar nr. 2 er 575m2 og stæðr núverandi lóðar nr. 4 er 357.5m2. Skv. tillögu að breytingu er stærð lóðar nr. 2-4 er 1465m2

Nefndin er hlynnt erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útfæra deiliskipulagsbreytingu og koma í grenndarkynningu sbr. 26. gr. og 7. mgr. 43. gr. sipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og gr. 7.2.3 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998. Að þeirri kynningu lokinni verður erindið tekið til endanlegrar afgreiðslu.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Athugasemdir hafa nú borist frá íbúum Litlagerðis 1-7 annars vegar og íbúum Litlagerðis 9-19 hins vegar og eru meðfylgjandi.
1. Íbúar að Litlagerði 1-7 gera athugasemdir við staðsetningu parhúss að Litlagerði 2-4.

Byggingarreitur að Litlagerði 2-4 verður færður þ.a. hann sé í línu við Litlagerði 1-3 og þ.a. innkeyrsla að Litlagerði 2-4 verði amk. 6m frá gangstétt.

2. Íbúar að Litlagerði 1-7 gera athugasemdir við hæðarkóta fyrirhugaðs húss að Litlagerði 2-4 og fara fram á að hann verði lækkaður

Gólfkóti húss að Litlagerði 2-4 verður 43,70 mys en ekki 44,30 eins og til stóð.

3. Íbúar að Litlagerði 1-7 óska eftir því að tímamörk verði sett á framkvæmdir við Litlagerði 2-4.

Skipulags- og byggingarnefnd er sammála því og setur það sem skilyrði að frá veitingu byggingaleyfis skuli frágangi að utan vera lokið innan 8 mánaða.

4. Íbúar að Litlagerði 1-7 óska eftir því að frágangi gangstéttar norðanmegin á Litlagerði verði lokið eigi síðar en utanhúsfrágangi á Litlagerði 2-4.

Íbúum Litlagerðis 1-7 er bent á bæjartæknifræðing.

5.Íbúar að Litlagerði 1-7 viðra þá hugmynd að breyta fyrirkomulagi lóðar Litlagerðis 2-4 þ.a. framhlið húss snúi að Helgafellsbraut.

Það er vilji skipulags- og byggingarnefndar að það form sem hefur skapast vestan við Helgafellsbraut haldi sér og að hús snúi ekki að Helgafellsbraut, sérstaklega þar sem ekki er fyrirsjáanlegur skortur á byggingarlóðum í Vestmannaeyjum.

6. Íbúar Litlagerðis 9-19 gera athugasemd við vestari mörk byggingarlóða að Litlagerði 10-12 og óska eftir því að þau verði færð austar, til móts við austurhlið Litlagerðis 9.

Fallist er á að lóð að Litlagerði 10-12 verði felld út úr deiliskipulagi þ.a. vestari mörk byggðar norðan við Litlagerði verði mörk lóðar að Litlagerði 6-8 til vesturs.

7. Íbúar Litlagerðis 9-19 gera athugasemd við hæðarkóta fyrirhugaðrar byggingar að Litlagerði 2-4 og fara fram á að hæðarkótinn verði lækkaður.

Vísað er til 2. liðar.

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að gera breytingar á uppdrætti sem sýnir breytingar á deiliskipulagi í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar á athugasemdum sem bárust vegna grenndarkynningar og koma til Skipulagsstofnunar.


Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum.

