28.02.2002

Skipulagsnefnd 28. Febrúar

 
Skipulagsnefnd 28. Febrúar 2002 Skipulagsnefnd 28. Febrúar 2002 --------------------------------------------------------------------------------

Skipulags- og bygginganefnd
1461. fundur 2002


--------------------------------------------------------------------------------
Ár 2002, fimmtudaginn 28. febrúar kl. 16:00 var haldinn 1461. fundur skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyja. Þessir sátu fundinn: Drífa Kristjánsdóttir , Helgi Bragason, Skæringur Georgsson, Bjarni Guðjón Samúelsson og Baldvin K Kristjánsson. Einnig sátu fundinn: Jökull Pálmar Jónsson. Ritari var Drífa Kristjánsdóttir.
--------------------------------------------------------------------------------

Þetta gerðist:

--------------------------------------------------------------------------------

1. Norðurgarður, Umsókn um byggingaleyfi
Verknúmer: BN020016
270970-5679 Valgeir Arnórsson
Hrauntúni 57 900

Valgeir Arnórsson sækir um leyfi til skipulags- og byggingarnefndar til að byggja einbýlishús að lóð sinni að Norðurgarði skv. teikningum Jóns Guðmundssonar, arkitekts.

Stærðir hússins eru: 183,6m2 og 498,2m3


Nefndin samþykkir að senda erindið í Grenndarkynningu. Frestur til að skila inn athugasemdum skal vera 4 vikur.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.


--------------------------------------------------------------------------------
2. Strandvegur 82C, Leyfi til að byggja töfluherbergi og færa 5m háa tanka út úr húsi.
(Verknúmer: BN020022)
700269-3299 Vinnslustöðin hf
Hafnargötu 2 900

Sigurjón Pálsson f.h. Vinnslustöðvarinnar hf. sækir um leyfir skipulags- og byggingarnefndar til að byggja töfluherbergi og færa 5 m háa tanka út úr húsi sem nú eru staðsettir innanhúss, skv. meðfylgjandi teikningum Sigurjóns Pálssonar byggingartæknifræðings.
Stærð töfluhússins er 28,4 m2 og 97,6 m3
Í framhaldi af fyrirspurn skipulags- og byggingarnefndar þann 18.12. 2001 kemur fram á afstöðumyndinni nýtt mjölhús og sex hráefnistankar sem fyrirhugað er að byggja í framtíðinni.

Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar málinu til hafnarstjórnar.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
3. Básaskersbryggja 160295, Breyta innréttingum og færa veggi
(Verknúmer: BN020021)
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902


Páll Zóphóníasson f.h. Vestmannaeyjabæjar sækir um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að breyta innréttingum og færa veggi í húsnæði Herjólfs við Básaskersbryggju.

Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Vestmannaeyjabæ að breyta innréttingum og færa veggi í Herjólfsafgreiðslu við Básaskersbryggju eins og meðfylgjandi teikning segir til um.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 4.000, -


--------------------------------------------------------------------------------
4. Búhamar 86, Breyting á gluggum
(Verknúmer: BN020019)
050734-7069 Magnús Bjarnason
Búhamri 86 900


Magnús Bjarnason sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að breyta gluggum í stofu á suðurhlið á húsi sínu að Búhamri 86, sbr. meðfylgjandi teikningar Teiknistofu PZ ehf.


Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Magnúsi Bjarnasyni að breyta gluggum í stofu á suðurhlið í húsi sínu að Búhamri 86 eins og meðfylgjandi teikning segir til um. Stærð opnanlegra faga er skv. 159. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 4.000, -


--------------------------------------------------------------------------------
5. Helgafell 161601, Sótt um leyfi til að klæða suðurgafl húss
(Verknúmer: BN020020)
190129-2769 Högni Sigurðsson
Helgafelli 900

Högni Sigurðsson sækir um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að klæða suðurgafl húseignar sinnar, Helgafells. sbr. teikningu.


Skipulags- og byggingafulltrúi heimilar Högna Sigurðssyni að klæða suðurgafl húseignar sinnar, Helgafells , með Aluzink klæðningu sbr. teikning segir til um.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.

Byggingaleyfisgjöld: kr. 4.000, -


--------------------------------------------------------------------------------
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159