10.04.2002

Menningarmálanefnd 10. Apríl

 
Menningarmálanefnd 10. Apríl 2002 Menningarmálanefnd 10. Apríl 2002
Menningarmálanefnd


Fundur nr. 171.

Mætt voru: Sigrún I. Sigurgeirsdóttir, Ólafur Lárusson, Hjálmfríður Sveinsdóttir, Sigurður R. Símonarson, menningarmálafulltrúi og Nanna Þ. Áskelsdóttir, forstöðumaður safnanna.

1. mál.
Starfsmannamál.

Borist hefur bréf frá Nönnu Þóru Áskelsdóttur og Berglindi Bergsveinsdóttur stuðningafulltrúa fatlaðra. Menningarmálafulltrúa falið að kanna málið nánar og ræða við bréfritara.

Menningarmálanefnd samþykkir að auglýsa sumarafleysingastörf við Byggðasafnið.

2. mál.
Borist hafa 5 umsóknir um starfslaun bæjarlistamanns árið 2002.

3. mál.
Rætt um hátíðarhöld 17. júní 2002.

4. mál.
Dagskrá um börn í verkum Halldórs Kiljans Laxness. Menningarmálafulltrúa og forstöðumanni safnahúss falið að ræða við skólastjóra um framkvæmd dagskrárinnar.

5. mál.
Borist hefur bréf frá Sigurgeir Scheving dags. 11.03.2002.

6. mál.
Borist hefur bréf frá Andrési Sigurvinssyni og Gunnari Þ. Guðbjartssyni dags. 28.02.2002 þar sem þeir þakka fjárstyrk til handa endurreisnarstarfi Leikfélags Vestmannaeyja.

7. mál.
Bréf barst frá Hrólfi Sæmundssyni 06.03.2002.
Menningarmálafulltrúa falið að ræða við bréfritara.

8. mál.
Menningarmálafulltrúi gerði grein fyrir heimsókn Katrine Strøm þann 20.03.2002.
Ráðgert er að sex ungmenni fari frá L.V. á Leiklistarhátíð í Norður Noregi í ágúst n.k.

 

 

9. mál.
Afmæli safnanna 2002.
Lagðar fram hugmyndir að dagskrá afmæla safnanna.

10. mál.
Borist hefur bréf frá Eyvindi Steinarssyni dags. 10.04.2002 varðandi sameiginlega söngstund leikskólabarna í Eyjum. Menningarmálanefnd tekur jákvætt í erindið.

11. mál.
Rætt um ýmis önnur mál.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.05.
Hjálmfríður Sveinsdóttir
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Sigurður R. Símonarson
Nanna Þóra Áskelsdóttir
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159