25.03.2002

Skipulagsnefnd 25. Mars

 
Skipulagsnefnd 25. Mars 2002 Skipulagsnefnd 25. Mars 2002 -------------------------------------------------------------------------------

Skipulags- og bygginganefnd
1462. fundur 2002


--------------------------------------------------------------------------------
Ár 2002, mánudaginn 25. mars kl. 16:30 var haldinn 1462. fundur skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyja. Þessir sátu fundinn: Drífa Kristjánsdóttir , Helgi Bragason, Skæringur Georgsson, Stefán Óskar Jónasson og Berglind Kristjánsdóttir. Einnig sátu fundinn: . Ritari var Drífa Kristjánsdóttir.
--------------------------------------------------------------------------------

Þetta gerðist:

--------------------------------------------------------------------------------

1. Breyting á skilgreiningu þjóðvega í Vestmannaeyjum, Breyting á skilgreiningum Skansvegar, neðan úr bæ upp á Eldgfellsveg og malarvegarins niður í Viðlagafjöru og að Prestafjöru
Verknúmer: BN020026
bæjart-ækni Bæjartæknifræðingur
Tangagata 1 900


Bæjartæknifræðingur Vestmannaeyja, Ólafur Ólafsson, fer þess á leit við skpipulags- og byggingarnefnd að hún taki afstöðu til þess hvort Skansvegur neðan úr bæ upp á Eldfellsveg ætti frekar að vera þjóðvegur heldur en malarvegurinn niður í Viðlagafjöru og að Prestafjöru.

Nefndin hefur móttekið erindið og frestar því til næsta fundar.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
2. Tangagata/Strandgata, Framlenging Tangagötu frá Skildingavegi inn á Strandveg
Verknúmer: BN020025
bæjart-ækni Bæjartæknifræðingur
Tangagata 1 900


Bæjartæknifræðingur Vestmannaeyja, Ólafur Ólafsson, fer þess á leit við skipulags- og byggingarnefnd að hún taki afstöðu til þess hvort framlengja eigi Tangagötu, frá Skildingavegi og tengja beint inn á Strandveg, rétt austan við Strandveg 76. Bent er á að miklir þungaflutningar eiga sér stað milli austur- og vesturhluta Vestmannaeyjahafnar og því geti ofangreind breyting talist eðlileg.


Nefndin hefur móttekið erindið og frestar því til næsta fundar.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
3. Litlagerði 2-12, Bréf framkvæmdastjóra Steina og Olla ehf. vegna úthlutunar lóða við Litlagerði 2-4
Verknúmer: BN020027
550294-2499 Steini og Olli ehf.
Litlagerði 3 900


Ingi Sigurðsson, f.h. Steina og Olla ehf. upplýsir í bréfi til skipulags- og byggingarnefndar að Steini og Olli ehf. byggingarverktakar hafi undanfarin ár verið lóðarhafar af lóðinni að Litlagerði 2-12. Ingi afslar lóðinni að Litlagerði 2-4 í umboði Steina og Olla ehf. í ljósi þess að sótt hefur verið um lóðir nr. 2-4 til byggingar parhúss.

 

 

Er það ósk Steina og Olla ehf. að þeir fái úthlutað að nýju þeim lóðum sem eftir eru til byggingar telji þeir grundvöll fyrir slíku. Einnig óskar fyrirtækið eftir því að fá að vera með í ráðum hvernig fyrirkomulag lóðanna 6-12 verður háttað.

 

 

Nefndin hefur móttekið erindið og felur byggingarfulltrúa að ræða við verktaka Steina og Olla ehf.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
4. Höllin, Löngulág, Bréf Skipulagsstofnunar til Skipulags- og byggingarnefndar
Verknúmer: BN020031
590269-5149 Skipulagsstofnun
Laugavegi 166 105


Elín Smáradóttir f.h. Skipulagsstofnunar, ítrekar þá afstöðu stofnunarinnar, í bréfi dagsett 04.03. 2002 að rekstur framleiðslueldhúss samræmist ekki staðfestri landnotkun í Löngulág skv. Aðalskipulagi Vestmannaeyja 1988-2008.

Enn fremur telur Skipulagsstofnun að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefði átt að leita umsagnar Skipulagsstofnunnar þegar Heilbrigðiseftirlitið gaf út starfsleyfi Hallarinnar þar sem starfsleyfið ætti, skv. Skipulagsstofnun að vera í samræmi við reglugerð 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

Nefndin hefur móttekið erindið.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
5. Höllin, Löngulág, Bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til Skipulagsstofnunar
Verknúmer: BN020032
480284-0549 Heilbrigðiseftirlit Suðurlands
Austurvegur 56 800


Í svari Heilbrigðiseftirlits Suðurlands við bréfi Skipulagsstofnunar, sjá 4. mál, kemur fram að Heilbrigðiseftirlitið ætli að endurnýja starfsleyfi Hallarinnar með vísan í lög um matvæli 93/1995 og matvælareglugerð 552/1994.

