19.04.2002

Skipulagsnefnd 19. Apríl

 
Skipulagsnefnd 19. Apríl 2002 Skipulagsnefnd 19. Apríl 2002 Skipulags- og bygginganefnd
1464. fundur 2002


--------------------------------------------------------------------------------
Ár 2002, föstudaginn 19. apríl kl. 12:00 var haldinn 1464. fundur skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyja. Þessir sátu fundinn: Helgi Bragason, Drífa Kristjánsdóttir, Skæringur Georgsson, Stefán Óskar Jónasson og Bjarni Guðjón Samúelsson. Einnig sátu fundinn: Jökull Pálmar Jónsson og Ólafur Ólafsson. Ritari var Drífa Kristjánsdóttir.
--------------------------------------------------------------------------------

Þetta gerðist:

--------------------------------------------------------------------------------

1. Umferð í Vestmannaeyjum, Athugasemdir frá namskeiði ungra ökumanna á vegum Sjóvá-Almennra
Verknúmer: BN020033
701288-1739 Sjóvá-Almennar hf. tryggingafélag
Skólavegi 21 900


04. apríl 2002 hittust 17 ungir ökumenn á vegum Sjóvá-Almennra í Vestmannaeyjum. Meðal verkefna hópsins var að skoða þá þætti sem eru hættulegir í umferðinni í Vestmannaeyjum og hvað megi gera til að draga úr hættunni. Niðurstöðurnar voru þessar:
1. Efst á Illugagötunni er varhugaverð beygja af því að gatan er mishæðótt. Þar þarf að sýna sérstaka varúð.
2. Sum staðar á Helgafellsbraut hallar gatan inn að hrauninu og er hættuleg ef ekið er hratt.
3. Þarf að breikka götuna við félagsheimili AA við Heimagötu. Oft er bílum illa lagt á þessum stað.
4. Gatnamót Heiðarvegar og Kirkjuvegar eru varhugaverð. Of margir koma of hratt niður Strembugötu. Athuga ætti hvort ekki þurfi að setja umferðarljós þar.
5. Kirkjuvegur-Illugagata. Þar er stórhættulegt, blint horn og oft mikill hraði. Umferðin er nokkuð mikil og einnig mætti athuga hvort umferðarljós myndu draga úr hættunni.
6. Athugum að talsvert algengt er að börn séu að leik við akbrautir í bænum. Foreldrar ættu að kenna börnum sínum hvar þau megi leika sér og ökumenn að vera á varðbergi gagnvart börnum þegar ekið er um bæinn.

Nefndin hefur móttekið erindið og vísar því til bæjartæknifræðings og yfirlögregluþjóns.

--------------------------------------------------------------------------------
2. Norðurgarður, Umsókn um byggingaleyfi
Verknúmer: BN020016
270970-5679 Valgeir Arnórsson
Hrauntúni 57 900

Valgeir Arnórsson sækir um leyfi til skipulags- og byggingarnefndar til að byggja einbýlishús að lóð sinni að Norðurgarði skv. teikningum Jóns Guðmundssonar, arkitekts.
Stærðir hússins eru: 183,6m2 og 498,2m3

 

 

 

 

 

Þann 27.02.2002 bókaði skipulags- og byggingarnefnd "Nefndin samþykkir að senda erindið í Grenndarkynningu. Frestur til að skila inn athugasemdum skal vera 4 vikur.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997."

Niðurstöður Grenndarkynningar liggja nú fyrir. Ein athugasemd barst og er hún meðfylgjandi.

Nefndin samþykkir erindið. Lóð og byggingarreitur skulu færð 10m norðaustur m.v. innlagða teikningu og þá sem send var í grenndarkynningu. Væntanlegt hús má ekki vera nær höfðavegi en 50m. Umsókn um aðkeyrslu frá Höfðavegi er samþykkt og skal hún staðsett og útfærð í samráði við Tæknideild. Bílastæði skulu staðsett neðan við hæðarbrún þ.a. þau blasi ekki við frá Höfðavegi.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
3. Hrauntún 37, Sótt er um leyfi til að klæða hús og skipta um glugga.
(Verknúmer: BN020035)
210745-2899 Halldóra Sigurðardóttir
Hrauntún 37 900


Halldóra Sigurðardóttir sækir um leyfi til skipulags- og byggingarfulltrúa til að klæða hús sitt að Hrauntúni 37 og skipta um glugga skv. meðfylgjandi teikningu Björgvins Björgvinssonar tæknifræðings.

 

 

 

 

 

 

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 16. apríl s.l. Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Halldóru Sigurðardóttur að klæða hús sitt og skipta um glugga.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
4. Kirkjuvegur 20, Umsókn um leyfi til að breyta bílskúrshurð
(Verknúmer: BN020034)
020839-4499 Brynjar Karl Stefánsson
Kirkjuvegur 20 900

Brynjar Karl Stefánsson sækir um leyfi til skipulags- og byggingarfulltrúa til að fjarlægja tvær ónýtar bílkúrshurðar af bílskúr sínum og koma fyrir einni í staðinn.

 

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 16. apríl s.l. Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Brynjari Karli Stefánssyni að breyta fjarlægja tvær bílskúrshurðar á bílskúr sínum og setja eina nýja í staðinn.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159