--------------------------------------------------------------------------------
3. Bárustígur 11, Sótt um leyfi til að setja borð fyrir framan veitingastaðinn Lanterna við Bárustíg 11
(Verknúmer: BN020042)
281061-3219 Dominik Lipnik
Hásteinsvegur 54 900

Dominik Lipnik, f.h. Lanterna óskar eftir leyfi til að koma fyrir borðum framan við Bárustíg 11 skv. meðfylgjandi teikningu.
Nefndin samþykkir að umsækjandi megi koma fyrir borðum tímabundið til 15. september 2002 en hafnar umsókn um skjólvegg.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
4. Kirkjuvegur 99, Uppsetning mælistaurs vegna veðurathugunarstöðvar
(Verknúmer: BN020043)
680475-0169 Hitaveita Suðurnesja hf
Tangagata 1 900

Friðrik Friðriksson f.h. Hitaveitu Suðurnesja í Vestmannaeyjum og Veðurstofu Íslands óskar eftir leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að reisa 10m háan staur við Kirkjuveg 99 sbr. meðfylgjandi afstöðumynd. Mælingar frá búnaði í staur þessum verður notaður til veðurlýsinga í fjölmiðlum.
Nefndin samþykkir erindið.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
5. Frágangur eldri efnistökusvæða, Dreifibréf til sveitarstjórna og yfirlýsing Vegagerðarinnar og Náttúruverndar Ríkisins um frágang eldri efnistökusvæða
Verknúmer: BN020036
680269-2899 Vegagerðin
Borgartúni 5-7 105
441096-2409 Náttúruvernd ríkisins
Skúlagötu 21 101

Í sameiginlegri yfirlýsingu Vegagerðarinnar og Náttúruverndar Ríkisins kemur m.a. fram að Vegagerðin muni í samráði við Náttúruvernd Ríkisins hefja markvissan frágang eldri efnistökusvæða sbr. meðfylgjandi bréf.
Nefndin hefur móttekið erindið og vísar því til gerðar aðalskipulags.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
6. Stækkunarmöguleikar Kirkjugarðs, Bréf frá sóknarnefnd Landakirkju þess efnis að tryggðir verði stækkunarmöguleikar kirkjugarðs Landakirkju
Verknúmer: BN020037
710169-0639 Landakirkja
Búhamri 66 900

Í meðfylgjandi bréfi fer Guðbjörg Matthíasdóttir, f.h. sóknarnefndar Landakirkju fram á það að stækkunarmöguleikar kirkjugarðs Landakirkju verði tryggðir.

 

Nefndin vísar erindinu til gerðar aðalskipulags.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
7. Eiði 3, Ósk um byggingarleyfi vegna endurbyggingar olíubirgðastöðvar Skeljungs á Eiðinu.
(Verknúmer: BN020039)
590269-1749 Skeljungur hf
Suðurlandsbraut 4 108

Skeljungur hf. óskar eftir byggingarleyfi til að endurbyggja birgðastöð sína á
Eiðinu sbr. meðfylgjandi teikningar VGK Verkfræðistofu. Meðfylgjandi eru
samþykktir uppdrættir Hollustuverndar og Brunamálastofnunar.
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til hafnarstjórnar.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
8. Flugvöllur 161593, Sótt um leyfi til að byggja undirstöður og reisa loftnetsmastur
(Verknúmer: BN020047)
550169-6819 Flugmálastjórn
Reykjavíkurflugvelli 101

Páll Zóphóniasson f.h. flugmálastjórnar sækir um leyfi Skipulags- og byggingarnefndar til að byggja undirstöður og reisa loftnetsmastur skv. meðfylgjandi teikningum frá Almennu Verkfræðistofunni.
Nefndin samþykkir erindið.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
9. Græðisbraut 1, Fyrirspurn um viðbyggingu við iðnaðarhúsnæðið að Græðisrbraut 1
(Verknúmer: BN020038)
550793-2029 Fjölverk hf
Heiðarvegi 58 900

Fjölverk hf. óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar gagnvart fyrirhugaðrar viðbyggingar við húsnæði Fjölverks að Græðisbraut 1 í Vestmannaeyjum, sbr. meðfylgjandi teikningar ABS teiknistofu.
Nefndin er hlynnt erindinu.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
10. Hreyfanleg Steypustöð, Umsókn um bráðabirgðarekstrarleyfi fyrir hreyfanlega steypustöð í Vestmannaeyjum
Verknúmer: BN020001
450789-6079 Tvö Þ hf.
Asavegi 23 900