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er ekki sammála Skipulagsstofnun að reglugerð 785/1999, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengandi starfssemi, eigi við fyrir Höllina og þá starfsemi sem þar fer fram.

Nefndin hefur móttekið erindið.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
6. Veitinga- og ráðstefnuhús, Löngulág, Svarbréf Friðbjörns Valtýssonar
Verknúmer: BN020023
200250-2499 Friðbjörn Valtýsson
Smáragötu 2 900

Svar Friðbjörns Valtýssonar v. bréfs skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 12.02. 2002. Friðbjörn fer fram á að rekstraraðilar standi við gefin loforð og að bæjaryfirvöld standi við gerðar samþykktir, en í bréfi hans stendur m.a. "Orð og samþykktir skulu standa, Í bókunum bæjarstjórnar stendur skýrum orðum, að leyfi sé veitt fyrir veitinga- og ráðstefnuhúsi í Löngulág. Jafnframt gáfu rekstraraðilar þau loforð, að einungis yrðu haldin þarna 3-4 böll á ári."

Nefndin hefur móttekið erindið.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
7. Búhamar 11, Leyfi til að byggja sorpskýli.
(Verknúmer: BN020030)
031250-3749 Magnús Kristinsson
Búhamri 11 900


Magnús Kristinsson sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að byggja sorpskýli á lóð sinni að Búhamri 11.

Nefndin samþykkir erindið.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
8. Faxastígur 14, Umsókn um leyfi til að byggja bílskúr
(Verknúmer: BN020028)
101159-4509 Jón Garðar Einarsson
Faxastíg 14 900


Jón G. Einarsson óskar eftir því að skipulags- og byggingarnefnd endurnýji byggingaleyfi sem hann hafði áður fengið þann 12.08.1999 , til að reisa bílskúr á lóð sinni skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Á fundi sínum þann 12.08.1999 bókaði nefndin eftirfarandi: "Nefndin frestaði erindinu og fól skipulags- og byggingafulltrúa að ræða við umsækjanda.

Skipulags- og byggingafulltrúi hefur rætt við umsækjanda og tjáð honum að útveggir bílskúrs á lóðarmörkum skuli vera steyptir eða sambærilegir, þ.e. eldvarnarveggir REI-M120. Umsækjandi samþykkir þá tilhögun og teikningum breytt í samræmi við þessa breytingu.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 6. júlí s.l.
Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Jóni Garðari Einarssyni að fjarlægja geymslu og byggja bílskúr á lóð sinni að Faxastíg 14, skv. breyttum teikningum Ragnars Elíeserssonar byggingatæknifræðings.
Útveggir bílskúrs á lóðarmörkum skulu vera steyptir eða sambærilega frágengnir timburveggir með tvöföldu gifsi að utan sem innan, þ.e. eldvarnarveggir REI-M120.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997."

Nefndin samþykkir erindið og vísar í fyrri samþykktir nefndarinnar frá 01.07. 1999 og 12.08. 1999.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
9. Litlagerði 2-4, Umsókn um leyfi til að byggja raðhús að Litlagerði 2-4
Verknúmer: BN020024
040648-2679 Þórður Sigursveinsson
Smáragötu 7 900


Þórður Sigursveinsson sækir um lóðirnar að Litlagerði 2-4 til byggingar parhúss í stað raðhúss sbr. meðfylgjandi tillaga að breytingu lóðanna.
Steini og Olli ehf. sem lóðarhafar að Litlagerði 2-12, afsala sér lóðunum að Litlagerði 2-4 í meðfylgjandi bréfi.
Umræddar lóðir að Litlagerði eru skipulagðar til byggingar sex íbúða raðhúss skv. gildandi deiliskipulagi.
Stærð núverandi lóðar nr. 2 er 575m2 og stæðr núverandi lóðar nr. 4 er 357.5m2. Skv. tillögu að breytingu er stærð lóðar nr. 2-4 er 1465m2

Nefndin er hlynnt erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útfæra deiliskipulagsbreytingu og koma í grenndarkynningu sbr. 26. gr. og 7. mgr. 43. gr. sipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og gr. 7.2.3 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998. Að þeirri kynningu lokinni verður erindið tekið til endanlegrar afgreiðslu.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
10. Faxastígur 6, Leyfi til að breyta fyrirkomulagi innanhús v. Leikskóla.
(Verknúmer: BN020029)
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Ólafur Ólafsson f.h. Vestmannaeyjabæjar sækir um leyfi til að breyti fyrirkomulagi innanhús skv. meðfylgjandi teikningum Páls Zóphóníassonar bygginagartæknifræðings vegna opnunar leikskóla í húsinu.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 22. mars s.l. Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Vestmannaeyjabæ að breyta fyrirkomulagi innanhúss að Faxastíg 6 v. leikskóla. sbr. meðfylgjandi teikningar segja til um.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.


--------------------------------------------------------------------------------
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159