Þór Engilbertsson f.h. 2-Þ hf. óskar eftir rekstrarleyfi fyrir hreyfanlega steypystöð og leggur fram skýrslu Línuhönnunar um framleiðslu úr hreyfanlegri steypustöð.
Nefndin samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita umsækjanda starfsleyfi fyrir steypustöð til tveggja ára.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
11. Bárustígur 1, Sótt um leyfi til að setja augýsingaskilti utan á húsnæði húsnæði kosningaskrifstofu V-listans
(Verknúmer: BN020049)

Páll Scheving f.h. Vestmannaeyjalistans sækir um leyfi til að setja upp 3 skilti á norður, suður og vesturhlið kosningaskrifstofu Vestmannaeyjalistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Sótt er um tímabunda uppsetningu fram til 1. júní 2002.
Nefndin frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir afstöðu- og útlitsmynd ásamt umsögnum umhverfisnefndar og sýslumanns skv. samþykkt um skilti í lögsögu Vestmannaeyja.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
12. Illugagata 7, leyfi til að skipta um glugga.
(Verknúmer: BN020046)
260651-2189 Ólafur Guðjónsson
Illugagötu 7 900

Ólafur Guðjónsson sótti um leyfi til skipulags- og byggingarfulltrúa til að skipta um glugga í húsi sínu að Illugagtöu 7.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 26. apríl s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Ólafi Guðjónssyni að breyta gluggum í húsi sínu að Illugagötu 7 eins og meðfylgjandi teikning segir til um. Stærð opnanlegra faga er skv. 159. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

 

--------------------------------------------------------------------------------
13. Kirkjubæjarbraut 10, Breyta kjallara í gistiheimili fyrir gistingu á einkaheimili
(Verknúmer: BN020041)
270666-3299 Erlendur G. Gunnarsson
Kirkjubæjarbraut 10 900
210671-3909 Oddfríður Lilja Jónsdóttir
Kirkjubæjarbraut 10 900

Erlendur Gunnar Gunnarsson og Oddfríður Lilja Jónsdóttir sóttu um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að breyta kjallara að Kirkjubæjarbraut 10 í gistiheimili fyrir gistingu á einkaheimili.


Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 2. maí s.l.
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Erlendi G Gunnarssyni og Oddfríði Lilju Jónsdóttur að breyta kjallara að Kirkjubæjarbraut 10 í gistiheimili fyrir gistingu á einkaheimili, sbr. teikningar segja til um, með eftirfarandi skilyrðum:
- Björgunarop í herbergjum skulu færð í réttar stærðir skv. teikningu.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld : kr. 4000

--------------------------------------------------------------------------------
14. Strandvegur 103, Umsókn um leyfi til að klæða Strandveg 103 og 105 og fjarleægja turn á þaki
(Verknúmer: BN020044)
560493-2159 Dala-Rafn hf
Fjólugötu 27 900

Þórður Rafn Sigðurðsson f.h. Dala-Rafns ehf. sækir um leyfi til að klæða veggi og þak Strandvegar 103 og 105 og fjarlægja turn af þaki Strandvegar 103.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 02.maí s.l.
Skipulags- og bygginarfulltrúi heimilar Dala-Rafn að klæða veggi og þak húsa að Strandvegi 103 og 105.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.


--------------------------------------------------------------------------------
15. Strandvegur 107, Umsókn um leyfi til að klæða veggi og þak Strandvegar 107
Verknúmer: BN020045
260158-5709 Sigríður Magnúsdóttir
Smáragötu 26 900

Sigríður Magnúsdóttir sækir um leyfi til skipulags- og byggingarfulltrúa til að klæða veggi og þak Strandvegar 107

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 02.maí s.l.
Skipulags- og bygginarfulltrúi heimilar Sigríði Magnúsdóttur að klæða veggi og þak húsa að Strandvegi 107.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.


--------------------------------------------------------------------------------
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159